Carragher og Neville brjálaðir út í sín félög og ofurdeildina: Vandræðalegt, skammarlegt og glæpsamlegt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2021 07:31 Jamie Carragher og Gary Neville eru á sama máli um nýju ofurdeildina. epa/PETER POWELL Jamie Carragher og Gary Neville eru ekki alltaf sammála en þeir hafa sömu skoðun á nýrri ofurdeild Evrópu. Í gær var greint frá því að tólf félög í Evrópu hefðu stofnað nýja ofurdeild sem á að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Fréttirnar vöktu mikil viðbrögð og þau neikvæðu hafa verið mun meira áberandi en þau jákvæðu. Carragher og Neville eru meðal þeirra sem eru ósáttir við nýju ofurdeildina og þeir sendu sínum eigin félögum, Liverpool og Manchester United, tóninn í gær. „Þetta er vandræðalegt fyrir Liverpool. Hugsið um allt fólkið sem kom á undan okkur hjá þessu félagi sem hefði fundist þetta jafn vandræðalegt,“ skrifaði Carragher á Twitter. What an embarrassment we ve become @LFC think of all the people who have come before us at this club who would be equally embarrassed as well. #SuperLeague https://t.co/zLxhNyeaXB— Jamie Carragher (@Carra23) April 18, 2021 Neville flutti svo mikla eldræðu á Sky Sports eftir leik United og Burnley í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta hefur verið fordæmt og það skiljanlega. Ég hef verið stuðningsmaður Manchester United í fjörutíu ár en mér býður við þessu, sérstaklega hvað varðar United og Liverpool,“ sagði Neville. „Manchester United, stofnað af verkafólki á svæðinu, er að stofna deild án keppni þar sem þeir geta ekki einu sinni fallið. Þetta er til skammar. Það þarf að taka völdin af þessum stærstu félögum í deildinni, þar á meðal mínu félagi.“ | "I'm a #MUFC fan and I'm absolutely disgusted." | "They are an absolute joke."@GNev2 gives a brutally honest reaction to reports that England's biggest clubs are expected to be part of plans for a breakaway European Super League. pic.twitter.com/VfJccHgybc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 18, 2021 Neville hvatti til þess að ensku félögunum sem eru í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar yrði refsað. „Dragið af stig af þeim öllum á morgun. Sendið þau á botn deildarinnar og sektið þau. Í alvöru, við þurfum að stíga fast til jarðar. Þetta er glæpsamlegt gagnvart fótboltaaðdáendum í landinu,“ sagði Neville. Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira
Í gær var greint frá því að tólf félög í Evrópu hefðu stofnað nýja ofurdeild sem á að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Fréttirnar vöktu mikil viðbrögð og þau neikvæðu hafa verið mun meira áberandi en þau jákvæðu. Carragher og Neville eru meðal þeirra sem eru ósáttir við nýju ofurdeildina og þeir sendu sínum eigin félögum, Liverpool og Manchester United, tóninn í gær. „Þetta er vandræðalegt fyrir Liverpool. Hugsið um allt fólkið sem kom á undan okkur hjá þessu félagi sem hefði fundist þetta jafn vandræðalegt,“ skrifaði Carragher á Twitter. What an embarrassment we ve become @LFC think of all the people who have come before us at this club who would be equally embarrassed as well. #SuperLeague https://t.co/zLxhNyeaXB— Jamie Carragher (@Carra23) April 18, 2021 Neville flutti svo mikla eldræðu á Sky Sports eftir leik United og Burnley í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta hefur verið fordæmt og það skiljanlega. Ég hef verið stuðningsmaður Manchester United í fjörutíu ár en mér býður við þessu, sérstaklega hvað varðar United og Liverpool,“ sagði Neville. „Manchester United, stofnað af verkafólki á svæðinu, er að stofna deild án keppni þar sem þeir geta ekki einu sinni fallið. Þetta er til skammar. Það þarf að taka völdin af þessum stærstu félögum í deildinni, þar á meðal mínu félagi.“ | "I'm a #MUFC fan and I'm absolutely disgusted." | "They are an absolute joke."@GNev2 gives a brutally honest reaction to reports that England's biggest clubs are expected to be part of plans for a breakaway European Super League. pic.twitter.com/VfJccHgybc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 18, 2021 Neville hvatti til þess að ensku félögunum sem eru í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar yrði refsað. „Dragið af stig af þeim öllum á morgun. Sendið þau á botn deildarinnar og sektið þau. Í alvöru, við þurfum að stíga fast til jarðar. Þetta er glæpsamlegt gagnvart fótboltaaðdáendum í landinu,“ sagði Neville.
Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira