„Fyrir löngu búinn að reka þig ef þú værir ekki svona góður fyrir móralinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. apríl 2021 10:30 Pétur Jóhann er kominn í starf sem hann segist vera bestur í, að spjalla við fólk um daginn og veginn. Pétur Jóhann Sigfússon hefur verið einn vinsælasti grínisti og leikari landsins undanfarin tuttugu ár. Alltaf verið nóg að gera en í kjölfar heimsfaraldurs fóru verkefnin að verða færri. Hann tók aftur á móti málin í sínar hendur og bjó til nýtt starf. Pétur Jóhann vinnur í dag hjá veitingarrisanum Gleðipinnar og sennilega við það sem hann er bestur í, að spjalla við fólk til að bæta starfsandann. „Ef ég á að reyna segja frá þessu í stuttu máli þá byrja ég á því að fá mér kaffi svo rölti ég af stað og spjalla við fólkið. Þetta er í raun spjallmeðferð sem ég er að bjóða upp á. Ég er búinn að ganga með drög af þessari hugmynd í mörg ár og núna er komin reynsla á þetta hér innan fyrirtækisins. Fullt af veitingastöðum og ég keyri á milli og svo veit ég ekkert hvað gerist. Byrja bara að spjalla en þetta er það sem ég hef verið að gera meira og minna alla mína ævi,“ segir Pétur Jóhann og heldur áfram. „Einhvers staðar las ég eða heyrði að maður ætti að gera það sem maður er góður í og ég veit að ég er góður í þessu. Að tala við fólk sem ég þekki ekki neitt um eitthvað.“ Pétur hefur nú þegar farið á alla veitingastaði Gleðipinna oftar en einu sinni og því er starfsfólkið farið að þekkja hann nokkuð vel. Hann segist alls ekki mæta á staðina til að fara með uppistand heldur einfaldlega til þess að gefa sér tíma til að ræða við starfsfólkið um daginn og veginn. „Ég er ekki upp á sviði og ég er ekki með hljóðnema og engar upp stilltar aðstæður. Ég er ekki að gera neinar kröfur á starfsfólkið og þau gera engar kröfur til mín. Þetta er bara spjall og ég hef verið að reyna skilja eftir góðan móral og bros á vör.“ Pétur segist sjá fyrir sér að vinna meira við þetta og jafnvel fyrir fleiri fyrirtæki og sér hann fyrir sér að þetta verkefni geti orðið enn stærra. Á sínum tíma vann Pétur Jóhann hjá Byko og það í heil átta ár. Hann var ekki besti starfskrafturinn en mikilvægur var hann. Pétur keyrir um á sér merktum bíl og sinnir sínu starfi sem spjallari. „Ég var þarna í átta ár og var vinsæll á vinnustaðnum. Þá sagði yfirmaður minn einu sinni við mig þegar ég hafði mætt of seint eða eitthvað álíka. Pétur þetta er ekki fyndið, mér finnst þú ekki fyndinn og ef ég segi þér alveg eins og er þá væri ég fyrir löngu búinn að reka þig ef þú værir ekki svona góður fyrir móralinn.“ Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Gleðipinna, segir að tilraunin hafi heldur betur heppnast vel og haft góð áhrif. Það hafi sýnt sig í öllum rannsóknum að starfsumhverfi skipti sköpum hjá fyrirtækjum. „Ég hélt að hann væri að fíflast fyrst en þegar hann fór að lýsa þessu fyrir mér sá ég að honum var full alvara. Við erum á áhugaverðum stað með okkar fyrirtæki og mér fannst þetta skemmtilega galin hugmynd sem passar ágætlega við það sem við viljum ná fram hér,“ segir Jóhannes. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Veitingastaðir Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Alltaf verið nóg að gera en í kjölfar heimsfaraldurs fóru verkefnin að verða færri. Hann tók aftur á móti málin í sínar hendur og bjó til nýtt starf. Pétur Jóhann vinnur í dag hjá veitingarrisanum Gleðipinnar og sennilega við það sem hann er bestur í, að spjalla við fólk til að bæta starfsandann. „Ef ég á að reyna segja frá þessu í stuttu máli þá byrja ég á því að fá mér kaffi svo rölti ég af stað og spjalla við fólkið. Þetta er í raun spjallmeðferð sem ég er að bjóða upp á. Ég er búinn að ganga með drög af þessari hugmynd í mörg ár og núna er komin reynsla á þetta hér innan fyrirtækisins. Fullt af veitingastöðum og ég keyri á milli og svo veit ég ekkert hvað gerist. Byrja bara að spjalla en þetta er það sem ég hef verið að gera meira og minna alla mína ævi,“ segir Pétur Jóhann og heldur áfram. „Einhvers staðar las ég eða heyrði að maður ætti að gera það sem maður er góður í og ég veit að ég er góður í þessu. Að tala við fólk sem ég þekki ekki neitt um eitthvað.“ Pétur hefur nú þegar farið á alla veitingastaði Gleðipinna oftar en einu sinni og því er starfsfólkið farið að þekkja hann nokkuð vel. Hann segist alls ekki mæta á staðina til að fara með uppistand heldur einfaldlega til þess að gefa sér tíma til að ræða við starfsfólkið um daginn og veginn. „Ég er ekki upp á sviði og ég er ekki með hljóðnema og engar upp stilltar aðstæður. Ég er ekki að gera neinar kröfur á starfsfólkið og þau gera engar kröfur til mín. Þetta er bara spjall og ég hef verið að reyna skilja eftir góðan móral og bros á vör.“ Pétur segist sjá fyrir sér að vinna meira við þetta og jafnvel fyrir fleiri fyrirtæki og sér hann fyrir sér að þetta verkefni geti orðið enn stærra. Á sínum tíma vann Pétur Jóhann hjá Byko og það í heil átta ár. Hann var ekki besti starfskrafturinn en mikilvægur var hann. Pétur keyrir um á sér merktum bíl og sinnir sínu starfi sem spjallari. „Ég var þarna í átta ár og var vinsæll á vinnustaðnum. Þá sagði yfirmaður minn einu sinni við mig þegar ég hafði mætt of seint eða eitthvað álíka. Pétur þetta er ekki fyndið, mér finnst þú ekki fyndinn og ef ég segi þér alveg eins og er þá væri ég fyrir löngu búinn að reka þig ef þú værir ekki svona góður fyrir móralinn.“ Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Gleðipinna, segir að tilraunin hafi heldur betur heppnast vel og haft góð áhrif. Það hafi sýnt sig í öllum rannsóknum að starfsumhverfi skipti sköpum hjá fyrirtækjum. „Ég hélt að hann væri að fíflast fyrst en þegar hann fór að lýsa þessu fyrir mér sá ég að honum var full alvara. Við erum á áhugaverðum stað með okkar fyrirtæki og mér fannst þetta skemmtilega galin hugmynd sem passar ágætlega við það sem við viljum ná fram hér,“ segir Jóhannes. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Veitingastaðir Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“