Kristinn: Ég sagði við Danna að ég væri tilbúinn Smári Jökull Jónsson skrifar 29. apríl 2021 22:43 Úr leik Grindavíkur og ÍR frá því fyrr í vetur. Vísir / Hulda Margrét Kristinn Pálsson var hetja Grindvíkinga í Domino´s deildinni í kvöld þegar hann tryggði liðinu sigur á ÍR með magnaðri flautukörfu. Sigurinn færir Grindvíkinga skrefi nær úrslitakeppni. „Þetta er geggjað. Ég veit ekki alveg hvernig mér líður eins og er en þetta var auðvitað svakalega mikilvægur sigur fyrir okkur varðandi það að komast í úrslitakeppni. Að gera það án Marshall, Joonas og Dags er vel gert hjá okkur,“ sagði Kristinn eftir leik. Kristinn sleppti boltanum hálfri sekúndu áður en flautan gall og Grindvíkingar gjörsamlega trylltust af gleði. „Við spilum sem lið mest allan leikinn, aðeins í byrjun fjórða leikhluta sem við gáfum aðeins eftir. Að setja svona skot er draumur allra, að vinna leik á einu skoti. Ég tók það á mig, sagði við Danna að ég væri tilbúinn og hann treysti mér,“ bætti Kristinn við. Hann var þó ekki viss um að skotið myndi rata rétta leið eftir að hann sleppti boltanum. „Ég stökk aðeins á hliðina þannig að hann var hálfur ofan í þegar ég sá hann. Svo sá ég hann fara niður og bara hljóp af stað. Ég vissi eiginlega ekkert hvað ég átti að gera.“ Grindvíkingar lentu í vandræðum í fjórða leikhlutanum og náðu ÍR-ingar mest 13 stiga forystu þegar innan við fimm mínútur voru eftir. „Þetta var svolítið erfitt hjá okkur. Þeir lokuðu betur á okkur og völdu hverjir voru að klára sóknirnar hjá okkur. Síðan fórum við að finna opnanir, vorum að hlaupa eitt kerfi mjög mikið. Síðan voru menn að setja risa skot, Björgvin Hafþór (Ríkharðsson) setti til dæmis mjög mikilvægt skot til að halda okkur inni í leiknum.“ Eins og Kristinn nefndi voru þeir Joonas Jarveleinen, Dagur Kár Jónsson og Marshall Nelson fjarri góðu gamni í kvöld en þetta eru þrír stigahæstu leikmenn Grindavíkur í vetur. „Það kemur maður í manns stað. Við þurfum að sýna úr hverju við erum byggðir, hver ætlar að taka af skarið og taka við keflinu. Ef menn eru meiddir þá þarf næsti maður að stíga upp og það gerðist svo sannarlega í dag,“ sagði Kristinn Pálsson að lokum. UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Körfubolti ÍR Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
„Þetta er geggjað. Ég veit ekki alveg hvernig mér líður eins og er en þetta var auðvitað svakalega mikilvægur sigur fyrir okkur varðandi það að komast í úrslitakeppni. Að gera það án Marshall, Joonas og Dags er vel gert hjá okkur,“ sagði Kristinn eftir leik. Kristinn sleppti boltanum hálfri sekúndu áður en flautan gall og Grindvíkingar gjörsamlega trylltust af gleði. „Við spilum sem lið mest allan leikinn, aðeins í byrjun fjórða leikhluta sem við gáfum aðeins eftir. Að setja svona skot er draumur allra, að vinna leik á einu skoti. Ég tók það á mig, sagði við Danna að ég væri tilbúinn og hann treysti mér,“ bætti Kristinn við. Hann var þó ekki viss um að skotið myndi rata rétta leið eftir að hann sleppti boltanum. „Ég stökk aðeins á hliðina þannig að hann var hálfur ofan í þegar ég sá hann. Svo sá ég hann fara niður og bara hljóp af stað. Ég vissi eiginlega ekkert hvað ég átti að gera.“ Grindvíkingar lentu í vandræðum í fjórða leikhlutanum og náðu ÍR-ingar mest 13 stiga forystu þegar innan við fimm mínútur voru eftir. „Þetta var svolítið erfitt hjá okkur. Þeir lokuðu betur á okkur og völdu hverjir voru að klára sóknirnar hjá okkur. Síðan fórum við að finna opnanir, vorum að hlaupa eitt kerfi mjög mikið. Síðan voru menn að setja risa skot, Björgvin Hafþór (Ríkharðsson) setti til dæmis mjög mikilvægt skot til að halda okkur inni í leiknum.“ Eins og Kristinn nefndi voru þeir Joonas Jarveleinen, Dagur Kár Jónsson og Marshall Nelson fjarri góðu gamni í kvöld en þetta eru þrír stigahæstu leikmenn Grindavíkur í vetur. „Það kemur maður í manns stað. Við þurfum að sýna úr hverju við erum byggðir, hver ætlar að taka af skarið og taka við keflinu. Ef menn eru meiddir þá þarf næsti maður að stíga upp og það gerðist svo sannarlega í dag,“ sagði Kristinn Pálsson að lokum.
UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Körfubolti ÍR Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira