Svandís krossar fingurna og telur ósætti litast af komandi kosningum Snorri Másson skrifar 23. apríl 2021 12:41 Svandís Svavarsdóttir ræddi við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fegin að heyra frá sóttvarnalækni að smitin sem greinist þessa dagana helgist af afmörkuðum hópsmitum af Covid-19. Hún vonast til þess að næstu aðgerðir séu afléttingar frekar en herðingar. Gildandi reglugerð innanlands á að gilda fram í maí og óráðið hvað þá tekur við. „Ég er aðallega í því núna að krossa puttana yfir því að við þurfum ekki að grípa til hertra ráðstafana,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. „Ég er mjög glöð þegar sóttvarnalæknir segir okkur að þetta séu afmörkuð hópsmit í samfélaginu, þó að þetta sé sannarlega enn að dúkka upp hér og þar.“ „Þannig að ég vonast til þess að næstu fréttir verði um afléttingar en ekki herðingar,“ segir heilbrigðisráðherra. Yfirvofandi kosningar farnar að segja til sín Frumvarp Svandísar um skylduvist fólks frá ákveðnum löndum á sóttkvíarhóteli var samþykkt með 28 atkvæðum á Alþingi í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn því. „Ég hefði gjarnan viljað meiri samstöðu um það mál. En ég held að pólitískar vendingar í því máli ráðist líka að hluta til af því að við erum komin á kosningaár. Það er auðvitað mjög dýrmætt í þessu máli og hefur verið okkur mikil gæfa í baráttunni við faraldurinn að við höfum staðið vel saman. Sérstaklega samfélagið sjálft og þjóðin hefur staðið með sóttvarnayfirvöldum. Það eru komnir skruðningar í pólitíska umræðu sem eru umhugsunarefni vegna þess að jafnaði hefur það ekki verið þannig að baráttan við veiruna væri pólitískt bitbein,“ segir Svandís. Viðmið fyrir skyldudvöl lækkuð Svandís tilkynnir í dag eða á morgun um reglugerð um skylduvist farþega eftir komuna til landsins. Hún gaf ekki upp um hvað fælist í henni en hún er samin á grundvelli tillagna sóttvarnalæknis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við Stöð 2 í hádeginu að hún ætti von á að viðmiðin fyrir skylduvist yrðu lækkuð. Upphaflega stóð til að það miðaðist við nýgengi upp á 1000 í viðkomandi landi en þetta verður að líkindum lægra. Ef þau lækka mikið getur svo farið að þau endi við sömu mörk og var ætlunin með allra fyrstu reglugerð um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli, en þar var miðað við 500. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. 22. apríl 2021 14:15 Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. 23. apríl 2021 11:03 Varaþingmaðurinn úr Pírötum sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi Svandísar Aðeins tvö atkvæði voru greidd gegn sóttvarnalagafrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær, þar sem skylduvist á sóttkvíarhóteli var leidd í lög fyrir ákveðna hópa við landamærin. 22. apríl 2021 14:29 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Gildandi reglugerð innanlands á að gilda fram í maí og óráðið hvað þá tekur við. „Ég er aðallega í því núna að krossa puttana yfir því að við þurfum ekki að grípa til hertra ráðstafana,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. „Ég er mjög glöð þegar sóttvarnalæknir segir okkur að þetta séu afmörkuð hópsmit í samfélaginu, þó að þetta sé sannarlega enn að dúkka upp hér og þar.“ „Þannig að ég vonast til þess að næstu fréttir verði um afléttingar en ekki herðingar,“ segir heilbrigðisráðherra. Yfirvofandi kosningar farnar að segja til sín Frumvarp Svandísar um skylduvist fólks frá ákveðnum löndum á sóttkvíarhóteli var samþykkt með 28 atkvæðum á Alþingi í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn því. „Ég hefði gjarnan viljað meiri samstöðu um það mál. En ég held að pólitískar vendingar í því máli ráðist líka að hluta til af því að við erum komin á kosningaár. Það er auðvitað mjög dýrmætt í þessu máli og hefur verið okkur mikil gæfa í baráttunni við faraldurinn að við höfum staðið vel saman. Sérstaklega samfélagið sjálft og þjóðin hefur staðið með sóttvarnayfirvöldum. Það eru komnir skruðningar í pólitíska umræðu sem eru umhugsunarefni vegna þess að jafnaði hefur það ekki verið þannig að baráttan við veiruna væri pólitískt bitbein,“ segir Svandís. Viðmið fyrir skyldudvöl lækkuð Svandís tilkynnir í dag eða á morgun um reglugerð um skylduvist farþega eftir komuna til landsins. Hún gaf ekki upp um hvað fælist í henni en hún er samin á grundvelli tillagna sóttvarnalæknis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við Stöð 2 í hádeginu að hún ætti von á að viðmiðin fyrir skylduvist yrðu lækkuð. Upphaflega stóð til að það miðaðist við nýgengi upp á 1000 í viðkomandi landi en þetta verður að líkindum lægra. Ef þau lækka mikið getur svo farið að þau endi við sömu mörk og var ætlunin með allra fyrstu reglugerð um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli, en þar var miðað við 500.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. 22. apríl 2021 14:15 Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. 23. apríl 2021 11:03 Varaþingmaðurinn úr Pírötum sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi Svandísar Aðeins tvö atkvæði voru greidd gegn sóttvarnalagafrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær, þar sem skylduvist á sóttkvíarhóteli var leidd í lög fyrir ákveðna hópa við landamærin. 22. apríl 2021 14:29 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
„Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. 22. apríl 2021 14:15
Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. 23. apríl 2021 11:03
Varaþingmaðurinn úr Pírötum sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi Svandísar Aðeins tvö atkvæði voru greidd gegn sóttvarnalagafrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær, þar sem skylduvist á sóttkvíarhóteli var leidd í lög fyrir ákveðna hópa við landamærin. 22. apríl 2021 14:29