Krossar fingur að gripið hafi verið nógu snemma inn í Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. apríl 2021 10:48 Fjórir af sama vinnustaðnum greindust með Covid19 í gær. Vísir/Vilhelm Hópsmit kom upp í Ölfusi í gær þegar fjórir einstaklingar af sama vinnustaðnum greindust með kórónuveiruna. Bæjarstjórinn segir fólk áhyggjufullt en vonar að gripið hafi verið inn í nógu snemma. Þá greindist barn í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri með kórónuveiruna á laugardag og eru nú níutíu nemendur og þrjátíu starfsmenn komnir í sóttkví. Undir miðnætti í gærkvöld bárust þær upplýsingar að hópsmit hefði komið upp á vinnustað í Þorlákshöfn. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að verið sé að reyna að ná utan um málið og að boða alla í skimun sem gætu hafa verið útsettir. „Við erum að vona að viðbrögðin hafi verið það snemmtæk að þetta hafi ekki náð mikilli útbreiðslu í samfélaginu en það er þó aldrei á vísan að róa,” segir Elliði. Hann segir að sveitarfélagið hafi verið að mestu smitfrítt undanfarnar vikur. „Við höfum sloppið nokkuð vel í gegnum þetta ástand. Það hafa sannarlega komið upp smit í sveitarfélaginu, þar með talið sonur minn sem fékk covid smit og var einn af þeim fyrstu. En við höfum ekki fengið mikið af þessum hópsmitum. Þetta er fyrsti vinnustaðurinn sem við finnum að verður fyrir einhverju sem gæti orðið útbreiddara.” Fólk sé nokkuð áhyggjufullt. „Fólk verður óttaslegið. Það er kannski sá munur á núna og áður að veiran er að stinga sér meira í yngri hópana. Ég finn að fólk veltir mikið vöngum og er dálítið skelkað hvað varðar skólana. En ég finn það líka að viðbragð dregur úr óttanum. Það er mikil tiltrú á þetta kerfi sem við erum búin að þróa og maður verður svo var við það þegar svona gerist hvað boðleiðirnar eru stuttar, hvað viðbrögðin eru fumlaus og með það að vopni þá leyfir maður sér að vera bjartsýnn.” Sveitarfélagið hefur skerpt á almennum reglum sem snúa meðal annars að sprittun og grímuskyldu, dregið hefur verið úr blöndun innan stofnana og skólarnir fara í skilgreindari hólf, svo dæmi séu tekin. „Við byrjuðum strax klukkan sjö í morgun að undirbúa breytingar hjá okkur,” segir Elliði. „Kannski eftir því sem veiran er nær manni verður maður enn meðvitaðri um þessar almennu reglur. En við höfum enn ekki þurft að grípa til neinna lokana og erum að vona að þetta sé minna útbreitt en orðið hefði ef ekki hefði strax verið gripið til aðgerða.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Undir miðnætti í gærkvöld bárust þær upplýsingar að hópsmit hefði komið upp á vinnustað í Þorlákshöfn. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að verið sé að reyna að ná utan um málið og að boða alla í skimun sem gætu hafa verið útsettir. „Við erum að vona að viðbrögðin hafi verið það snemmtæk að þetta hafi ekki náð mikilli útbreiðslu í samfélaginu en það er þó aldrei á vísan að róa,” segir Elliði. Hann segir að sveitarfélagið hafi verið að mestu smitfrítt undanfarnar vikur. „Við höfum sloppið nokkuð vel í gegnum þetta ástand. Það hafa sannarlega komið upp smit í sveitarfélaginu, þar með talið sonur minn sem fékk covid smit og var einn af þeim fyrstu. En við höfum ekki fengið mikið af þessum hópsmitum. Þetta er fyrsti vinnustaðurinn sem við finnum að verður fyrir einhverju sem gæti orðið útbreiddara.” Fólk sé nokkuð áhyggjufullt. „Fólk verður óttaslegið. Það er kannski sá munur á núna og áður að veiran er að stinga sér meira í yngri hópana. Ég finn að fólk veltir mikið vöngum og er dálítið skelkað hvað varðar skólana. En ég finn það líka að viðbragð dregur úr óttanum. Það er mikil tiltrú á þetta kerfi sem við erum búin að þróa og maður verður svo var við það þegar svona gerist hvað boðleiðirnar eru stuttar, hvað viðbrögðin eru fumlaus og með það að vopni þá leyfir maður sér að vera bjartsýnn.” Sveitarfélagið hefur skerpt á almennum reglum sem snúa meðal annars að sprittun og grímuskyldu, dregið hefur verið úr blöndun innan stofnana og skólarnir fara í skilgreindari hólf, svo dæmi séu tekin. „Við byrjuðum strax klukkan sjö í morgun að undirbúa breytingar hjá okkur,” segir Elliði. „Kannski eftir því sem veiran er nær manni verður maður enn meðvitaðri um þessar almennu reglur. En við höfum enn ekki þurft að grípa til neinna lokana og erum að vona að þetta sé minna útbreitt en orðið hefði ef ekki hefði strax verið gripið til aðgerða.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira