Grýtti penna í vegg af bræði eftir klúður Glasgows: Ekki hægt að útskýra þetta Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2021 11:32 Rodney Glasgow viðurkenndi að hann ætti alla sök á klúðrinu í næstsíðustu sókn Njarðvíkur. Stöð 2 Sport Dramatíkin var allsráðandi í lokin á leiknum mikilvæga á milli Njarðvíkur og Hattar í gærkvöld. Sérfræðingarnir í Dominos Körfuboltakvöldi rýndu í lokasóknir liðanna sem óhætt er að segja að hafi verið misvel heppnaðar. Það sem vakti mun meiri athygli en lagleg sigurkarfa Michael Mallory, í 74-72 sigri Hattar, var skelfileg næstsíðasta sókn Njarðvíkur. Rodney Glasgow var þá með boltann, vildi eyða sem mestum leiktíma en endaði á að dripla svo lengi að skotklukkan rann út áður en hann náði að komast í skot. „Ég held að það geti ekki nokkur einasti maður útskýrt þetta, og ekki hann sjálfur. Maður sér það á viðbrögðum Einars [Árna Jóhannssonar, þjálfara Njarðvíkur, sem grýtti tússpenna í vegginn] hversu ótrúlega svekktur hann var með þetta,“ sagði Sævar Sævarsson. Lokasóknirnar og fjörugar umræður í Körfuboltakvöldi má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Lokasóknir Hattar og Njarðvíkur „Er þetta maðurinn sem átti að loka leiknum? Varla hélt hann það sjálfur?“ spurði Sævar sem botnaði ekkert í því að Glasgow skyldi ekki koma boltanum á Loga Gunnarsson. Glasgow væri ekki rétti maðurinn til þess að skora úrslitakörfu: „Ef að hann hefur haldið það, eða þjálfarinn, þá eru þeir ekki búnir að vera að fylgjast með tímabilinu. Maður er bara titrandi í röddinni, maður er svo pirraður, því ég hélt að þetta gæti ekki gerst. Í úrvalsdeild, þar sem fullorðnir einstaklingar eru að spila,“ sagði Sævar um tilburði Glasgows. „Hann er bara yfirburðamaður í þessu liði“ Hattarmenn höfðu átt afar erfitt uppdráttar á síðustu mínútum leiksins og Michael Mallory, sem skoraði alls 26 stig í leiknum, virtist hreinlega kominn í felur: „Svo náttúrulega kemur hann með sigurkörfuna, og lætur menn eins og mig líta mjög illa út,“ sagði Sævar um Mallory. „Þetta er ansi stór karfa. Hann skoraði líka næstsíðustu körfu Hattar og þá voru þrjár og hálf mínúta eftir af leiknum,“ sagði Benedikt Guðmundsson sem var hæstánægður með að Mallory skyldi látinn taka einn af skarið þegar mest var undir: „Hann er bara yfirburðamaður í þessu liði. Þessi leikur snýst um að vera með „toppa“. Höttur var með einn topp – Njarðvík var með marga fína leikmenn. Munurinn á liðunum var Mallory.“ Lokasóknirnar og umræðuna úr þættinum í gærkvöld má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Höttur UMF Njarðvík Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Það sem vakti mun meiri athygli en lagleg sigurkarfa Michael Mallory, í 74-72 sigri Hattar, var skelfileg næstsíðasta sókn Njarðvíkur. Rodney Glasgow var þá með boltann, vildi eyða sem mestum leiktíma en endaði á að dripla svo lengi að skotklukkan rann út áður en hann náði að komast í skot. „Ég held að það geti ekki nokkur einasti maður útskýrt þetta, og ekki hann sjálfur. Maður sér það á viðbrögðum Einars [Árna Jóhannssonar, þjálfara Njarðvíkur, sem grýtti tússpenna í vegginn] hversu ótrúlega svekktur hann var með þetta,“ sagði Sævar Sævarsson. Lokasóknirnar og fjörugar umræður í Körfuboltakvöldi má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Lokasóknir Hattar og Njarðvíkur „Er þetta maðurinn sem átti að loka leiknum? Varla hélt hann það sjálfur?“ spurði Sævar sem botnaði ekkert í því að Glasgow skyldi ekki koma boltanum á Loga Gunnarsson. Glasgow væri ekki rétti maðurinn til þess að skora úrslitakörfu: „Ef að hann hefur haldið það, eða þjálfarinn, þá eru þeir ekki búnir að vera að fylgjast með tímabilinu. Maður er bara titrandi í röddinni, maður er svo pirraður, því ég hélt að þetta gæti ekki gerst. Í úrvalsdeild, þar sem fullorðnir einstaklingar eru að spila,“ sagði Sævar um tilburði Glasgows. „Hann er bara yfirburðamaður í þessu liði“ Hattarmenn höfðu átt afar erfitt uppdráttar á síðustu mínútum leiksins og Michael Mallory, sem skoraði alls 26 stig í leiknum, virtist hreinlega kominn í felur: „Svo náttúrulega kemur hann með sigurkörfuna, og lætur menn eins og mig líta mjög illa út,“ sagði Sævar um Mallory. „Þetta er ansi stór karfa. Hann skoraði líka næstsíðustu körfu Hattar og þá voru þrjár og hálf mínúta eftir af leiknum,“ sagði Benedikt Guðmundsson sem var hæstánægður með að Mallory skyldi látinn taka einn af skarið þegar mest var undir: „Hann er bara yfirburðamaður í þessu liði. Þessi leikur snýst um að vera með „toppa“. Höttur var með einn topp – Njarðvík var með marga fína leikmenn. Munurinn á liðunum var Mallory.“ Lokasóknirnar og umræðuna úr þættinum í gærkvöld má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Höttur UMF Njarðvík Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira