Skólakerfið og það sem var og það sem er Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 20. apríl 2021 09:31 Við munum öll eftir kennaranum sem við litum sérstaklega mikið upp til eða þeim sem hafði sérstaklega mikil áhrif á líf okkar. Kennaranum sem bjargaði okkur frá slæmum ákvörðunum eða óæskilegri atburðarás. Við munum líka eftir kennaranum sem okkur féll ekkert sérstaklega vel við, þessum sem við áttum ekki skap saman með eða þeim sem voru að kenna námsefni sem náði ekki til okkar. Kennarar geta geta haft töluverð áhrif á líf barna og ungmenna með eldmóði sínum. En það er ekki bara kennarinn sem er svo mikill áhrifavaldur á það hvernig til tekst heilt á litið. Þar er það fyrst og fremst skólakerfið sjálf, umgjörðin sem er sköpuð um námið og allt skólastarfið. Því megum við ekki missa sjónar af skólakerfinu þegar við ræðum menntun barna og ungmenna og færni þeirra til að taka þátt í lífinu. Breytingar í þágu fortíðar Rammann um allt skólastarf finnum við í viðmiðunarstundaskrá. Hún kveður á um hvaða námsgreinar skuli kenna í grunnskólum landsins og í hvað margar klukkustundir grunnskólagönguna á enda. Í farvatninu eru breytingar á þessari viðmiðunarstundaskrá og hefur menntamálaráðherra lagt fram tillögu að breytingu sem þykir umdeild, m.a. meðal kennara. Margir hafa af því áhyggjur að tillögurnar feli í sér minni sveigjanleika og minna frelsi fyrir skóla til að útfæra skipulag skólastarfsins. Ráðherra leggur til að viðmiðunarstundaskrá njörvi enn frekar niður tímafjölda ákveðinna námsgreina á kostnað faglegs frelsis. Ramminn um kennslutilhögun verður því enn þrengri en nú er. Skólastjórnendur og kennarar hafa notað þetta frelsi til að skapa námsumhverfi sem hentar þeim hóp nemenda sem stundar nám í skólanum hverju sinni. Nemendahópar eru fjölbreyttir innan einstakra skóla, milli skóla og milli skólahverfa. Skólarnir þurfa að hafa ráðrúm til að bregðast við þeim fjölbreytileika svo best henti hverjum nemendahóp. Viðmiðunarstundaskrá 21. aldarinnar Við viljum stöðugleika í menntakerfið okkar en um leið ákveðið frelsi. Það má aldrei verða að kerfið festist svo fast í sjálfu sér að það komi í veg fyrir framfarir og styðji ekki við þær breytingar sem er að verða á samfélaginu. Við heyrum ákall um meiri sveigjanleika, meira faglegt frelsi til að skapa og vinna með þau sameiginlegu markmið sem stefnt er að: framúrskarandi menntakerfi þar sem leiðarljósið er nám fyrir alla óháð stétt, stöðu, kyni, fötlun eða annarra þátta. Í viðmiðunarstundarskrá 21. aldarinnar gæti jafnvel verið þörf á nýjum námsgreinum eins og gervigreind nema gengið verði enn lengra og þær ekki skilgreindar nema að hluta og í takt við þá þróun sem á sér stað. Líkt og aðrar þjóðir erum við að ganga í gegnum afar miklar samfélagslegar breytingar sem fylgja fjórðu iðnbyltingunni og stafrænni byltingu. Endurskoðun á viðmiðunarstundaskrá þarf að endurspegla þessar breytingar og líta til þeirra færniþátta sem kallað er eftir. Þar sjáum við megináherslu á samskipti, samvinnu, sköpun og færni til að greina upplýsingar, meta þær og vega til gagns. Við þurfum kjark til að breyta Við verðum að hugsa vítt til þess að allir rúmist innan rammanns en ekki bara sumir. Við verðum líka að bera traust til þeirra sem fylgja ástríðu sinni og gerast kennarar eða skólastjórnendur og gera þeim fært að fara sínar faglegu leiðir. En ekki niðurnjörva allt skólastarf niður á sömu einu ríkisleiðina, þar sem fókusinn er á fjölda mínútna á námsgreinar. Við viljum framúrskarandi skólakerfi sem styður við öll börn og ungmenni með þeim hætti að þau verði sterkir sjálfstæðir einstaklingar sem hafa færni í farteskinu til að ganga lífsins veg. Verða virkir þátttakendur í samfélaginu okkar, gefa af sér og skapa ný tækifæri um leið og við gerum þær kröfur að vera læs á upplýsingar og hafa getu til að greina, meta og vega. Leiðin að því skólastarfi verður að vera á hendi þeirra sem hafa faglegu þekkinguna og hafa menntað sig til þess veigamikla verkefnis. Stjórnvöld þurfa að skapa rétta rammann og vera á tánum við að endurskoða kerfið til að það sé það besta fyrir umhverfi barna okkar hverju sinni. Breytingar á tímum nýrrar iðnbyltingar eru miklar og hraðar. Það sem þótti best, fyrir ekki lengra en áratug síðan, er það ekki lengur. Skólakerfið þarf svigrúm og sveigjanleika til að geta brugðist við þessum nýja veruleika í stað þess að vera bundið í báða skó við að telja mínútur í skólakerfi sem hentaði betur á síðustu öld. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ og Oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Viðreisn Skóla - og menntamál Mest lesið Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar Skoðun Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir sem skaða náttúruna Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Geta íþróttir bjargað mannslífum? Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Fylkjum liði með kennurum og börnunum okkar Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Vaknaðu menningarþjóð! Ása Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjarðabyggð gegn kjarasamningum Halla Gunnarsdóttir,Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir skrifar Skoðun Af styrkjum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkara samfélag: Framfarir í velferðarþjónustu Hveragerðis Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við munum öll eftir kennaranum sem við litum sérstaklega mikið upp til eða þeim sem hafði sérstaklega mikil áhrif á líf okkar. Kennaranum sem bjargaði okkur frá slæmum ákvörðunum eða óæskilegri atburðarás. Við munum líka eftir kennaranum sem okkur féll ekkert sérstaklega vel við, þessum sem við áttum ekki skap saman með eða þeim sem voru að kenna námsefni sem náði ekki til okkar. Kennarar geta geta haft töluverð áhrif á líf barna og ungmenna með eldmóði sínum. En það er ekki bara kennarinn sem er svo mikill áhrifavaldur á það hvernig til tekst heilt á litið. Þar er það fyrst og fremst skólakerfið sjálf, umgjörðin sem er sköpuð um námið og allt skólastarfið. Því megum við ekki missa sjónar af skólakerfinu þegar við ræðum menntun barna og ungmenna og færni þeirra til að taka þátt í lífinu. Breytingar í þágu fortíðar Rammann um allt skólastarf finnum við í viðmiðunarstundaskrá. Hún kveður á um hvaða námsgreinar skuli kenna í grunnskólum landsins og í hvað margar klukkustundir grunnskólagönguna á enda. Í farvatninu eru breytingar á þessari viðmiðunarstundaskrá og hefur menntamálaráðherra lagt fram tillögu að breytingu sem þykir umdeild, m.a. meðal kennara. Margir hafa af því áhyggjur að tillögurnar feli í sér minni sveigjanleika og minna frelsi fyrir skóla til að útfæra skipulag skólastarfsins. Ráðherra leggur til að viðmiðunarstundaskrá njörvi enn frekar niður tímafjölda ákveðinna námsgreina á kostnað faglegs frelsis. Ramminn um kennslutilhögun verður því enn þrengri en nú er. Skólastjórnendur og kennarar hafa notað þetta frelsi til að skapa námsumhverfi sem hentar þeim hóp nemenda sem stundar nám í skólanum hverju sinni. Nemendahópar eru fjölbreyttir innan einstakra skóla, milli skóla og milli skólahverfa. Skólarnir þurfa að hafa ráðrúm til að bregðast við þeim fjölbreytileika svo best henti hverjum nemendahóp. Viðmiðunarstundaskrá 21. aldarinnar Við viljum stöðugleika í menntakerfið okkar en um leið ákveðið frelsi. Það má aldrei verða að kerfið festist svo fast í sjálfu sér að það komi í veg fyrir framfarir og styðji ekki við þær breytingar sem er að verða á samfélaginu. Við heyrum ákall um meiri sveigjanleika, meira faglegt frelsi til að skapa og vinna með þau sameiginlegu markmið sem stefnt er að: framúrskarandi menntakerfi þar sem leiðarljósið er nám fyrir alla óháð stétt, stöðu, kyni, fötlun eða annarra þátta. Í viðmiðunarstundarskrá 21. aldarinnar gæti jafnvel verið þörf á nýjum námsgreinum eins og gervigreind nema gengið verði enn lengra og þær ekki skilgreindar nema að hluta og í takt við þá þróun sem á sér stað. Líkt og aðrar þjóðir erum við að ganga í gegnum afar miklar samfélagslegar breytingar sem fylgja fjórðu iðnbyltingunni og stafrænni byltingu. Endurskoðun á viðmiðunarstundaskrá þarf að endurspegla þessar breytingar og líta til þeirra færniþátta sem kallað er eftir. Þar sjáum við megináherslu á samskipti, samvinnu, sköpun og færni til að greina upplýsingar, meta þær og vega til gagns. Við þurfum kjark til að breyta Við verðum að hugsa vítt til þess að allir rúmist innan rammanns en ekki bara sumir. Við verðum líka að bera traust til þeirra sem fylgja ástríðu sinni og gerast kennarar eða skólastjórnendur og gera þeim fært að fara sínar faglegu leiðir. En ekki niðurnjörva allt skólastarf niður á sömu einu ríkisleiðina, þar sem fókusinn er á fjölda mínútna á námsgreinar. Við viljum framúrskarandi skólakerfi sem styður við öll börn og ungmenni með þeim hætti að þau verði sterkir sjálfstæðir einstaklingar sem hafa færni í farteskinu til að ganga lífsins veg. Verða virkir þátttakendur í samfélaginu okkar, gefa af sér og skapa ný tækifæri um leið og við gerum þær kröfur að vera læs á upplýsingar og hafa getu til að greina, meta og vega. Leiðin að því skólastarfi verður að vera á hendi þeirra sem hafa faglegu þekkinguna og hafa menntað sig til þess veigamikla verkefnis. Stjórnvöld þurfa að skapa rétta rammann og vera á tánum við að endurskoða kerfið til að það sé það besta fyrir umhverfi barna okkar hverju sinni. Breytingar á tímum nýrrar iðnbyltingar eru miklar og hraðar. Það sem þótti best, fyrir ekki lengra en áratug síðan, er það ekki lengur. Skólakerfið þarf svigrúm og sveigjanleika til að geta brugðist við þessum nýja veruleika í stað þess að vera bundið í báða skó við að telja mínútur í skólakerfi sem hentaði betur á síðustu öld. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ og Oddviti Garðabæjarlistans.
Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Sterkara samfélag: Framfarir í velferðarþjónustu Hveragerðis Sandra Sigurðardóttir skrifar
Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun