Ætla að gefa 60 milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2021 21:27 Joe Biden Bandaríkjaforseti. getty/Chip Somodevilla Bandarísk stjórnvöld hyggjast deila 60 milljón skömmtum af bóluefni AstraZeneca með öðrum ríkjum á næstu mánuðum. Bóluefninu verður dreift til annarra landa um leið og nægar byrgðir eru til af því að sögn Hvíta hússins. Bóluefni AstraZeneca hefur þegar verið gefið víða um heim en enn hefur lyfjaeftirlit Bandaríkjanna ekki veitt efninu markaðsleyfi. Þrátt fyrir það hefur ríkið verið að safna birgðum af bóluefninu. Bandaríkin, sem hafa tryggt sér mun fleiri skammta af bóluefnum gegn Covid-19 en þau þurfa sjálf, hafa verið beitt miklum þrýstingi til að deila bóluefnaskömmtunum sem þau hafa tryggt sér. Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því í síðasta mánuði að gefa Mexíkó og Kanada alls fjórar milljónir skammta af AstraZeneca bóluefninu. Bæði ríkin hafa þegar veitt bóluefninu markaðsleyfi. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu frá því í dag segir að um leið og bóluefni AstraZeneca verði veitt markaðsleyfi muni tíu milljónir bóluefnaskammta fara í dreifingu í Bandaríkjunum. Þá eiga Bandaríkin von á fimmtíu milljónum skammta til viðbótar. Jan Psaki, talskona Hvíta hússins, sagði á blaðamannafundi í dag að starfsmenn lyfjaeftirlits Bandaríkjanna muni gera öryggisprófanir á bóluefninu áður en það verði sent til annarra ríkja. Þá tilkynntu bandarísk yfirvöld á dögunum að þau hyggist gefa indverskum bóluefnaframleiðendum hráefni í framleiðslu bóluefnis en ástandið á Indlandi er um þessar mundir grafalvarlegt. Sjúkrahús hafa ekki í við fjölda sjúklinga og súrefni er af skornum skammti. Biden lofaði einnig í símtali í dag við forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, að Bandaríkin myndu bregðast við neyðinni á Indlandi. Hyggst hann senda „súrefnistengdar vörur, hráefni í bóluefni og önnur aðföng“ til Indlands. Bandaríkin Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Koma Indverjum til aðstoðar Fjöldi ríkja kemur nú Indverjum til aðstoðar en kórónuveirufaraldurinn er í hæstu hæðum í þessu næstfjölmennasta landi heims. 26. apríl 2021 20:01 350.000 greindust með Covid-19 á Indlandi í gær og 2.500 létust Bretar, Bandaríkjamenn og Evrópusambandið undirbúa nú aðstoð til handa Indverjum en kórónuveirufaraldurinn er nú á háalvarlegu stigi í landinu. Tæplega þrjúhundruð og fimmtíuþúsund manns greindust smituð þar í gær og um 2.500 létust. 26. apríl 2021 07:30 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Bóluefni AstraZeneca hefur þegar verið gefið víða um heim en enn hefur lyfjaeftirlit Bandaríkjanna ekki veitt efninu markaðsleyfi. Þrátt fyrir það hefur ríkið verið að safna birgðum af bóluefninu. Bandaríkin, sem hafa tryggt sér mun fleiri skammta af bóluefnum gegn Covid-19 en þau þurfa sjálf, hafa verið beitt miklum þrýstingi til að deila bóluefnaskömmtunum sem þau hafa tryggt sér. Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því í síðasta mánuði að gefa Mexíkó og Kanada alls fjórar milljónir skammta af AstraZeneca bóluefninu. Bæði ríkin hafa þegar veitt bóluefninu markaðsleyfi. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu frá því í dag segir að um leið og bóluefni AstraZeneca verði veitt markaðsleyfi muni tíu milljónir bóluefnaskammta fara í dreifingu í Bandaríkjunum. Þá eiga Bandaríkin von á fimmtíu milljónum skammta til viðbótar. Jan Psaki, talskona Hvíta hússins, sagði á blaðamannafundi í dag að starfsmenn lyfjaeftirlits Bandaríkjanna muni gera öryggisprófanir á bóluefninu áður en það verði sent til annarra ríkja. Þá tilkynntu bandarísk yfirvöld á dögunum að þau hyggist gefa indverskum bóluefnaframleiðendum hráefni í framleiðslu bóluefnis en ástandið á Indlandi er um þessar mundir grafalvarlegt. Sjúkrahús hafa ekki í við fjölda sjúklinga og súrefni er af skornum skammti. Biden lofaði einnig í símtali í dag við forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, að Bandaríkin myndu bregðast við neyðinni á Indlandi. Hyggst hann senda „súrefnistengdar vörur, hráefni í bóluefni og önnur aðföng“ til Indlands.
Bandaríkin Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Koma Indverjum til aðstoðar Fjöldi ríkja kemur nú Indverjum til aðstoðar en kórónuveirufaraldurinn er í hæstu hæðum í þessu næstfjölmennasta landi heims. 26. apríl 2021 20:01 350.000 greindust með Covid-19 á Indlandi í gær og 2.500 létust Bretar, Bandaríkjamenn og Evrópusambandið undirbúa nú aðstoð til handa Indverjum en kórónuveirufaraldurinn er nú á háalvarlegu stigi í landinu. Tæplega þrjúhundruð og fimmtíuþúsund manns greindust smituð þar í gær og um 2.500 létust. 26. apríl 2021 07:30 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Koma Indverjum til aðstoðar Fjöldi ríkja kemur nú Indverjum til aðstoðar en kórónuveirufaraldurinn er í hæstu hæðum í þessu næstfjölmennasta landi heims. 26. apríl 2021 20:01
350.000 greindust með Covid-19 á Indlandi í gær og 2.500 létust Bretar, Bandaríkjamenn og Evrópusambandið undirbúa nú aðstoð til handa Indverjum en kórónuveirufaraldurinn er nú á háalvarlegu stigi í landinu. Tæplega þrjúhundruð og fimmtíuþúsund manns greindust smituð þar í gær og um 2.500 létust. 26. apríl 2021 07:30