Þingfundi frestað enn einu sinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2021 22:04 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra leggur frumvarpið fram. Vísir/vilhelm Þingfundi sem hefjast átti klukkan 21:30 hefur nú verið frestað til klukkan eitt. Fundinum hafði áður verið frestað til 23 og síðan aftur til miðnættis. Afgreiðsla frumvarps heilbrigðisráðherra um sóttvarna- og útlendingalög í velferðarnefnd hefur dregist á langinn og útlit fyrir að umræða um frumvarpið á þingi standi fram á nótt. Fyrstu umræðu um frumvarpið lauk á sjöunda tímanum og málið fór þá til velferðarnefndar, sem fundar enn. Margar athugasemdir voru gerðar við frumvarpið á þingi í dag, líkt og Vísir og Stöð 2 gerðu ítarleg skil. Boðað var til þingfundar að nýju klukkan 21:30 en honum var frestað til 23. Þegar klukkan sló 23 kom Guðjón S. Brjánsson, fyrsti varaforseti alþingis, upp í pontu og frestaði þingfundi um klukkutíma, eða til miðnættis. Hann kom svo aftur upp í pontu á miðnætti og frestaði þingfundi um annan klukkutíma, eða til klukkan eitt. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í velferðarnefnd, segir í samskiptum við Vísi skömmu eftir klukkan 23 að ekki sé útlit fyrir að nefndin ljúki vinnu sinni fyrir miðnætti, þegar þingfundur á að hefjast. Útlit sé fyrir langa nótt á Alþingi. Stefnt er að því að ljúka annarri og þriðju umræðu um frumvarpið í kvöld og að lögin taki gildi á morgun. Þau miða meðal annars að því að taka harðar á þeim sem koma til landsins frá hááhættusvæðum. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í velferðarnefnd, var á meðal þeirra sem setti spurningamerki við frumvarpið í þingsal í dag. Þá sagði hún í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún byggist við því að frumvarpið tæki „þónokkrum breytingum“ í meðförum velferðarnefndar í kvöld. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 00:02. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Gerir fastlega ráð fyrir að frumvarpið taki „þónokkrum breytingum“ í kvöld Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir fastlega ráð fyrir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarnar- og útlendingalögum verði taki þónokkrum breytingum í meðförum velferðarnefndar í kvöld. 21. apríl 2021 19:53 Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarpið lauk á sjöunda tímanum og málið fór þá til velferðarnefndar, sem fundar enn. Margar athugasemdir voru gerðar við frumvarpið á þingi í dag, líkt og Vísir og Stöð 2 gerðu ítarleg skil. Boðað var til þingfundar að nýju klukkan 21:30 en honum var frestað til 23. Þegar klukkan sló 23 kom Guðjón S. Brjánsson, fyrsti varaforseti alþingis, upp í pontu og frestaði þingfundi um klukkutíma, eða til miðnættis. Hann kom svo aftur upp í pontu á miðnætti og frestaði þingfundi um annan klukkutíma, eða til klukkan eitt. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í velferðarnefnd, segir í samskiptum við Vísi skömmu eftir klukkan 23 að ekki sé útlit fyrir að nefndin ljúki vinnu sinni fyrir miðnætti, þegar þingfundur á að hefjast. Útlit sé fyrir langa nótt á Alþingi. Stefnt er að því að ljúka annarri og þriðju umræðu um frumvarpið í kvöld og að lögin taki gildi á morgun. Þau miða meðal annars að því að taka harðar á þeim sem koma til landsins frá hááhættusvæðum. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í velferðarnefnd, var á meðal þeirra sem setti spurningamerki við frumvarpið í þingsal í dag. Þá sagði hún í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún byggist við því að frumvarpið tæki „þónokkrum breytingum“ í meðförum velferðarnefndar í kvöld. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 00:02.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Gerir fastlega ráð fyrir að frumvarpið taki „þónokkrum breytingum“ í kvöld Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir fastlega ráð fyrir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarnar- og útlendingalögum verði taki þónokkrum breytingum í meðförum velferðarnefndar í kvöld. 21. apríl 2021 19:53 Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Gerir fastlega ráð fyrir að frumvarpið taki „þónokkrum breytingum“ í kvöld Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir fastlega ráð fyrir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarnar- og útlendingalögum verði taki þónokkrum breytingum í meðförum velferðarnefndar í kvöld. 21. apríl 2021 19:53
Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20
Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16