Vonast til að þrennu-Rasmus komi aftur til Víkings en bíður enn eftir Kwame Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2021 14:40 Arnar Gunnlaugsson er að fara inn í sitt þriðja tímabil sem þjálfari Víkings. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er bærilega bjartsýnn á að Rasmus Nissen leiki með Víkingum í sumar. Nissen, sem er nítján ára, er samningsbundinn OB í Danmörku en var á reynslu hjá Víkingi. Hann spilaði einn leik með liðinu, gegn HK á laugardaginn, og óhætt er að segja frumsýningin hafi gengið vel. Hann skoraði þrennu í 6-2 sigri Víkings, þar á meðal glæsilegt mark með skoti beint úr aukaspyrnu. View this post on Instagram A post shared by Víkingur (@vikingurfc) Nissen fer aftur til Danmerkur á morgun en ekki er ljóst hvort hann kemur aftur til Íslands. „Núna ræðir hann við sitt fólk og sitt lið en vonandi náum við að klára þetta mál,“ sagði Arnar við Vísi í dag. „En það verður ekkert gert innan einnar til tveggja vikna. Vonandi um miðjan maí ef þetta gengur eftir.“ Víkingar vilja fá Rasmus en það er undir honum komið hvort hann vilji koma til Íslands og fá að spila eða berjast um að komast að hjá OB. Sjaldan séð svona flotta spyrnutækni „Hann er ekkert í ósvipaðri stöðu og Guðmundur Andri [Tryggvason] og Ágúst [Eðvald Hlynsson] voru í fyrir tveimur árum. Hann spilar lítið með aðalliðinu en hefur klárlega mikla hæfileika. Þá er þetta bara spurning hvað þú telur vera best fyrir þinn feril og hann þarf að vega það og meta,“ sagði Arnar. „En við höfum og önnur lið á Íslandi höfum sýnt að glugginn hér á landi er mjög sterkur, ef þú tekur skrefið. En mörgum finnst kjötið hjá mömmu gott og vilja ekki yfirgefa heimahagana.“ Arnar segir að Nissen sé afar sparkviss. „Ég hef sjaldan séð svona flotta spyrnutækni hjá svona ungum strák. Hann er kannski í leikformi en var klókur að finna sér stöður. Ég vonast til að hægt verði að ganga frá þessu.“ Styttist í Kára en Ingvar missir af byrjun mótsins Víkingur mætir Keflavík í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Arnar segir að staðan á leikmannahópi Víkings sé nokkuð góð þegar styttist í alvöruna. „Það virðist sem Kári sé að komast aftur í gang. Það eina er með Kwame. Það er vonbrigði að hafa ekki fengið hann en mér skilst hann komi mögulega til landsins um helgina. Þá fer hann í sóttkví og verður mögulega klár gegn ÍA,“ sagði Arnar. „Þetta er pappírsvesen. Hann náði tveimur landsleikjum um mánaðarmótin [með Síerra Leone] og er í þokkalegasta standi.“ Markvörðurinn Ingvar Jónsson er enn meiddur og missir af byrjun tímabilsins. „Hann missir klárlega af tveimur til þremur fyrstu leikjunum. En annars er hópurinn nokkuð sterkur,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu aukaspyrnumark nýja Danans hjá Víkingum: Skoraði þrennu á móti HK Hinn nítján ára gamli Rasmus Nissen skoraði þrennu fyrir Víkinga í síðasta æfingaleik liðsins áður en Pepsi Max deild karla hefst um næstu helgi. 26. apríl 2021 10:31 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira
Nissen, sem er nítján ára, er samningsbundinn OB í Danmörku en var á reynslu hjá Víkingi. Hann spilaði einn leik með liðinu, gegn HK á laugardaginn, og óhætt er að segja frumsýningin hafi gengið vel. Hann skoraði þrennu í 6-2 sigri Víkings, þar á meðal glæsilegt mark með skoti beint úr aukaspyrnu. View this post on Instagram A post shared by Víkingur (@vikingurfc) Nissen fer aftur til Danmerkur á morgun en ekki er ljóst hvort hann kemur aftur til Íslands. „Núna ræðir hann við sitt fólk og sitt lið en vonandi náum við að klára þetta mál,“ sagði Arnar við Vísi í dag. „En það verður ekkert gert innan einnar til tveggja vikna. Vonandi um miðjan maí ef þetta gengur eftir.“ Víkingar vilja fá Rasmus en það er undir honum komið hvort hann vilji koma til Íslands og fá að spila eða berjast um að komast að hjá OB. Sjaldan séð svona flotta spyrnutækni „Hann er ekkert í ósvipaðri stöðu og Guðmundur Andri [Tryggvason] og Ágúst [Eðvald Hlynsson] voru í fyrir tveimur árum. Hann spilar lítið með aðalliðinu en hefur klárlega mikla hæfileika. Þá er þetta bara spurning hvað þú telur vera best fyrir þinn feril og hann þarf að vega það og meta,“ sagði Arnar. „En við höfum og önnur lið á Íslandi höfum sýnt að glugginn hér á landi er mjög sterkur, ef þú tekur skrefið. En mörgum finnst kjötið hjá mömmu gott og vilja ekki yfirgefa heimahagana.“ Arnar segir að Nissen sé afar sparkviss. „Ég hef sjaldan séð svona flotta spyrnutækni hjá svona ungum strák. Hann er kannski í leikformi en var klókur að finna sér stöður. Ég vonast til að hægt verði að ganga frá þessu.“ Styttist í Kára en Ingvar missir af byrjun mótsins Víkingur mætir Keflavík í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Arnar segir að staðan á leikmannahópi Víkings sé nokkuð góð þegar styttist í alvöruna. „Það virðist sem Kári sé að komast aftur í gang. Það eina er með Kwame. Það er vonbrigði að hafa ekki fengið hann en mér skilst hann komi mögulega til landsins um helgina. Þá fer hann í sóttkví og verður mögulega klár gegn ÍA,“ sagði Arnar. „Þetta er pappírsvesen. Hann náði tveimur landsleikjum um mánaðarmótin [með Síerra Leone] og er í þokkalegasta standi.“ Markvörðurinn Ingvar Jónsson er enn meiddur og missir af byrjun tímabilsins. „Hann missir klárlega af tveimur til þremur fyrstu leikjunum. En annars er hópurinn nokkuð sterkur,“ sagði Arnar að endingu.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu aukaspyrnumark nýja Danans hjá Víkingum: Skoraði þrennu á móti HK Hinn nítján ára gamli Rasmus Nissen skoraði þrennu fyrir Víkinga í síðasta æfingaleik liðsins áður en Pepsi Max deild karla hefst um næstu helgi. 26. apríl 2021 10:31 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira
Sjáðu aukaspyrnumark nýja Danans hjá Víkingum: Skoraði þrennu á móti HK Hinn nítján ára gamli Rasmus Nissen skoraði þrennu fyrir Víkinga í síðasta æfingaleik liðsins áður en Pepsi Max deild karla hefst um næstu helgi. 26. apríl 2021 10:31