Ætla að gefa 60 milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2021 21:27 Joe Biden Bandaríkjaforseti. getty/Chip Somodevilla Bandarísk stjórnvöld hyggjast deila 60 milljón skömmtum af bóluefni AstraZeneca með öðrum ríkjum á næstu mánuðum. Bóluefninu verður dreift til annarra landa um leið og nægar byrgðir eru til af því að sögn Hvíta hússins. Bóluefni AstraZeneca hefur þegar verið gefið víða um heim en enn hefur lyfjaeftirlit Bandaríkjanna ekki veitt efninu markaðsleyfi. Þrátt fyrir það hefur ríkið verið að safna birgðum af bóluefninu. Bandaríkin, sem hafa tryggt sér mun fleiri skammta af bóluefnum gegn Covid-19 en þau þurfa sjálf, hafa verið beitt miklum þrýstingi til að deila bóluefnaskömmtunum sem þau hafa tryggt sér. Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því í síðasta mánuði að gefa Mexíkó og Kanada alls fjórar milljónir skammta af AstraZeneca bóluefninu. Bæði ríkin hafa þegar veitt bóluefninu markaðsleyfi. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu frá því í dag segir að um leið og bóluefni AstraZeneca verði veitt markaðsleyfi muni tíu milljónir bóluefnaskammta fara í dreifingu í Bandaríkjunum. Þá eiga Bandaríkin von á fimmtíu milljónum skammta til viðbótar. Jan Psaki, talskona Hvíta hússins, sagði á blaðamannafundi í dag að starfsmenn lyfjaeftirlits Bandaríkjanna muni gera öryggisprófanir á bóluefninu áður en það verði sent til annarra ríkja. Þá tilkynntu bandarísk yfirvöld á dögunum að þau hyggist gefa indverskum bóluefnaframleiðendum hráefni í framleiðslu bóluefnis en ástandið á Indlandi er um þessar mundir grafalvarlegt. Sjúkrahús hafa ekki í við fjölda sjúklinga og súrefni er af skornum skammti. Biden lofaði einnig í símtali í dag við forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, að Bandaríkin myndu bregðast við neyðinni á Indlandi. Hyggst hann senda „súrefnistengdar vörur, hráefni í bóluefni og önnur aðföng“ til Indlands. Bandaríkin Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Koma Indverjum til aðstoðar Fjöldi ríkja kemur nú Indverjum til aðstoðar en kórónuveirufaraldurinn er í hæstu hæðum í þessu næstfjölmennasta landi heims. 26. apríl 2021 20:01 350.000 greindust með Covid-19 á Indlandi í gær og 2.500 létust Bretar, Bandaríkjamenn og Evrópusambandið undirbúa nú aðstoð til handa Indverjum en kórónuveirufaraldurinn er nú á háalvarlegu stigi í landinu. Tæplega þrjúhundruð og fimmtíuþúsund manns greindust smituð þar í gær og um 2.500 létust. 26. apríl 2021 07:30 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Bóluefni AstraZeneca hefur þegar verið gefið víða um heim en enn hefur lyfjaeftirlit Bandaríkjanna ekki veitt efninu markaðsleyfi. Þrátt fyrir það hefur ríkið verið að safna birgðum af bóluefninu. Bandaríkin, sem hafa tryggt sér mun fleiri skammta af bóluefnum gegn Covid-19 en þau þurfa sjálf, hafa verið beitt miklum þrýstingi til að deila bóluefnaskömmtunum sem þau hafa tryggt sér. Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því í síðasta mánuði að gefa Mexíkó og Kanada alls fjórar milljónir skammta af AstraZeneca bóluefninu. Bæði ríkin hafa þegar veitt bóluefninu markaðsleyfi. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu frá því í dag segir að um leið og bóluefni AstraZeneca verði veitt markaðsleyfi muni tíu milljónir bóluefnaskammta fara í dreifingu í Bandaríkjunum. Þá eiga Bandaríkin von á fimmtíu milljónum skammta til viðbótar. Jan Psaki, talskona Hvíta hússins, sagði á blaðamannafundi í dag að starfsmenn lyfjaeftirlits Bandaríkjanna muni gera öryggisprófanir á bóluefninu áður en það verði sent til annarra ríkja. Þá tilkynntu bandarísk yfirvöld á dögunum að þau hyggist gefa indverskum bóluefnaframleiðendum hráefni í framleiðslu bóluefnis en ástandið á Indlandi er um þessar mundir grafalvarlegt. Sjúkrahús hafa ekki í við fjölda sjúklinga og súrefni er af skornum skammti. Biden lofaði einnig í símtali í dag við forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, að Bandaríkin myndu bregðast við neyðinni á Indlandi. Hyggst hann senda „súrefnistengdar vörur, hráefni í bóluefni og önnur aðföng“ til Indlands.
Bandaríkin Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Koma Indverjum til aðstoðar Fjöldi ríkja kemur nú Indverjum til aðstoðar en kórónuveirufaraldurinn er í hæstu hæðum í þessu næstfjölmennasta landi heims. 26. apríl 2021 20:01 350.000 greindust með Covid-19 á Indlandi í gær og 2.500 létust Bretar, Bandaríkjamenn og Evrópusambandið undirbúa nú aðstoð til handa Indverjum en kórónuveirufaraldurinn er nú á háalvarlegu stigi í landinu. Tæplega þrjúhundruð og fimmtíuþúsund manns greindust smituð þar í gær og um 2.500 létust. 26. apríl 2021 07:30 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Koma Indverjum til aðstoðar Fjöldi ríkja kemur nú Indverjum til aðstoðar en kórónuveirufaraldurinn er í hæstu hæðum í þessu næstfjölmennasta landi heims. 26. apríl 2021 20:01
350.000 greindust með Covid-19 á Indlandi í gær og 2.500 létust Bretar, Bandaríkjamenn og Evrópusambandið undirbúa nú aðstoð til handa Indverjum en kórónuveirufaraldurinn er nú á háalvarlegu stigi í landinu. Tæplega þrjúhundruð og fimmtíuþúsund manns greindust smituð þar í gær og um 2.500 létust. 26. apríl 2021 07:30