„Algjört kerfishrun“: Kórónuveirufaraldurinn hömlulaus á Indlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. apríl 2021 22:43 Bálstofur hafa gripið til þess ráðs að brenna fjölda líka á opnum bálköstum. epa/Divyakant Solanki Hæstiréttur Indlands hefur kallað stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu „neyðarástand“. En ástandið er verra, segir blaðamaður BBC. „Þetta er algjört kerfishrun,“ hefur hann eftir helsta veirufræðingi Indlands. 332.730 greindust með SARS-CoV-2 á Indlandi síðasta sólahringinn og 2.263 létu lífið. Sjúkrahús eru yfirfull og súrefnisbirgðir af skornum skammti. Á hverjum degi taka heilbrigðisstarfsmenn við símtölum frá einstaklingum sem grátbiðja um aðstoð til handa veikum fjölskyldumeðlimum en fá ekkert að gert. „Allar símalínur eru uppteknar. Fólk hringir stöðugt í hjálparlínuna. Það er öngþveiti fyrir utan spítalann; þar standa sjúkrabifreiðar og sjúklingar um borð sem bíða eftir því að komast að. En vandinn er að það er ekkert pláss,“ segir Atul Gogia, ráðgjafi á Sir Ganga Ram-sjúkrahúsinu í Delí. Leitað er allra leiða til að útskrifa sjúklinga um leið og þeir eru „stöðugir“. Soutik Biswas, blaðamaður sem starfar fyrir BBC, segist vakna á hverjum morgni við örvæntingafullar símhringingar. Fólk sé á höttunum eftir sjúkraplássum, lyfjum, súrefni og jafnvel blóðvökva fyrir ættingja og vini. Fólk óttist að veiran sé „í dyragættinni“ og að heilu skýjakljúfunum hafi verið lokað vegna fjölda sýkinga. Dagar og nætur einkennist af ráðaleysi, kvíða og ótta. „Vondu fréttirnar eru óstöðvandi,“ segir hann. Heilbrigðisstarfsmenn hafa grátbeðið stjórnvöld um að grípa til aðgerða en staðan virðist versna dag frá degi.epa/Divyakant Solanki Súrefnisbirgðir eru næstum á þrotum í ríkjum á borð við Maharashtra, sem hefur orðið hvað verst úti, Gujarat, Uttar Pradesh og Haryana. Herinn hefur verið kallaður til til að aðstoða við dreifingu súrefnis um landið. Ástandið má meðal annars rekja til máttlausra sóttvarnaaðgerða og sinnuleysis. Milljónir tóku til að mynda þátt í hátíðarhöldum í tilefni Kumbh Mela, sem náði hámarki þegar gríðarlegur fjöldi óð út í Ganges-á. Auk nýs inversks afbrigðis af SARS-CoV-2, sem virðist hafa tvær stökkbreytingar, er hið svokallaða breska afbrigði útbreitt í Punjab, Maharashtra og Delí. „Okkur eru að berast símtöl frá sjúklingum, náskomnum, nágrönnum; þeir biðla til okkar um að taka á móti ástvinum sínum. En því miður er ástandið þannig að þrátt fyrir að við séum að gera okkar besta þá er fjöldi sjúklinga sem okkur tekst ekki að aðstoða,“ Saswati Sinha, sérfræðingur í bráðalækninum í borginin Kalkútta. Umfjöllun BBC. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
332.730 greindust með SARS-CoV-2 á Indlandi síðasta sólahringinn og 2.263 létu lífið. Sjúkrahús eru yfirfull og súrefnisbirgðir af skornum skammti. Á hverjum degi taka heilbrigðisstarfsmenn við símtölum frá einstaklingum sem grátbiðja um aðstoð til handa veikum fjölskyldumeðlimum en fá ekkert að gert. „Allar símalínur eru uppteknar. Fólk hringir stöðugt í hjálparlínuna. Það er öngþveiti fyrir utan spítalann; þar standa sjúkrabifreiðar og sjúklingar um borð sem bíða eftir því að komast að. En vandinn er að það er ekkert pláss,“ segir Atul Gogia, ráðgjafi á Sir Ganga Ram-sjúkrahúsinu í Delí. Leitað er allra leiða til að útskrifa sjúklinga um leið og þeir eru „stöðugir“. Soutik Biswas, blaðamaður sem starfar fyrir BBC, segist vakna á hverjum morgni við örvæntingafullar símhringingar. Fólk sé á höttunum eftir sjúkraplássum, lyfjum, súrefni og jafnvel blóðvökva fyrir ættingja og vini. Fólk óttist að veiran sé „í dyragættinni“ og að heilu skýjakljúfunum hafi verið lokað vegna fjölda sýkinga. Dagar og nætur einkennist af ráðaleysi, kvíða og ótta. „Vondu fréttirnar eru óstöðvandi,“ segir hann. Heilbrigðisstarfsmenn hafa grátbeðið stjórnvöld um að grípa til aðgerða en staðan virðist versna dag frá degi.epa/Divyakant Solanki Súrefnisbirgðir eru næstum á þrotum í ríkjum á borð við Maharashtra, sem hefur orðið hvað verst úti, Gujarat, Uttar Pradesh og Haryana. Herinn hefur verið kallaður til til að aðstoða við dreifingu súrefnis um landið. Ástandið má meðal annars rekja til máttlausra sóttvarnaaðgerða og sinnuleysis. Milljónir tóku til að mynda þátt í hátíðarhöldum í tilefni Kumbh Mela, sem náði hámarki þegar gríðarlegur fjöldi óð út í Ganges-á. Auk nýs inversks afbrigðis af SARS-CoV-2, sem virðist hafa tvær stökkbreytingar, er hið svokallaða breska afbrigði útbreitt í Punjab, Maharashtra og Delí. „Okkur eru að berast símtöl frá sjúklingum, náskomnum, nágrönnum; þeir biðla til okkar um að taka á móti ástvinum sínum. En því miður er ástandið þannig að þrátt fyrir að við séum að gera okkar besta þá er fjöldi sjúklinga sem okkur tekst ekki að aðstoða,“ Saswati Sinha, sérfræðingur í bráðalækninum í borginin Kalkútta. Umfjöllun BBC.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira