Steindautt jafntefli á Elland Road 25. apríl 2021 15:10 Fátt var um fína drætti á Elland Road í dag. Getty Images/Laurence Griffiths Leeds United og Manchester United skildu jöfn, 0-0, í tilþrifalitlum leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þeir síðarnefndu misstu af tækifæri til að setja pressu á granna sína frá Manchester-borg í titilbarátunni. Fátt er hægt að taka til úr leik liðanna í dag sem var ekki mikið fyrir augað. Luke Shaw hefði getað fengið á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar hann var talinn handleika knöttinn innan teigs en myndbandsdómarar voru ekki á því. Leiknum lauk 0-0 og er Manchester United með 67 stig í öðru sæti, tíu frá toppliði Manchester City, þegar fimm leikir eru eftir. Stigið skýtur Leeds upp fyrir Arsenal í níunda sæti þar sem þeir hvítklæddu eru með 47 stig. Enski boltinn
Leeds United og Manchester United skildu jöfn, 0-0, í tilþrifalitlum leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þeir síðarnefndu misstu af tækifæri til að setja pressu á granna sína frá Manchester-borg í titilbarátunni. Fátt er hægt að taka til úr leik liðanna í dag sem var ekki mikið fyrir augað. Luke Shaw hefði getað fengið á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar hann var talinn handleika knöttinn innan teigs en myndbandsdómarar voru ekki á því. Leiknum lauk 0-0 og er Manchester United með 67 stig í öðru sæti, tíu frá toppliði Manchester City, þegar fimm leikir eru eftir. Stigið skýtur Leeds upp fyrir Arsenal í níunda sæti þar sem þeir hvítklæddu eru með 47 stig.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti