Umfjöllun: Tindastóll-Þór Ak. 117-65 | Niðurlæging í Síkinu Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2021 21:14 Stólarnir þurfa á sigri að halda. Vísir/Vilhelm Tindastóll gerði sér lítið fyrir og niðurlægði Þór Akureyri í Domino's deild karla í kvöld. Lokatölur 117-65. Domino's deild karla byrjaði aftur að rúlla í kvöld eftir hlé eftir kórónuveirutakmarkanir og Tindastóll kom inn í deildina af krafti. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhlutanum en Tindastóll var fimm stigum yfir eftir kaflaskiptan fyrsta leikhluta. 21-16 stóðu leikar. Í öðrum leikhlutanum rigndi þristunum niður hjá Stólunum. Þeir opnuðu annan leikhlutann á þremur þristum og troðslu og gáfu tóninn fyrir það sem koma skyldi. Þristunum hélt áfram að rigna og Þórsarar áttu engin svör. Nákvæmlega engin svör. Stólarnir gerðu 34 stig í öðrum leikhlutanum gegn sextán stigum Þórsara og voru 55-32 yfir í hálfleik. Þriggja stiga sýning Tindastóls hélt áfram í síðari hálfleik og þeir litu virkilega vel út í kvöld. Langt inn í þriðja leikhlutann voru þeir með yfir 60% þriggja stiga nýtingu. Leiknum var í raun lokið í byrjun þriðja leikhluta en Stólarnir voru með tögl og haldir á leiknum. Lokatölurnar urðu 117-65 sigur Tindastóls. Af hverju vann Tindastóll? Það var kraftur, áræðni, gleði og vilji í Tindastóls liðinu. Það er auðvitað auðvelt að hafa þetta að leiðarljósi þegar þú ert að rúlla yfir andstæðinginn en leikurinn í kvöld gefur Stólunum vonir fyrir framhaldið. Þeir hittu ansi vel og hittnin skildi liðin að í kvöld. Einnig tóku Tindastóll fimmtán fráköstum fleira en gestirnir frá Akureyri sem voru heillum horfnir í Síkinu í kvöld. Þeim var sökkt. Hverjir stóðu upp úr? Pétur Rúnar Birgisson. 25 stig, fimm fráköst og ellefu stoðsendingar. Takk fyrir mig. Nikolas Tomsick bætti svo við 23 stigum og níu fráköstum en ansi margir lögðu sitt á vogarskálarnar hjá heimamönnum í kvöld. Hjá gestunum; fátt eða í raun ekkert um fína drætti. Dedrick Deon Basile stigahæstur með fimmtán stig. Hvað gekk illa? Þórsliðið hefur verið þekkt fyrir baráttugleði sína og kraftmikinn leik en þeir voru heillum horfnir í kvöld. Þeir gátu í raun ekkert og var ansi óvanalegt að sjá Þórs-liðið svona. Auðvitað hittu Stólarnir mjög vel en Þórsarar þurfa að læra að þessari niðurlægingu. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn spilar Tindastóll gegn Þór Þorlákshöfn á heimavelli og þurfa nauðsynlega, lífs nauðsynlega á tveimur stigum að halda þar í baráttunni um úrslitakeppni. Þór Akureyri mætir Val á útivelli sama kvöld. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Tindastóll Þór Akureyri
Tindastóll gerði sér lítið fyrir og niðurlægði Þór Akureyri í Domino's deild karla í kvöld. Lokatölur 117-65. Domino's deild karla byrjaði aftur að rúlla í kvöld eftir hlé eftir kórónuveirutakmarkanir og Tindastóll kom inn í deildina af krafti. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhlutanum en Tindastóll var fimm stigum yfir eftir kaflaskiptan fyrsta leikhluta. 21-16 stóðu leikar. Í öðrum leikhlutanum rigndi þristunum niður hjá Stólunum. Þeir opnuðu annan leikhlutann á þremur þristum og troðslu og gáfu tóninn fyrir það sem koma skyldi. Þristunum hélt áfram að rigna og Þórsarar áttu engin svör. Nákvæmlega engin svör. Stólarnir gerðu 34 stig í öðrum leikhlutanum gegn sextán stigum Þórsara og voru 55-32 yfir í hálfleik. Þriggja stiga sýning Tindastóls hélt áfram í síðari hálfleik og þeir litu virkilega vel út í kvöld. Langt inn í þriðja leikhlutann voru þeir með yfir 60% þriggja stiga nýtingu. Leiknum var í raun lokið í byrjun þriðja leikhluta en Stólarnir voru með tögl og haldir á leiknum. Lokatölurnar urðu 117-65 sigur Tindastóls. Af hverju vann Tindastóll? Það var kraftur, áræðni, gleði og vilji í Tindastóls liðinu. Það er auðvitað auðvelt að hafa þetta að leiðarljósi þegar þú ert að rúlla yfir andstæðinginn en leikurinn í kvöld gefur Stólunum vonir fyrir framhaldið. Þeir hittu ansi vel og hittnin skildi liðin að í kvöld. Einnig tóku Tindastóll fimmtán fráköstum fleira en gestirnir frá Akureyri sem voru heillum horfnir í Síkinu í kvöld. Þeim var sökkt. Hverjir stóðu upp úr? Pétur Rúnar Birgisson. 25 stig, fimm fráköst og ellefu stoðsendingar. Takk fyrir mig. Nikolas Tomsick bætti svo við 23 stigum og níu fráköstum en ansi margir lögðu sitt á vogarskálarnar hjá heimamönnum í kvöld. Hjá gestunum; fátt eða í raun ekkert um fína drætti. Dedrick Deon Basile stigahæstur með fimmtán stig. Hvað gekk illa? Þórsliðið hefur verið þekkt fyrir baráttugleði sína og kraftmikinn leik en þeir voru heillum horfnir í kvöld. Þeir gátu í raun ekkert og var ansi óvanalegt að sjá Þórs-liðið svona. Auðvitað hittu Stólarnir mjög vel en Þórsarar þurfa að læra að þessari niðurlægingu. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn spilar Tindastóll gegn Þór Þorlákshöfn á heimavelli og þurfa nauðsynlega, lífs nauðsynlega á tveimur stigum að halda þar í baráttunni um úrslitakeppni. Þór Akureyri mætir Val á útivelli sama kvöld.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti