Segir það ekki vera íþrótt ef það skiptir ekki máli hvort þú vinnir eða tapir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2021 13:00 Guardiola sagði sína skoðun á ofurdeildinni á blaðamannafundi í dag. EPA-EFE/Tibor Illyes Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hélt eldræðu varðandi ofurdeild Evrópu í knattspyrnu á blaðamannafundi nú rétt í þessu. Hann segir það ekki vera íþrótt ef engu máli skiptir hvort þú vinnir eða tapir. Ræðu Pep má sjá í fréttinni. „Ég hef ekki allar upplýsingarnar, hef raunar ekki það miklar upplýsingar en ef þú spyrð mig af hverju þessi lið voru valin til að spila í þessari keppni þá get ég ekki svarað því þar sem ég veit ekki ástæðuna. Íþrótt, það er ekki íþrótt ef tengingin milli þess sem þú leggur á þig og þess sem þú uppskerð er ekki til. Það er einfaldlega ekki íþrótt,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi sínum og var augljóslega mikið niðri fyrir. Hann hélt áfram. „Það er ekki íþrótt ef árangurinn er þegar tryggður. Það er ekki íþrótt ef það skiptir engu máli hvort þú tapir. Þess vegna – eins og ég hef margoft sagt – vil ég að bestu keppnirnar séu eins sterkar og mögulegt er, enska úrvalsdeildin er dæmi um það. Það er ekki sanngjarnt þegar eitt lið berst og berst, kemst á toppinn en fær ekki þátttökurétt [í ofurdeild eða Meistaradeild] því það er búið að tryggja nokkrum liðum sæti þar.“ "It is not sport if the relationship between the effort and reward doesn't exist." "It is not sport if it doesn't matter if you lose"Pep Guardiola shares his thoughts on the European Super League pic.twitter.com/Qy7gJMYdUW— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 20, 2021 „Svona líður mér. Ég veit ekki hvað breytist og fólk segir að það verði fjögur eða fimm lið sem geti unnið sér inn þátttökurétt og þar með spilað í þessari keppni. En hvað gerist fyrir hin 14-15 liðin sem þurfa ekki að spila vel og fá samt alltaf að vera með [í ofurdeildinni]. Þetta er því ekki íþrótt, þetta er eitthvað annað,“ sagði Guardiola að endingu. Fótbolti Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir Ríkisstjórn Bretlands mun skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir ofurdeild Evrópu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn landsins skoði allar mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef fara þarf með málið fyrir dómstóla þá verður það gert. 20. apríl 2021 12:36 Forseti FIFA fordæmir ofurdeildina og segir að liðin verði að axla ábyrgð Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur fordæmt ofurdeild Evrópu og sagt að FIFA sé alfarið á móti stofnun deildarinnar. Hann segir að það verði afleiðingar en hótaði þó ekki að leikmenn yrði setti í landsleikjabann. 20. apríl 2021 11:30 Segir ofurdeildina runna undan rifjum Real Madrid, Barcelona og bandarísku eigendanna Viðar Halldórsson, formaður FH, sem á sæti í stjórn ECA, Samtökum fótboltafélaga í Evrópu, segir að fréttirnar um stofnun ofurdeildarinnar hafi komið á óvart. Hann segir mjög líklegt að félögunum tólf sem stofnuðu ofurdeildina verði meinuð þátttaka í Meistaradeild Evrópu. 20. apríl 2021 11:02 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
„Ég hef ekki allar upplýsingarnar, hef raunar ekki það miklar upplýsingar en ef þú spyrð mig af hverju þessi lið voru valin til að spila í þessari keppni þá get ég ekki svarað því þar sem ég veit ekki ástæðuna. Íþrótt, það er ekki íþrótt ef tengingin milli þess sem þú leggur á þig og þess sem þú uppskerð er ekki til. Það er einfaldlega ekki íþrótt,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi sínum og var augljóslega mikið niðri fyrir. Hann hélt áfram. „Það er ekki íþrótt ef árangurinn er þegar tryggður. Það er ekki íþrótt ef það skiptir engu máli hvort þú tapir. Þess vegna – eins og ég hef margoft sagt – vil ég að bestu keppnirnar séu eins sterkar og mögulegt er, enska úrvalsdeildin er dæmi um það. Það er ekki sanngjarnt þegar eitt lið berst og berst, kemst á toppinn en fær ekki þátttökurétt [í ofurdeild eða Meistaradeild] því það er búið að tryggja nokkrum liðum sæti þar.“ "It is not sport if the relationship between the effort and reward doesn't exist." "It is not sport if it doesn't matter if you lose"Pep Guardiola shares his thoughts on the European Super League pic.twitter.com/Qy7gJMYdUW— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 20, 2021 „Svona líður mér. Ég veit ekki hvað breytist og fólk segir að það verði fjögur eða fimm lið sem geti unnið sér inn þátttökurétt og þar með spilað í þessari keppni. En hvað gerist fyrir hin 14-15 liðin sem þurfa ekki að spila vel og fá samt alltaf að vera með [í ofurdeildinni]. Þetta er því ekki íþrótt, þetta er eitthvað annað,“ sagði Guardiola að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir Ríkisstjórn Bretlands mun skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir ofurdeild Evrópu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn landsins skoði allar mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef fara þarf með málið fyrir dómstóla þá verður það gert. 20. apríl 2021 12:36 Forseti FIFA fordæmir ofurdeildina og segir að liðin verði að axla ábyrgð Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur fordæmt ofurdeild Evrópu og sagt að FIFA sé alfarið á móti stofnun deildarinnar. Hann segir að það verði afleiðingar en hótaði þó ekki að leikmenn yrði setti í landsleikjabann. 20. apríl 2021 11:30 Segir ofurdeildina runna undan rifjum Real Madrid, Barcelona og bandarísku eigendanna Viðar Halldórsson, formaður FH, sem á sæti í stjórn ECA, Samtökum fótboltafélaga í Evrópu, segir að fréttirnar um stofnun ofurdeildarinnar hafi komið á óvart. Hann segir mjög líklegt að félögunum tólf sem stofnuðu ofurdeildina verði meinuð þátttaka í Meistaradeild Evrópu. 20. apríl 2021 11:02 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands mun skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir ofurdeild Evrópu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn landsins skoði allar mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef fara þarf með málið fyrir dómstóla þá verður það gert. 20. apríl 2021 12:36
Forseti FIFA fordæmir ofurdeildina og segir að liðin verði að axla ábyrgð Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur fordæmt ofurdeild Evrópu og sagt að FIFA sé alfarið á móti stofnun deildarinnar. Hann segir að það verði afleiðingar en hótaði þó ekki að leikmenn yrði setti í landsleikjabann. 20. apríl 2021 11:30
Segir ofurdeildina runna undan rifjum Real Madrid, Barcelona og bandarísku eigendanna Viðar Halldórsson, formaður FH, sem á sæti í stjórn ECA, Samtökum fótboltafélaga í Evrópu, segir að fréttirnar um stofnun ofurdeildarinnar hafi komið á óvart. Hann segir mjög líklegt að félögunum tólf sem stofnuðu ofurdeildina verði meinuð þátttaka í Meistaradeild Evrópu. 20. apríl 2021 11:02