Katrín: Stórfyrirtæki sem misbjóða samfélaginu missa virðinguna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. apríl 2021 18:25 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var ásamt öðrum ráðherrum innt eftir svörum um Samherjamálið á Alþingi í dag. vísir/Vilhelm Mennta- og menningarmálaráðherra segir Samherja hafa gengið of langt í viðbrögðum sínum við umfjöllun um fyrirtækið. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens blandaði sér í deilur Samherja við Ríkisútvarpið um helgina og í færslu sem vakti mikla athygli sagði hann sláandi að þingmenn þegi yfir málinu. Segja má að þingheimur hafi svarað kallinu og hefur hver á fætur öðrum fordæmt aðfarir Samherja í dag með greinarskrifum og færslum á Facebook. Fyrirtækið hefur jafnframt verið til umræðu á Alþingi og þá einnig í tengslum við viðtal Stundarinnar við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra, sem birtist fyrir helgi. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. „Varnir fyrirtækisins hafa ekki falist í því að hrekja það efnislega sem kom fram í þessum þáttum [Kveik] heldur hinu að sverta heimildarmenn og veitast að fréttamönnum sem efnið unnu með kærumálinu til siðanefndar og dreifingu á áróðursmyndböndum, þar sem sérstaklega hefur verið vegið að Helga Seljan, fréttamanninum sem bar hitann og þungann af þessari þáttagerð,” sagði Guðmundur og innti Lilju eftir hennar skoðun á athæfinu. Lilja sagði Samherja hafa gengið of langt. „Hann gengur of langt í sínum viðbrögðum og mér finnst eins og þau séu að þetta sé gert til að að þreyta laxinn, að vonast til þess að hann gefist upp, en þessi lax sem þeir eru að fást við bregst frekar þannig við að hann er að styrkjast,” sagði Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir Samherja hafa gengið of langt.Vísir/Vilhelm Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, jafnframt hvort gripið yrði til aðgerða vegna myndbandsherferðar Samherja. „Það er nokkuð ljóst að Samherja þykir það fullkomlega eðlilegt að nota auðlindarentu þjóðarinnar í rógburðarherferð og mannorðsmorð gagnvart Helga Seljan sem nú stendur yfir,” sagði Olga. „Ætlar hæstvirtur forsætisráðherra að láta það óátalið að verið sé að nota auðlindarentu þjóðarinnar í rógburð og mannorðsmorð gagnvart fjölmiðlamanni sem gerði það sem hans fagstétt á einmitt að gera og benti á spillingu Samherja?” Katrín svaraði vísaði í tjáningarfrelsið. „Það er auðvitað flókið að setja tjáningarfrelsinu skorður en stórfyrirtækin sem mikil ítök hafa í samfélaginu, ef þau misbjóða samfélaginu með málflutningi sínum þá munu þau missa virðingu þess sama samfélags,” sagði Katrín. „Ég held að það sé mjög flókið að setja tjáningarfrelsinu skorður í þeim efnum. Við getum sett skýrar reglur um auðlindanotkunina, stutt betur við fjölmiðla til að sinna sínu hlutverki. En ég held líka að ef menn misbjóða samfélaginu með málflutningi sínum muni það hafa áhrif á þeirra stöðu í samfélaginu.” Alþingi Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga lífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens blandaði sér í deilur Samherja við Ríkisútvarpið um helgina og í færslu sem vakti mikla athygli sagði hann sláandi að þingmenn þegi yfir málinu. Segja má að þingheimur hafi svarað kallinu og hefur hver á fætur öðrum fordæmt aðfarir Samherja í dag með greinarskrifum og færslum á Facebook. Fyrirtækið hefur jafnframt verið til umræðu á Alþingi og þá einnig í tengslum við viðtal Stundarinnar við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra, sem birtist fyrir helgi. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. „Varnir fyrirtækisins hafa ekki falist í því að hrekja það efnislega sem kom fram í þessum þáttum [Kveik] heldur hinu að sverta heimildarmenn og veitast að fréttamönnum sem efnið unnu með kærumálinu til siðanefndar og dreifingu á áróðursmyndböndum, þar sem sérstaklega hefur verið vegið að Helga Seljan, fréttamanninum sem bar hitann og þungann af þessari þáttagerð,” sagði Guðmundur og innti Lilju eftir hennar skoðun á athæfinu. Lilja sagði Samherja hafa gengið of langt. „Hann gengur of langt í sínum viðbrögðum og mér finnst eins og þau séu að þetta sé gert til að að þreyta laxinn, að vonast til þess að hann gefist upp, en þessi lax sem þeir eru að fást við bregst frekar þannig við að hann er að styrkjast,” sagði Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir Samherja hafa gengið of langt.Vísir/Vilhelm Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, jafnframt hvort gripið yrði til aðgerða vegna myndbandsherferðar Samherja. „Það er nokkuð ljóst að Samherja þykir það fullkomlega eðlilegt að nota auðlindarentu þjóðarinnar í rógburðarherferð og mannorðsmorð gagnvart Helga Seljan sem nú stendur yfir,” sagði Olga. „Ætlar hæstvirtur forsætisráðherra að láta það óátalið að verið sé að nota auðlindarentu þjóðarinnar í rógburð og mannorðsmorð gagnvart fjölmiðlamanni sem gerði það sem hans fagstétt á einmitt að gera og benti á spillingu Samherja?” Katrín svaraði vísaði í tjáningarfrelsið. „Það er auðvitað flókið að setja tjáningarfrelsinu skorður en stórfyrirtækin sem mikil ítök hafa í samfélaginu, ef þau misbjóða samfélaginu með málflutningi sínum þá munu þau missa virðingu þess sama samfélags,” sagði Katrín. „Ég held að það sé mjög flókið að setja tjáningarfrelsinu skorður í þeim efnum. Við getum sett skýrar reglur um auðlindanotkunina, stutt betur við fjölmiðla til að sinna sínu hlutverki. En ég held líka að ef menn misbjóða samfélaginu með málflutningi sínum muni það hafa áhrif á þeirra stöðu í samfélaginu.”
Alþingi Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga lífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira