Sjö brot gegn sóttkví og einangrun: Grunur um að sá sem kom af stað hópsmiti hafi virt einangrun að vettugi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. apríl 2021 18:28 Frá áramótum hafa 380 tilkynningar borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um mögulegt brot gegn sóttvarnarreglum. Vísir/Vilhelm Grunur leikur á að sá sem kom af stað hópsmiti á leikskólanum Jörfa í Reykjavík hafi bæði brotið gegn skyldu um sóttkví og einangrun með þeim afleiðingum að yfir hundrað fjölskyldur eru komnar í sóttkví. Sjö brot gegn sóttkví og einangrun hafa verið skráð frá áramótum. Frá áramótum hafa 380 tilkynningar borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um mögulegt brot gegn sóttvarnarreglum. „Þetta eru brot á einangrun og sóttkví og svo sóttvörnum,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla kanni allar ábendingar sem berist. Sjö brot gegn sóttkví og einangrun hafa verið skráð frá áramótum. Tveir eru grunaðir um að hafa brotið skyldur sínar í sóttkví, fjórir um að hafa ekki farið í sóttkví og einn um að hafa ekki verið í einangrun þrátt fyrir staðfest smit. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögregla bregðist við öllum tilkynningum um brot gegn sóttvarnalögum.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON Átti að vera í einangrun Heimildir fréttastofu herma að sá sem kom af stað hópsmiti á leikskólanum Jörfa, þar sem 36 smit hafa verið staðfest, sé grunaður um að hafa brotið gegn skyldu sinni að fara í sóttkví við komuna til landsins um síðustu mánaðarmót og einnig eftir að hann hafði verið greindur með sjúkdóminn í seinni sýnatöku og átti að vera í einangrun. Guðmundur Páll segir lögreglu hafa brugðist við um leið og grunur vaknaði um að smitaður einstaklingur væri ekki í einangrun. „Við gripum bara í taumana um leið og við fréttum af þessu,“ segir Guðmundur Páll en þá virðast smitin hafa verið búin að dreifa sér. Öll smitin sem greindust um helgina tengjast tveimur aðilum sem komu hingað til lands og fylgdu ekki reglunum með þeim afleiðingum að yfir hundrað fjölskyldur eru komnar í sóttkví. Í viðtali á Vísi í dag sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ljóst að Íslendingar af erlendu bergi brotnir ættu í meiri erfiðleikum með að halda sóttkvíarreglurnar en aðrir. Finna þurfi leið til að takast á við vandann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra benti á það á upplýsingafundi almannavarna í dag að fólk ætti ekki að dæma alla eftir hegðun fárra, þó sú hegðun hafi miklar afleiðingar. Guðmundur Páll segir að allir sem brotið hafa sóttkví og einangrun séu kallaðir í skýrslutöku „um leið og fólkið má fara út úr húsi og síðan fer þetta mál bara til ákærusviðs og í sekt.“ 33 brot gegn sóttvörnum hafa verið skráð frá áramótum. Slík brot fela aðallega í sér brot á sóttvarnalögum, til dæmis þar sem skemmti- eða veitingastaðir fylgja ekki reglunum eða of fjölmennir hópar koma saman miðað við reglugerð stjórnvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19. apríl 2021 11:29 Gripu strax til aðgerða en fengu litlar upplýsingar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að dæma ekki alla vegna hegðunar fárra, jafnvel þótt sú hegðun hafi alvarlegar afleiðingar. 44 greindust með Covid-19 og má rekja smitin til aðila sem kom hingað til lands og sinnti ekki sóttkví. 19. apríl 2021 12:15 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Frá áramótum hafa 380 tilkynningar borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um mögulegt brot gegn sóttvarnarreglum. „Þetta eru brot á einangrun og sóttkví og svo sóttvörnum,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla kanni allar ábendingar sem berist. Sjö brot gegn sóttkví og einangrun hafa verið skráð frá áramótum. Tveir eru grunaðir um að hafa brotið skyldur sínar í sóttkví, fjórir um að hafa ekki farið í sóttkví og einn um að hafa ekki verið í einangrun þrátt fyrir staðfest smit. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögregla bregðist við öllum tilkynningum um brot gegn sóttvarnalögum.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON Átti að vera í einangrun Heimildir fréttastofu herma að sá sem kom af stað hópsmiti á leikskólanum Jörfa, þar sem 36 smit hafa verið staðfest, sé grunaður um að hafa brotið gegn skyldu sinni að fara í sóttkví við komuna til landsins um síðustu mánaðarmót og einnig eftir að hann hafði verið greindur með sjúkdóminn í seinni sýnatöku og átti að vera í einangrun. Guðmundur Páll segir lögreglu hafa brugðist við um leið og grunur vaknaði um að smitaður einstaklingur væri ekki í einangrun. „Við gripum bara í taumana um leið og við fréttum af þessu,“ segir Guðmundur Páll en þá virðast smitin hafa verið búin að dreifa sér. Öll smitin sem greindust um helgina tengjast tveimur aðilum sem komu hingað til lands og fylgdu ekki reglunum með þeim afleiðingum að yfir hundrað fjölskyldur eru komnar í sóttkví. Í viðtali á Vísi í dag sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ljóst að Íslendingar af erlendu bergi brotnir ættu í meiri erfiðleikum með að halda sóttkvíarreglurnar en aðrir. Finna þurfi leið til að takast á við vandann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra benti á það á upplýsingafundi almannavarna í dag að fólk ætti ekki að dæma alla eftir hegðun fárra, þó sú hegðun hafi miklar afleiðingar. Guðmundur Páll segir að allir sem brotið hafa sóttkví og einangrun séu kallaðir í skýrslutöku „um leið og fólkið má fara út úr húsi og síðan fer þetta mál bara til ákærusviðs og í sekt.“ 33 brot gegn sóttvörnum hafa verið skráð frá áramótum. Slík brot fela aðallega í sér brot á sóttvarnalögum, til dæmis þar sem skemmti- eða veitingastaðir fylgja ekki reglunum eða of fjölmennir hópar koma saman miðað við reglugerð stjórnvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19. apríl 2021 11:29 Gripu strax til aðgerða en fengu litlar upplýsingar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að dæma ekki alla vegna hegðunar fárra, jafnvel þótt sú hegðun hafi alvarlegar afleiðingar. 44 greindust með Covid-19 og má rekja smitin til aðila sem kom hingað til lands og sinnti ekki sóttkví. 19. apríl 2021 12:15 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19. apríl 2021 11:29
Gripu strax til aðgerða en fengu litlar upplýsingar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að dæma ekki alla vegna hegðunar fárra, jafnvel þótt sú hegðun hafi alvarlegar afleiðingar. 44 greindust með Covid-19 og má rekja smitin til aðila sem kom hingað til lands og sinnti ekki sóttkví. 19. apríl 2021 12:15