Þórólfur segir breytingar taka á vandanum við landamærin Snorri Másson skrifar 20. apríl 2021 20:13 Þórólfur Guðnason var ekki viðstaddur blaðamannafund ríkisstjórnarinnar í dag, þar sem breyttar aðgerðir á landamærunum voru boðaðar. Hann var þó á staðnum í mars þegar hertar aðgerðir innanlands voru kynntar til leiks. Með honum er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsir yfir ánægju með breyttar ráðstafanir á landamærunum, sem ríkisstjórnin boðaði á blaðamannafundi fyrr í dag. Í þeim felst að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir án undantekninga til dvalar á sóttkvíarhóteli þegar ný lög hafa hlotið samþykki. Sóttvarnalæknir hafði kallað eftir hertari reglum á landamærunum. „Þetta slær mig bara ágætlega. Þetta er í takt við það sem ég hef verið að tala um,“ sagði Þórólfur í Kastljósi í kvöld. „Ég held að þetta séu nokkuð róttækar tillögur. Auðvitað eigum við eftir að sjá hver útfærslan verður í meðhöndlun þingsins en ég held að þetta sé í takt við það sem við höfum verið að tala um undanfarið.“ Sóttvarnir við landamærin hafa að mati sóttvarnalæknis ekki verið fullnægjandi frá því að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur úrskurðaði að allsherjarskylda fyrir alla á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. Síðan hefur dvölin verið valkvæð. „Mér sýnist þetta taka á þeim vandamálum sem við höfum verið að etja við og því áhættumati sem almannavarnadeildin hefur gert á landamærunum undanfarið. Ég held að þetta nái yfir það eins og staðan er núna.“ Enn munu langflestir eiga kost á að sleppa við dvöl á sóttkvíarhóteli en þá þarf að sýna fram á „trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði“ til sóttkvíar. Auk þessara ráðstafana stendur til að veita dómsmálaráðherra heimild til að banna ónauðsynlegar ferðir frá ákveðnum hááhættusvæðum. Um þá heimild sagði sóttvarnalæknir: „Eins og ég sé þetta fyrir mér er þetta ekki heimild sem yrði notuð mjög oft.“ Öllum takmörkunum aflétt þegar stærsti hluti fullorðinna hefur fengið sprautu Stjórnvöld boðuðu á fundinum í dag drög að afléttingaráætlun hér á landi samfara hærra hlutfalli bólusettra hér á landi. „Þetta er djörf yfirlýsing en ég hef kallað lengi eftir svona stefnu og mér líst bara vel á þetta. Auðvitað getur margt breyst. Það getur breyst hvernig bóluefnin verða, hvernig ný afbrigði af veirunni verða og svo framvegis. Eins og staðan hefur verið undanfarið höfum við verið að fá meira af bóluefni en var gert ráð fyrir,“ sagði Þórólfur. Samkvæmt ríkisstjórninni kann að vera hægt að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands í júní, eða um leið og búið er að verja stærstan hluta fullorðinna með að minnsta kosti einum skammti af bóluefni. „Ég hef verið að miða við dreifingaráætlun við fyrirtækjum og hef engar athugasemdir við að stjórnvöld skuli vera djarfari í sínum yfirlýsingum. Mér finnst það fyllilega ásættanlegt fyrir mína parta og í raun og veru bara nauðsynlegt að þau geri það,“ sagði sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðalög Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 20. apríl 2021 19:24 Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. 8. apríl 2021 11:18 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Sóttvarnalæknir hafði kallað eftir hertari reglum á landamærunum. „Þetta slær mig bara ágætlega. Þetta er í takt við það sem ég hef verið að tala um,“ sagði Þórólfur í Kastljósi í kvöld. „Ég held að þetta séu nokkuð róttækar tillögur. Auðvitað eigum við eftir að sjá hver útfærslan verður í meðhöndlun þingsins en ég held að þetta sé í takt við það sem við höfum verið að tala um undanfarið.“ Sóttvarnir við landamærin hafa að mati sóttvarnalæknis ekki verið fullnægjandi frá því að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur úrskurðaði að allsherjarskylda fyrir alla á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. Síðan hefur dvölin verið valkvæð. „Mér sýnist þetta taka á þeim vandamálum sem við höfum verið að etja við og því áhættumati sem almannavarnadeildin hefur gert á landamærunum undanfarið. Ég held að þetta nái yfir það eins og staðan er núna.“ Enn munu langflestir eiga kost á að sleppa við dvöl á sóttkvíarhóteli en þá þarf að sýna fram á „trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði“ til sóttkvíar. Auk þessara ráðstafana stendur til að veita dómsmálaráðherra heimild til að banna ónauðsynlegar ferðir frá ákveðnum hááhættusvæðum. Um þá heimild sagði sóttvarnalæknir: „Eins og ég sé þetta fyrir mér er þetta ekki heimild sem yrði notuð mjög oft.“ Öllum takmörkunum aflétt þegar stærsti hluti fullorðinna hefur fengið sprautu Stjórnvöld boðuðu á fundinum í dag drög að afléttingaráætlun hér á landi samfara hærra hlutfalli bólusettra hér á landi. „Þetta er djörf yfirlýsing en ég hef kallað lengi eftir svona stefnu og mér líst bara vel á þetta. Auðvitað getur margt breyst. Það getur breyst hvernig bóluefnin verða, hvernig ný afbrigði af veirunni verða og svo framvegis. Eins og staðan hefur verið undanfarið höfum við verið að fá meira af bóluefni en var gert ráð fyrir,“ sagði Þórólfur. Samkvæmt ríkisstjórninni kann að vera hægt að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands í júní, eða um leið og búið er að verja stærstan hluta fullorðinna með að minnsta kosti einum skammti af bóluefni. „Ég hef verið að miða við dreifingaráætlun við fyrirtækjum og hef engar athugasemdir við að stjórnvöld skuli vera djarfari í sínum yfirlýsingum. Mér finnst það fyllilega ásættanlegt fyrir mína parta og í raun og veru bara nauðsynlegt að þau geri það,“ sagði sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðalög Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 20. apríl 2021 19:24 Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. 8. apríl 2021 11:18 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
„Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 20. apríl 2021 19:24
Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. 8. apríl 2021 11:18