Endurnýjun ekki til marks um óánægju með þingflokkinn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. apríl 2021 19:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna. Vísir/vilhelm Mikil endurnýjun verður í þingflokki Vinstri Grænna í haust. Nýir oddvitar eru í öllum kjördæmum þar sem forval hefur farið fram og þingmönnum hefur ítrekað verið hafnað. Formaður Vinstri Grænna telur þetta ekki endurspegla óánægju. Það var ljóst að nokkur endurnýjun yrði í oddvitasætum þar sem þeir Ari Trausti Guðmundsson og Steingrímur J. Sigfússon eru að hætta þingmennsku og Rósa Björk Brynjólfsdóttir er gengin í Samfylkinguna. Þrjú oddvitasæti voru því laus en í gær urðu fjórðu oddvitaskiptin þegar Lilja Rafney Magnúsdóttir tapaði sínu sæti í Norðvesturkjördæmi til sveitarstjórnarmannsins Bjarna Jónsonar. Fólk utan þingflokksins vermir nú öll efstu sætin þar sem forval hefur farið fram. Óli Halldórsson í Norðausturkjördæmi, Hólmfríður Árnadóttir í Suðurkjördæmi og Guðmundur Ingi Guðbrandssson, umhverfis- og auðlindaráðherra í Suðvesturkjördæmi. Þingmenn flokksins sem hafa sóst eftir fyrsta sæti á lista hafa ekki haft erindi sem erfiði og eiga nú á hættu að missa þingsæti miðað við niðurstöður síðustu kosninga. Kolbeinn Óttarsson Proppé sem lenti í fjórða sæti í Suðurkjördæmi ætlar þó að reyna aftur við forvalið í Reykjavíkurkjördæmunum í miðjum maí. Þar gefa Katrín Jakobsdótir og Svandís Svavarsdóttir einar kost á sér í fyrsta sæti. Ekki stór málefnalegur ágreiningur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, telur það að þingmönnum hafi ítrekað verið hafnað ekki til marks um óánægju með þingflokkinn. „Ég hef ekki orðið vör við þá óánægju og held í raun og veru, ef við reynum að greina þetta út frá málefnum að það sé ekki stór málefnalegur ágreiningur. En ég held vissulega að það sé mikill áhugi á því að taka þátt,“ segir Katrín. Hún telur flokksmenn ekki vera að láta í ljós óánægju með stjórnarsamstarfið, þau sem skipi oddvitasætin hafi ekki talað gegn því. „Ég held að þetta snúist meira bara um að sums staðar hafa ekki verið forvöl lengi og það er stemning fyrir því að láta verulega að sér kveða.“ Bjarni Jónsson, nýr oddviti í Norðvesturkjördæmi, sagðist í samtali við fréttastofu í dag telja góða þátttöku í forvalinu endurspegla mikinn áhuga. Hans áherslur hafi hlotið góðan hljómgrunn. „Ég tengi þetta ekki við það sem er að gerast í öðrum kjördæmum. Ég legg bara það á borðið sem ég stend fyrir og vinn fyrir og ég held að það hafi hlotið góðan hljómgrunn. Þess vegna hafi ég unnið þennan afgerandi sigur í kosningunni. En ég legg áherslu á að Lilja Rafney fékk líka fína kosningu og góðan stuðning,“ sagði Bjarni. Lilja Rafney sagðist í færslu á Facebook í dag ætla að nýta næstu daga til þess að íhuga framhaldið í pólitíkinni. Hún þakkar góðan stuðning en segist hafa átt von á þessari niðurstöðu. „Ég þakka öllu því góða fólki sem studdi mig í Forvali VG um helgina. Ég fékk mikinn stuðning sem dugði þó ekki til þess að leiða lista VG áfram. Ég átti von á uppstokkun þegar félögum fjölgaði um 500 manns síðustu vikurnar. En svona eru leikreglurnar og umhugsunarvert til framtíðar litið hvað er besta fyrirkomulagið í vali á frambjóðendum,“ segir Lilja. Alþingi Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Það var ljóst að nokkur endurnýjun yrði í oddvitasætum þar sem þeir Ari Trausti Guðmundsson og Steingrímur J. Sigfússon eru að hætta þingmennsku og Rósa Björk Brynjólfsdóttir er gengin í Samfylkinguna. Þrjú oddvitasæti voru því laus en í gær urðu fjórðu oddvitaskiptin þegar Lilja Rafney Magnúsdóttir tapaði sínu sæti í Norðvesturkjördæmi til sveitarstjórnarmannsins Bjarna Jónsonar. Fólk utan þingflokksins vermir nú öll efstu sætin þar sem forval hefur farið fram. Óli Halldórsson í Norðausturkjördæmi, Hólmfríður Árnadóttir í Suðurkjördæmi og Guðmundur Ingi Guðbrandssson, umhverfis- og auðlindaráðherra í Suðvesturkjördæmi. Þingmenn flokksins sem hafa sóst eftir fyrsta sæti á lista hafa ekki haft erindi sem erfiði og eiga nú á hættu að missa þingsæti miðað við niðurstöður síðustu kosninga. Kolbeinn Óttarsson Proppé sem lenti í fjórða sæti í Suðurkjördæmi ætlar þó að reyna aftur við forvalið í Reykjavíkurkjördæmunum í miðjum maí. Þar gefa Katrín Jakobsdótir og Svandís Svavarsdóttir einar kost á sér í fyrsta sæti. Ekki stór málefnalegur ágreiningur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, telur það að þingmönnum hafi ítrekað verið hafnað ekki til marks um óánægju með þingflokkinn. „Ég hef ekki orðið vör við þá óánægju og held í raun og veru, ef við reynum að greina þetta út frá málefnum að það sé ekki stór málefnalegur ágreiningur. En ég held vissulega að það sé mikill áhugi á því að taka þátt,“ segir Katrín. Hún telur flokksmenn ekki vera að láta í ljós óánægju með stjórnarsamstarfið, þau sem skipi oddvitasætin hafi ekki talað gegn því. „Ég held að þetta snúist meira bara um að sums staðar hafa ekki verið forvöl lengi og það er stemning fyrir því að láta verulega að sér kveða.“ Bjarni Jónsson, nýr oddviti í Norðvesturkjördæmi, sagðist í samtali við fréttastofu í dag telja góða þátttöku í forvalinu endurspegla mikinn áhuga. Hans áherslur hafi hlotið góðan hljómgrunn. „Ég tengi þetta ekki við það sem er að gerast í öðrum kjördæmum. Ég legg bara það á borðið sem ég stend fyrir og vinn fyrir og ég held að það hafi hlotið góðan hljómgrunn. Þess vegna hafi ég unnið þennan afgerandi sigur í kosningunni. En ég legg áherslu á að Lilja Rafney fékk líka fína kosningu og góðan stuðning,“ sagði Bjarni. Lilja Rafney sagðist í færslu á Facebook í dag ætla að nýta næstu daga til þess að íhuga framhaldið í pólitíkinni. Hún þakkar góðan stuðning en segist hafa átt von á þessari niðurstöðu. „Ég þakka öllu því góða fólki sem studdi mig í Forvali VG um helgina. Ég fékk mikinn stuðning sem dugði þó ekki til þess að leiða lista VG áfram. Ég átti von á uppstokkun þegar félögum fjölgaði um 500 manns síðustu vikurnar. En svona eru leikreglurnar og umhugsunarvert til framtíðar litið hvað er besta fyrirkomulagið í vali á frambjóðendum,“ segir Lilja.
Alþingi Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent