Carragher og Neville brjálaðir út í sín félög og ofurdeildina: Vandræðalegt, skammarlegt og glæpsamlegt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2021 07:31 Jamie Carragher og Gary Neville eru á sama máli um nýju ofurdeildina. epa/PETER POWELL Jamie Carragher og Gary Neville eru ekki alltaf sammála en þeir hafa sömu skoðun á nýrri ofurdeild Evrópu. Í gær var greint frá því að tólf félög í Evrópu hefðu stofnað nýja ofurdeild sem á að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Fréttirnar vöktu mikil viðbrögð og þau neikvæðu hafa verið mun meira áberandi en þau jákvæðu. Carragher og Neville eru meðal þeirra sem eru ósáttir við nýju ofurdeildina og þeir sendu sínum eigin félögum, Liverpool og Manchester United, tóninn í gær. „Þetta er vandræðalegt fyrir Liverpool. Hugsið um allt fólkið sem kom á undan okkur hjá þessu félagi sem hefði fundist þetta jafn vandræðalegt,“ skrifaði Carragher á Twitter. What an embarrassment we ve become @LFC think of all the people who have come before us at this club who would be equally embarrassed as well. #SuperLeague https://t.co/zLxhNyeaXB— Jamie Carragher (@Carra23) April 18, 2021 Neville flutti svo mikla eldræðu á Sky Sports eftir leik United og Burnley í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta hefur verið fordæmt og það skiljanlega. Ég hef verið stuðningsmaður Manchester United í fjörutíu ár en mér býður við þessu, sérstaklega hvað varðar United og Liverpool,“ sagði Neville. „Manchester United, stofnað af verkafólki á svæðinu, er að stofna deild án keppni þar sem þeir geta ekki einu sinni fallið. Þetta er til skammar. Það þarf að taka völdin af þessum stærstu félögum í deildinni, þar á meðal mínu félagi.“ | "I'm a #MUFC fan and I'm absolutely disgusted." | "They are an absolute joke."@GNev2 gives a brutally honest reaction to reports that England's biggest clubs are expected to be part of plans for a breakaway European Super League. pic.twitter.com/VfJccHgybc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 18, 2021 Neville hvatti til þess að ensku félögunum sem eru í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar yrði refsað. „Dragið af stig af þeim öllum á morgun. Sendið þau á botn deildarinnar og sektið þau. Í alvöru, við þurfum að stíga fast til jarðar. Þetta er glæpsamlegt gagnvart fótboltaaðdáendum í landinu,“ sagði Neville. Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira
Í gær var greint frá því að tólf félög í Evrópu hefðu stofnað nýja ofurdeild sem á að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Fréttirnar vöktu mikil viðbrögð og þau neikvæðu hafa verið mun meira áberandi en þau jákvæðu. Carragher og Neville eru meðal þeirra sem eru ósáttir við nýju ofurdeildina og þeir sendu sínum eigin félögum, Liverpool og Manchester United, tóninn í gær. „Þetta er vandræðalegt fyrir Liverpool. Hugsið um allt fólkið sem kom á undan okkur hjá þessu félagi sem hefði fundist þetta jafn vandræðalegt,“ skrifaði Carragher á Twitter. What an embarrassment we ve become @LFC think of all the people who have come before us at this club who would be equally embarrassed as well. #SuperLeague https://t.co/zLxhNyeaXB— Jamie Carragher (@Carra23) April 18, 2021 Neville flutti svo mikla eldræðu á Sky Sports eftir leik United og Burnley í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta hefur verið fordæmt og það skiljanlega. Ég hef verið stuðningsmaður Manchester United í fjörutíu ár en mér býður við þessu, sérstaklega hvað varðar United og Liverpool,“ sagði Neville. „Manchester United, stofnað af verkafólki á svæðinu, er að stofna deild án keppni þar sem þeir geta ekki einu sinni fallið. Þetta er til skammar. Það þarf að taka völdin af þessum stærstu félögum í deildinni, þar á meðal mínu félagi.“ | "I'm a #MUFC fan and I'm absolutely disgusted." | "They are an absolute joke."@GNev2 gives a brutally honest reaction to reports that England's biggest clubs are expected to be part of plans for a breakaway European Super League. pic.twitter.com/VfJccHgybc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 18, 2021 Neville hvatti til þess að ensku félögunum sem eru í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar yrði refsað. „Dragið af stig af þeim öllum á morgun. Sendið þau á botn deildarinnar og sektið þau. Í alvöru, við þurfum að stíga fast til jarðar. Þetta er glæpsamlegt gagnvart fótboltaaðdáendum í landinu,“ sagði Neville.
Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira