Henderson kallar fyrirliða ensku úrvalsdeildarinnar á krísufund Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2021 14:15 Henderson kallar á fyrirliða ensku úrvalsdeildarinnar. EPA-EFE/Laurence Griffiths Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hefur boðað alla fyrirliða ensku úrvalsdeildarinnar á krísufund vegna mögulegrar stofnunar ofurdeildar Evrópu. Daily Mail greindi frá nú rétt í þessu. Fyrr í dag fór Vísir yfir viðbrögð Harry Maguire, fyrirliða Manchester United, en hann var ekki par sáttur með hvernig forráðamenn Man United stóðu að málum er varðar ofurdeildina. Henderson hefur nú kallað fyrirliða deildarinnar saman til að ræða áætlanir tólf liða Evrópu – þar af sex frá Englandi – um að stofna svokallaða ofurdeild. EXCLUSIVE: Jordan Henderson calls emergency meeting of Premier League captains | @MikeKeegan_DM https://t.co/lLUHofY7zr— MailOnline Sport (@MailSport) April 20, 2021 Henderson hefur áður fengið fyrirliða deildarinnar til að snúa bökum saman og stofnaði til að mynda sjóð til að hjálpa breska heilbrigðiskerfinu [NHS] vegna kórónufaraldursins. Þetta mál mun reynast töluvert snúnara þar sem sex fyrirliðar eru á mála hjá félögum sem hafa nú þegar gefið út að þau stefni á að segja skilið við Meistaradeild Evrópu og ætli að stofna sína eigin deild. Samkvæmt heimildum Daily Mail er stefnt að því að komast að því hvernig skal höndla málið á næstu dögum og vikum. Reikna má með því að leikmenn verði spurðir spjörunum úr varðandi ofurdeildina og skoðun þeirra á henni. | "I don't like it and I hope it doesn't happen."James Milner speaks out against the proposed breakaway European Super League... #MNF pic.twitter.com/NkMmNJhiyA— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2021 James Milner, samherji Henderson, sagði skoðun sína í viðtali við Sky Sports eftir 1-1 jafntefli Liverpool og Leeds United í gærkvöld. Hann sagðist einfaldlega að honum líkaði illa við hugmyndina og hann vonaðist til að deildin yrði ekki að veruleika. Marcus Rashford ákvað að birta einfaldlega mynd af Old Trafford, heimavelli Manchester United, og láta hana segja skoðun hans á ákvörðun eiganda félagsins. pic.twitter.com/A8WIIUCHrH— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) April 20, 2021 Fótbolti Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir Maguire setti ofan í við Woodward á neyðarfundi með leikmönnum United Leikmenn Manchester United voru afar ósáttir við aðkomu félagsins að stofnun ofurdeildarinnar. Fyrirliðinn Harry Maguire lét stjórnarformanninn Ed Woodward heyra það á neyðarfundi með leikmönnum. 20. apríl 2021 13:30 Segir það ekki vera íþrótt ef það skiptir ekki máli hvort þú vinnir eða tapir Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hélt eldræðu varðandi ofurdeild Evrópu í knattspyrnu á blaðamannafundi nú rétt í þessu. Hann segir það ekki vera íþrótt ef engu máli skiptir hvort þú vinnir eða tapir. Ræðu Pep má sjá í fréttinni. 20. apríl 2021 13:00 Ríkisstjórn Bretlands mun skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir ofurdeild Evrópu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn landsins skoði allar mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef fara þarf með málið fyrir dómstóla þá verður það gert. 20. apríl 2021 12:36 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira
Daily Mail greindi frá nú rétt í þessu. Fyrr í dag fór Vísir yfir viðbrögð Harry Maguire, fyrirliða Manchester United, en hann var ekki par sáttur með hvernig forráðamenn Man United stóðu að málum er varðar ofurdeildina. Henderson hefur nú kallað fyrirliða deildarinnar saman til að ræða áætlanir tólf liða Evrópu – þar af sex frá Englandi – um að stofna svokallaða ofurdeild. EXCLUSIVE: Jordan Henderson calls emergency meeting of Premier League captains | @MikeKeegan_DM https://t.co/lLUHofY7zr— MailOnline Sport (@MailSport) April 20, 2021 Henderson hefur áður fengið fyrirliða deildarinnar til að snúa bökum saman og stofnaði til að mynda sjóð til að hjálpa breska heilbrigðiskerfinu [NHS] vegna kórónufaraldursins. Þetta mál mun reynast töluvert snúnara þar sem sex fyrirliðar eru á mála hjá félögum sem hafa nú þegar gefið út að þau stefni á að segja skilið við Meistaradeild Evrópu og ætli að stofna sína eigin deild. Samkvæmt heimildum Daily Mail er stefnt að því að komast að því hvernig skal höndla málið á næstu dögum og vikum. Reikna má með því að leikmenn verði spurðir spjörunum úr varðandi ofurdeildina og skoðun þeirra á henni. | "I don't like it and I hope it doesn't happen."James Milner speaks out against the proposed breakaway European Super League... #MNF pic.twitter.com/NkMmNJhiyA— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2021 James Milner, samherji Henderson, sagði skoðun sína í viðtali við Sky Sports eftir 1-1 jafntefli Liverpool og Leeds United í gærkvöld. Hann sagðist einfaldlega að honum líkaði illa við hugmyndina og hann vonaðist til að deildin yrði ekki að veruleika. Marcus Rashford ákvað að birta einfaldlega mynd af Old Trafford, heimavelli Manchester United, og láta hana segja skoðun hans á ákvörðun eiganda félagsins. pic.twitter.com/A8WIIUCHrH— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) April 20, 2021
Fótbolti Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir Maguire setti ofan í við Woodward á neyðarfundi með leikmönnum United Leikmenn Manchester United voru afar ósáttir við aðkomu félagsins að stofnun ofurdeildarinnar. Fyrirliðinn Harry Maguire lét stjórnarformanninn Ed Woodward heyra það á neyðarfundi með leikmönnum. 20. apríl 2021 13:30 Segir það ekki vera íþrótt ef það skiptir ekki máli hvort þú vinnir eða tapir Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hélt eldræðu varðandi ofurdeild Evrópu í knattspyrnu á blaðamannafundi nú rétt í þessu. Hann segir það ekki vera íþrótt ef engu máli skiptir hvort þú vinnir eða tapir. Ræðu Pep má sjá í fréttinni. 20. apríl 2021 13:00 Ríkisstjórn Bretlands mun skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir ofurdeild Evrópu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn landsins skoði allar mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef fara þarf með málið fyrir dómstóla þá verður það gert. 20. apríl 2021 12:36 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira
Maguire setti ofan í við Woodward á neyðarfundi með leikmönnum United Leikmenn Manchester United voru afar ósáttir við aðkomu félagsins að stofnun ofurdeildarinnar. Fyrirliðinn Harry Maguire lét stjórnarformanninn Ed Woodward heyra það á neyðarfundi með leikmönnum. 20. apríl 2021 13:30
Segir það ekki vera íþrótt ef það skiptir ekki máli hvort þú vinnir eða tapir Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hélt eldræðu varðandi ofurdeild Evrópu í knattspyrnu á blaðamannafundi nú rétt í þessu. Hann segir það ekki vera íþrótt ef engu máli skiptir hvort þú vinnir eða tapir. Ræðu Pep má sjá í fréttinni. 20. apríl 2021 13:00
Ríkisstjórn Bretlands mun skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir ofurdeild Evrópu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn landsins skoði allar mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef fara þarf með málið fyrir dómstóla þá verður það gert. 20. apríl 2021 12:36