Kristinn: Ég sagði við Danna að ég væri tilbúinn Smári Jökull Jónsson skrifar 29. apríl 2021 22:43 Úr leik Grindavíkur og ÍR frá því fyrr í vetur. Vísir / Hulda Margrét Kristinn Pálsson var hetja Grindvíkinga í Domino´s deildinni í kvöld þegar hann tryggði liðinu sigur á ÍR með magnaðri flautukörfu. Sigurinn færir Grindvíkinga skrefi nær úrslitakeppni. „Þetta er geggjað. Ég veit ekki alveg hvernig mér líður eins og er en þetta var auðvitað svakalega mikilvægur sigur fyrir okkur varðandi það að komast í úrslitakeppni. Að gera það án Marshall, Joonas og Dags er vel gert hjá okkur,“ sagði Kristinn eftir leik. Kristinn sleppti boltanum hálfri sekúndu áður en flautan gall og Grindvíkingar gjörsamlega trylltust af gleði. „Við spilum sem lið mest allan leikinn, aðeins í byrjun fjórða leikhluta sem við gáfum aðeins eftir. Að setja svona skot er draumur allra, að vinna leik á einu skoti. Ég tók það á mig, sagði við Danna að ég væri tilbúinn og hann treysti mér,“ bætti Kristinn við. Hann var þó ekki viss um að skotið myndi rata rétta leið eftir að hann sleppti boltanum. „Ég stökk aðeins á hliðina þannig að hann var hálfur ofan í þegar ég sá hann. Svo sá ég hann fara niður og bara hljóp af stað. Ég vissi eiginlega ekkert hvað ég átti að gera.“ Grindvíkingar lentu í vandræðum í fjórða leikhlutanum og náðu ÍR-ingar mest 13 stiga forystu þegar innan við fimm mínútur voru eftir. „Þetta var svolítið erfitt hjá okkur. Þeir lokuðu betur á okkur og völdu hverjir voru að klára sóknirnar hjá okkur. Síðan fórum við að finna opnanir, vorum að hlaupa eitt kerfi mjög mikið. Síðan voru menn að setja risa skot, Björgvin Hafþór (Ríkharðsson) setti til dæmis mjög mikilvægt skot til að halda okkur inni í leiknum.“ Eins og Kristinn nefndi voru þeir Joonas Jarveleinen, Dagur Kár Jónsson og Marshall Nelson fjarri góðu gamni í kvöld en þetta eru þrír stigahæstu leikmenn Grindavíkur í vetur. „Það kemur maður í manns stað. Við þurfum að sýna úr hverju við erum byggðir, hver ætlar að taka af skarið og taka við keflinu. Ef menn eru meiddir þá þarf næsti maður að stíga upp og það gerðist svo sannarlega í dag,“ sagði Kristinn Pálsson að lokum. UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Körfubolti ÍR Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Fleiri fréttir Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Sjá meira
„Þetta er geggjað. Ég veit ekki alveg hvernig mér líður eins og er en þetta var auðvitað svakalega mikilvægur sigur fyrir okkur varðandi það að komast í úrslitakeppni. Að gera það án Marshall, Joonas og Dags er vel gert hjá okkur,“ sagði Kristinn eftir leik. Kristinn sleppti boltanum hálfri sekúndu áður en flautan gall og Grindvíkingar gjörsamlega trylltust af gleði. „Við spilum sem lið mest allan leikinn, aðeins í byrjun fjórða leikhluta sem við gáfum aðeins eftir. Að setja svona skot er draumur allra, að vinna leik á einu skoti. Ég tók það á mig, sagði við Danna að ég væri tilbúinn og hann treysti mér,“ bætti Kristinn við. Hann var þó ekki viss um að skotið myndi rata rétta leið eftir að hann sleppti boltanum. „Ég stökk aðeins á hliðina þannig að hann var hálfur ofan í þegar ég sá hann. Svo sá ég hann fara niður og bara hljóp af stað. Ég vissi eiginlega ekkert hvað ég átti að gera.“ Grindvíkingar lentu í vandræðum í fjórða leikhlutanum og náðu ÍR-ingar mest 13 stiga forystu þegar innan við fimm mínútur voru eftir. „Þetta var svolítið erfitt hjá okkur. Þeir lokuðu betur á okkur og völdu hverjir voru að klára sóknirnar hjá okkur. Síðan fórum við að finna opnanir, vorum að hlaupa eitt kerfi mjög mikið. Síðan voru menn að setja risa skot, Björgvin Hafþór (Ríkharðsson) setti til dæmis mjög mikilvægt skot til að halda okkur inni í leiknum.“ Eins og Kristinn nefndi voru þeir Joonas Jarveleinen, Dagur Kár Jónsson og Marshall Nelson fjarri góðu gamni í kvöld en þetta eru þrír stigahæstu leikmenn Grindavíkur í vetur. „Það kemur maður í manns stað. Við þurfum að sýna úr hverju við erum byggðir, hver ætlar að taka af skarið og taka við keflinu. Ef menn eru meiddir þá þarf næsti maður að stíga upp og það gerðist svo sannarlega í dag,“ sagði Kristinn Pálsson að lokum.
UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Körfubolti ÍR Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Fleiri fréttir Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti