Mikilvægur sigur Chelsea í Meistaradeildarbaráttunni Anton Ingi Leifsson skrifar 24. apríl 2021 18:22 Werner fagnar sigurmarkinu á meðan leikmenn West Ham svekkja sig. Justin Setterfield/Getty Chelsea vann ansi öflugan 1-0 sigur á West Ham á útivelli er liðin mættust í 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Chelsea er á leið í undanúrslitaleik í Meistaradeildinni í næstu viku en Thomas Tuchel var ekkert að spara marga menn. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en það voru gestirnir sem komust yfir undir lok fyrri hálfleiks. Eftir góða sókn gaf Ben Chilwell frábæra sendingu fyrir markið þar sem Timo Werner kom askvaðandi og kláraði færið. 20 - Timo Werner has been directly involved in 20 goals for Chelsea this season (11 goals, 9 assists); the most of any player for the club in all competitions. Threat.— OptaJoe (@OptaJoe) April 24, 2021 Staðan 1-0 fyrir Chelsea í hálfleik en þeir voru nærri því að bæta við öðru markinu í síðari hálfleik en West Ham að jafna. Fátt markvert gerðist þó í síðari hálfleiknum fyrir utan að Fabian Balbuena fékk beint rautt spjald á 82. mínútu. Hann fylgdi á eftir tæklingu inn í Ben Chilwell og eftir skoðun í VARsjánni gaf Chris Kavanagh varnarmanninum beint rautt spjald. 🛑Fabián Balbuena sent off for this follow through on Ben Chilwell...🤔Was it the correct decision? pic.twitter.com/ppoVIz4fFg— SPORF (@Sporf) April 24, 2021 Lokatölur 1-0 en Chelsea er nú í fjórða sætinu með 58 stig. Sæti neðar er West Ham með 55 stig. Enski boltinn
Chelsea vann ansi öflugan 1-0 sigur á West Ham á útivelli er liðin mættust í 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Chelsea er á leið í undanúrslitaleik í Meistaradeildinni í næstu viku en Thomas Tuchel var ekkert að spara marga menn. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en það voru gestirnir sem komust yfir undir lok fyrri hálfleiks. Eftir góða sókn gaf Ben Chilwell frábæra sendingu fyrir markið þar sem Timo Werner kom askvaðandi og kláraði færið. 20 - Timo Werner has been directly involved in 20 goals for Chelsea this season (11 goals, 9 assists); the most of any player for the club in all competitions. Threat.— OptaJoe (@OptaJoe) April 24, 2021 Staðan 1-0 fyrir Chelsea í hálfleik en þeir voru nærri því að bæta við öðru markinu í síðari hálfleik en West Ham að jafna. Fátt markvert gerðist þó í síðari hálfleiknum fyrir utan að Fabian Balbuena fékk beint rautt spjald á 82. mínútu. Hann fylgdi á eftir tæklingu inn í Ben Chilwell og eftir skoðun í VARsjánni gaf Chris Kavanagh varnarmanninum beint rautt spjald. 🛑Fabián Balbuena sent off for this follow through on Ben Chilwell...🤔Was it the correct decision? pic.twitter.com/ppoVIz4fFg— SPORF (@Sporf) April 24, 2021 Lokatölur 1-0 en Chelsea er nú í fjórða sætinu með 58 stig. Sæti neðar er West Ham með 55 stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti