Enginn greinst í handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. apríl 2021 11:23 Víðir og Þórólfur voru á sínum stað á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Bæði smitin sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast þeim hópsýkingum sem hafa verið til umfjöllunar síðustu daga. Um 3.000 manns fóru í sýnatöku í gær og 1.100 í slembiskimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi um stöðu kórónuveirufaraldurins rétt í þessu. Handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur staðið yfir í tvo daga og hafa um 2.000 sýni verið tekin en enginn greinst með Covid-19. Þórólfur sagði 75 hafa greinst innanlands síðustu fjóra daga, þar af 58 í sóttkví. Um væri að ræða þrjár hópsýkingar sem komið hefðu upp á síðustu vikum en sú stærsta, sem hefur verið tengd leikskólanum Jörfa, teldi um 60 manns. Sú sýking teygði sig víða, meðal annars í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu en hins vegar tengdist smit á Suðurlandi smit í grunnskólum fyrir nokkru, sem ekki hefði tekist að rekja til landamæranna. Þórólfur sagði mörg hundruð manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna hópsýkinganna. Þá hefðu umfangsmiklar skimanir verið gerðar í kringum hópsmitin og nokkrir greinst. Vonast til að aðgerðir stjórnvalda skili tilætluðum árangri Sóttvarnalæknir sagði smitrakningu ganga vel almennt og að svo virtist sem hópsmitin væru nokkuð vel afmörkuð. Hins vegar mætti vænta þess að fleiri smit greindust á næstu dögum. Hann sagði þessa næstu daga einmitt myndu skera úr um hvort ráðast þyrfti í harðari aðgerðir. Hann sagði að á þessari stundu teldi hann þess ekki nauðsyn en hann væri reiðubúin til að skila tillögum ef ástandið færi versnandi. Þórólfur ítrekaði mikilvægi þess að forðast hópamyndun á næstunni og huga vel að smitvörnum. Hann kom vék einnig að þeim breytingum sem lagðar hefðu verið fyrir þingið til að tryggja öryggi á landamærunum en benti á að endanleg útgáfa lægi ekki fyrir og þá væri ekki ljóst hvernig málið færi í þinginu. Þórólfur sagðist vonast til að frumvarpið skilaði tilætluðum árangri og sagðist lítast ágætlega á áætlanir stjórnvalda um afléttingar á aðgerðum samhliða auknum bólusetningum. Þróunin næstu vikur og mánuði myndi leiða í ljós hvort þær gengju upp. Hann sagði að árangur myndi aðeins nást með samheldni, árvekni, sóttvörnum og bólusetningum. Undir lok máls síns þakkaði sóttvarnalæknir sérstaklega starfsmönnum heilsugæslunnar og veirufræðideildar Landspítala, sem hann sagði hafa staðið í ströngu. Þá þakkaði hann Íslenskri erfðagreiningu fyrir sitt framlag og starfsmönnum landlæknisembættisins og almannvarnadeildar ríkisslögreglustjóra. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi um stöðu kórónuveirufaraldurins rétt í þessu. Handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur staðið yfir í tvo daga og hafa um 2.000 sýni verið tekin en enginn greinst með Covid-19. Þórólfur sagði 75 hafa greinst innanlands síðustu fjóra daga, þar af 58 í sóttkví. Um væri að ræða þrjár hópsýkingar sem komið hefðu upp á síðustu vikum en sú stærsta, sem hefur verið tengd leikskólanum Jörfa, teldi um 60 manns. Sú sýking teygði sig víða, meðal annars í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu en hins vegar tengdist smit á Suðurlandi smit í grunnskólum fyrir nokkru, sem ekki hefði tekist að rekja til landamæranna. Þórólfur sagði mörg hundruð manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna hópsýkinganna. Þá hefðu umfangsmiklar skimanir verið gerðar í kringum hópsmitin og nokkrir greinst. Vonast til að aðgerðir stjórnvalda skili tilætluðum árangri Sóttvarnalæknir sagði smitrakningu ganga vel almennt og að svo virtist sem hópsmitin væru nokkuð vel afmörkuð. Hins vegar mætti vænta þess að fleiri smit greindust á næstu dögum. Hann sagði þessa næstu daga einmitt myndu skera úr um hvort ráðast þyrfti í harðari aðgerðir. Hann sagði að á þessari stundu teldi hann þess ekki nauðsyn en hann væri reiðubúin til að skila tillögum ef ástandið færi versnandi. Þórólfur ítrekaði mikilvægi þess að forðast hópamyndun á næstunni og huga vel að smitvörnum. Hann kom vék einnig að þeim breytingum sem lagðar hefðu verið fyrir þingið til að tryggja öryggi á landamærunum en benti á að endanleg útgáfa lægi ekki fyrir og þá væri ekki ljóst hvernig málið færi í þinginu. Þórólfur sagðist vonast til að frumvarpið skilaði tilætluðum árangri og sagðist lítast ágætlega á áætlanir stjórnvalda um afléttingar á aðgerðum samhliða auknum bólusetningum. Þróunin næstu vikur og mánuði myndi leiða í ljós hvort þær gengju upp. Hann sagði að árangur myndi aðeins nást með samheldni, árvekni, sóttvörnum og bólusetningum. Undir lok máls síns þakkaði sóttvarnalæknir sérstaklega starfsmönnum heilsugæslunnar og veirufræðideildar Landspítala, sem hann sagði hafa staðið í ströngu. Þá þakkaði hann Íslenskri erfðagreiningu fyrir sitt framlag og starfsmönnum landlæknisembættisins og almannvarnadeildar ríkisslögreglustjóra.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira