Hóta enn á ný að stofna ofurdeild sem kæmi í stað Meistaradeildar Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 15:06 Barcelona og Real Madrid eru meðal þeirra félaga sem eru hlynnt stofnun ofurdeildar Evrópu. Alex Caparros/Getty Images Aðeins degi áður en knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ætlaði að tilkynna breytingar á Meistaradeild Evrópu bárust fregnir þess efnis að mörg stærstu lið álfunnar vilji stofna sína eigin deild. Í dag, 19. apríl, ætlaði UEFA að tilkynna breytingar á Meistaradeild Evrópu. Breyta á fyrirkomulagi keppninnar svo fleiri leikir verðir spilaði og meiri peningur ætti því að skila sér kassann fyrir stærstu og bestu lið Evrópu. Í gær staðfesti AP fréttastofan hins vegar að mörg af stærri liðum Evrópu væru enn með þann draum í maganum að stofna svokallaða ofurdeild og væri það enn markmið þeirra. Samkvæmt heimildum AP eru félög á borð við Barcelona, Real Madrid og Manchester United meðal þeirra sem vilja stofna áður nefnda ofurdeild. Major split in European football as elite clubs threaten a Super League breakaway just as UEFA planned to announce the new-look post-2024 Champions League tomorrow.Premier League warns clubs not to join and to distance themselves from a Super League. https://t.co/NMfevc6ZG2— Rob Harris (@RobHarris) April 18, 2021 Stjórn ECA, European Club Association, hafði þegar samþykkt breytt fyrirkomulag á Meistaradeild Evrópu frá og með árinu 2024. Liðum yrði fjölgað um fjögur og yrðu því 36 talsins. Þá yrði aðeins leikið í tveimur riðlum. Ásamt áðurnefndum liðum hér að ofan er talið að AC Milan, Chelsea, Liverpool, Tottenham Hotspur, Arsenal, Real Madrid, Barcelona og Atlético Madrid séu meðal þeirra liða sem vilja stofna ofurdeild. Welcome to the tipping point, everyone. 12 teams have signed up for, or expressed interest in joining, a breakaway Super League. Six from England, three each from Italy and Spain. Massive moment for European football. (By @tariqpanja) https://t.co/bDSbcmghKn— Rory Smith (@RorySmith) April 18, 2021 Alls hafa tólf lið gefið út að þau vilji stofna deild sem þessa. Sex frá Englandi, þrjú frá Spáni og þrjú frá Ítalíu. Það er þó varla hægt að tala um ofurdeild þegar sum þessara liða eru um miðja deild heima fyrir. Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain hafa ekki enn staðfest að félagið hafi áhuga á að taka þátt í slíkri deild. Mikil umræða hefur verið í kringum téða ofurdeild undanfarna mánuði og taldi UEFA sig hafa tæklað málið með breyttu fyrirkomulagi Meistaradeildar Evrópu. Svo virðist ekki vera en þau félög sem virðast ekki eiga möguleika á að komast í Meistaradeildina telja sig þó greinilega hafa rétt á að spila í ofurdeildinni. Nánar um fyrirkomulag ofurdeildarinnar má lesa á vef AP. Ofurdeildin ætti að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Um er að ræða 20 liða deild sem skipt upp í tvo riðla. Fimmtán lið ættu fast sæti í deildinni en óvíst er hvernig hin fimm yrðu valin ár frá ári. Þrír og hálfur milljarður evra myndu deilast milli þeirra 15 liða sem ættu fast sæti í deildinni. Þá færu leikir deildarinnar fram í miðri viku, líkt og Meistaradeildin, nema úrslitaleikurinn. Fótbolti Meistaradeild Evrópu UEFA Ofurdeildin Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Í dag, 19. apríl, ætlaði UEFA að tilkynna breytingar á Meistaradeild Evrópu. Breyta á fyrirkomulagi keppninnar svo fleiri leikir verðir spilaði og meiri peningur ætti því að skila sér kassann fyrir stærstu og bestu lið Evrópu. Í gær staðfesti AP fréttastofan hins vegar að mörg af stærri liðum Evrópu væru enn með þann draum í maganum að stofna svokallaða ofurdeild og væri það enn markmið þeirra. Samkvæmt heimildum AP eru félög á borð við Barcelona, Real Madrid og Manchester United meðal þeirra sem vilja stofna áður nefnda ofurdeild. Major split in European football as elite clubs threaten a Super League breakaway just as UEFA planned to announce the new-look post-2024 Champions League tomorrow.Premier League warns clubs not to join and to distance themselves from a Super League. https://t.co/NMfevc6ZG2— Rob Harris (@RobHarris) April 18, 2021 Stjórn ECA, European Club Association, hafði þegar samþykkt breytt fyrirkomulag á Meistaradeild Evrópu frá og með árinu 2024. Liðum yrði fjölgað um fjögur og yrðu því 36 talsins. Þá yrði aðeins leikið í tveimur riðlum. Ásamt áðurnefndum liðum hér að ofan er talið að AC Milan, Chelsea, Liverpool, Tottenham Hotspur, Arsenal, Real Madrid, Barcelona og Atlético Madrid séu meðal þeirra liða sem vilja stofna ofurdeild. Welcome to the tipping point, everyone. 12 teams have signed up for, or expressed interest in joining, a breakaway Super League. Six from England, three each from Italy and Spain. Massive moment for European football. (By @tariqpanja) https://t.co/bDSbcmghKn— Rory Smith (@RorySmith) April 18, 2021 Alls hafa tólf lið gefið út að þau vilji stofna deild sem þessa. Sex frá Englandi, þrjú frá Spáni og þrjú frá Ítalíu. Það er þó varla hægt að tala um ofurdeild þegar sum þessara liða eru um miðja deild heima fyrir. Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain hafa ekki enn staðfest að félagið hafi áhuga á að taka þátt í slíkri deild. Mikil umræða hefur verið í kringum téða ofurdeild undanfarna mánuði og taldi UEFA sig hafa tæklað málið með breyttu fyrirkomulagi Meistaradeildar Evrópu. Svo virðist ekki vera en þau félög sem virðast ekki eiga möguleika á að komast í Meistaradeildina telja sig þó greinilega hafa rétt á að spila í ofurdeildinni. Nánar um fyrirkomulag ofurdeildarinnar má lesa á vef AP. Ofurdeildin ætti að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Um er að ræða 20 liða deild sem skipt upp í tvo riðla. Fimmtán lið ættu fast sæti í deildinni en óvíst er hvernig hin fimm yrðu valin ár frá ári. Þrír og hálfur milljarður evra myndu deilast milli þeirra 15 liða sem ættu fast sæti í deildinni. Þá færu leikir deildarinnar fram í miðri viku, líkt og Meistaradeildin, nema úrslitaleikurinn.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu UEFA Ofurdeildin Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira