Þá greindus sex með veiruna á landamærum og þar af bíða fimm eftir niðurstöðu mótefnamælingar. Alls voru tekin 224 sýni á landamærum þar sem nýgengi smita er 5,2.
Í fyrradag greindust tólf með kórónuveiruna og voru þar af tíu í sóttkví en tveir utan sóttkvíar. Þar sem sumardagurinn fyrsti er í dag, sem er frídagur, hafa tölur á covid.is ekki verið uppfærðar frá því í gær. Þá voru alls 786 í sóttkví, 120 í einangrun og þrír á sjúkrahúsi.