Íslensku stelpurnar í riðli með Evrópumeisturum Hollands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2021 12:03 Sara Björk Gunnardóttir og félagar í íslenska landsliðinu fá krefjandi verkefni í undankeppni HM. VÍSIR/VILHELM Í dag kom í ljós hvernig riðill íslenska kvennalandsliðsins mun líta út í undankeppni heimsmeistarakeppninnar 2023. Íslenska liðið lenti í riðli með einu besta landsliði heims. Það er ekki hægt að setja að íslensku stelpurnar hafi verið heppnar með riðil fyrir næstu undankeppni HM þegar dregið var i dag. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í riðli með Evrópumeisturum Hollendinga sem fór alla leið í úrslitaleikinn á síðasta heimsmeistaramóti. Íslenska liðið er einnig í riðli með Tékklandi en eins og Holland var efsta liðið í fyrsta styrkleikaflokki þá var Tékkland efsta liðið í þriðja styrkleikaflokki. Hin liðin í íslenska riðlinum eru Hvíta Rússland og Kýpur en Ísland er í einum af þremur fimm þjóða riðlum. Riðlarnir líta þannig út fyrir undankeppni HM 2023: A-riðill Svíþjóð Finnland Írland Slóvakía Georgía - B-riðill Spánn Skotland Úkraína Ungverjaland Færeyjar - C-riðill Holland Ísland Tékkland Hvíta Rússland Kýpur - D-riðill England Austurríki Norður Írland Norður Makedónía Lettland Lúxemborg - E-riðill Danmörk Rússland Bosnía og Hersegóvína Aserbaídsjan Malta Svartfjallaland - F-riðill Noregur Belgía Pólland Albanía Kosovó Armenía - G-riðill Ítalía Sviss Rúmenía Króatía Moldóva Litháen - H-riðill Þýskaland Portúgal Serbía Ísrael Tyrkland Búlgaría - I-riðill Frakkland Wales Slóvenía Grikkland Kasakstan Eistland Ísland var í öðrum styrkleikaflokki í drættinum ásamt Belgíu, Sviss, Austurríki, Skotlandi, Rússlandi, Finnlandi, Wales og Portúgal, en styrkleikaflokkarnir voru sex og liðin 51 talsins. Dregið var í níu riðla, þrír riðlar eru með fimm lið en sex riðlar sex lið. Undankeppninni er skipt í tvo hluta. Riðlakeppnin fer fram á einu ári, frá september 2021 til september 2022 og umspilið verður svo leikið í október 2022. Þau níu lið sem vinna sína riðla komast beint áfram í lokakeppnina. Liðin níu sem enda í öðru sæti síns riðils fara í umspil í október þar sem leikið verður um tvö laus sæti í lokakeppninni, ásamt einu sæti í sérstakri umspilskeppni þar sem þjóðir frá öllum heimsálfum taka þátt og keppa um þrjú laus sæti í lokakeppninni. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Það er ekki hægt að setja að íslensku stelpurnar hafi verið heppnar með riðil fyrir næstu undankeppni HM þegar dregið var i dag. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í riðli með Evrópumeisturum Hollendinga sem fór alla leið í úrslitaleikinn á síðasta heimsmeistaramóti. Íslenska liðið er einnig í riðli með Tékklandi en eins og Holland var efsta liðið í fyrsta styrkleikaflokki þá var Tékkland efsta liðið í þriðja styrkleikaflokki. Hin liðin í íslenska riðlinum eru Hvíta Rússland og Kýpur en Ísland er í einum af þremur fimm þjóða riðlum. Riðlarnir líta þannig út fyrir undankeppni HM 2023: A-riðill Svíþjóð Finnland Írland Slóvakía Georgía - B-riðill Spánn Skotland Úkraína Ungverjaland Færeyjar - C-riðill Holland Ísland Tékkland Hvíta Rússland Kýpur - D-riðill England Austurríki Norður Írland Norður Makedónía Lettland Lúxemborg - E-riðill Danmörk Rússland Bosnía og Hersegóvína Aserbaídsjan Malta Svartfjallaland - F-riðill Noregur Belgía Pólland Albanía Kosovó Armenía - G-riðill Ítalía Sviss Rúmenía Króatía Moldóva Litháen - H-riðill Þýskaland Portúgal Serbía Ísrael Tyrkland Búlgaría - I-riðill Frakkland Wales Slóvenía Grikkland Kasakstan Eistland Ísland var í öðrum styrkleikaflokki í drættinum ásamt Belgíu, Sviss, Austurríki, Skotlandi, Rússlandi, Finnlandi, Wales og Portúgal, en styrkleikaflokkarnir voru sex og liðin 51 talsins. Dregið var í níu riðla, þrír riðlar eru með fimm lið en sex riðlar sex lið. Undankeppninni er skipt í tvo hluta. Riðlakeppnin fer fram á einu ári, frá september 2021 til september 2022 og umspilið verður svo leikið í október 2022. Þau níu lið sem vinna sína riðla komast beint áfram í lokakeppnina. Liðin níu sem enda í öðru sæti síns riðils fara í umspil í október þar sem leikið verður um tvö laus sæti í lokakeppninni, ásamt einu sæti í sérstakri umspilskeppni þar sem þjóðir frá öllum heimsálfum taka þátt og keppa um þrjú laus sæti í lokakeppninni.
Riðlarnir líta þannig út fyrir undankeppni HM 2023: A-riðill Svíþjóð Finnland Írland Slóvakía Georgía - B-riðill Spánn Skotland Úkraína Ungverjaland Færeyjar - C-riðill Holland Ísland Tékkland Hvíta Rússland Kýpur - D-riðill England Austurríki Norður Írland Norður Makedónía Lettland Lúxemborg - E-riðill Danmörk Rússland Bosnía og Hersegóvína Aserbaídsjan Malta Svartfjallaland - F-riðill Noregur Belgía Pólland Albanía Kosovó Armenía - G-riðill Ítalía Sviss Rúmenía Króatía Moldóva Litháen - H-riðill Þýskaland Portúgal Serbía Ísrael Tyrkland Búlgaría - I-riðill Frakkland Wales Slóvenía Grikkland Kasakstan Eistland
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira