Þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð einhverfra – farvegur nýrra tækifæra Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 17. apríl 2021 13:01 Oft hefur verið talið að Nikola Tesla og Thomas Alfa Edison hafi báðir verið á einhverfurófi. Ekki er hægt að sanna það, en segja má að staðfestur grunur um slíkt sé í gangi. Einhverfir hafa oft uppáhalds áhugamál sem taka huga þeirra allan. Sumir teikna teiknimyndir, aðrir mála, semja tónlist, byggja skip úr legókubbum eða elska tölvur eða þvottavélar. Einhverfir eiga oft erfitt með að fá vinnu hjá öðrum á íslenskum vinnumarkaði. En hver segir að sumir einhverfir geti ekki stofnað sín eigin fyrirtæki? Grunur er um að Bill Gates sjálfur sé á rófinu. Hann stofnaði fyrirtækið Microsoft. Ef einhverfur einstaklingur er mikill teiknari eða listmálari þarf einfaldlega að stofna fyrirtæki í kringum áhugamálið. Sama gildir ef tölvur og forritun eru í fyrsta sæti. Þar er kominn vettvangur fyrir heilt fyrirtæki. En einhverfir eru ekki alltaf manna bestir í mannlegum samskiptum. Þetta þekki ég sjálf, verandi einhverf/ADHD og með snert af geðklofa. Þess vegna þurfa einhverfir hjálp. Þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð einhverfra er það sem koma skal og það sem sárlega skortir. Það þarf að setja upp miðstöð sem getur aðstoðað einhverfa við að stofna sín eigin fyrirtæki utan um sín áhugamál og það þarf sjálfstæða þekkingarmiðstöð sem getur leiðbeint fjölskyldum, aðstandendum og einhverfum sjálfum um þau málefni er einhverfu snerta. Ég sendi forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur erindi um málið fyrir skömmu. Einnig hefur verið rætt við Félagsmálaráðherra. Ég ætla rétt að vona að eitthvað gerist sem fyrst. Í Bretlandi eru um 71% einhverfra á örorku, utan vinnumarkaðar. Ástandið gæti verið svipað hér á Íslandi. Það hefur þó ekki verið rannsakað. Einhverfa er mjög mismunandi og lýsir sér afar einstaklingsbundið. Það eru vissulega margir einhverfir sem þurfa á örorku að halda og munu þurfa hana áfram af ýmsum ástæðum. En það er líka nokkuð stór hópur sem þarf bara þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð til þess að geta komist af örorku og stofnað sín eigin fyrirtæki. Ég er sjálf með 75% örorkumat, en ég starfa líka sem 25% framkvæmdastjóri hins alþjóðlega þýðingafyrirtækis Brandugla Translations ehf. Allar tekjur sem ég hef gef ég upp til TR og til skatts og það er dregið af mér. Fyrirtækið greiðir fulla skatta og skyldur. Ég er með M.A. gráðu í þýðingafræði og er læs á 7 tungumál. Að auki er ég nokkuð góð í íslensku sem skiptir mestu máli. Ég stofnaði sjálf fyrirtækið Brandugla Translations ehf. Við erum með samninga við ýmsar erlendar þýðingastofur og vinnum verkefni eftir því sem við getum og okkur hentar. Maðurinn minn vinnur einnig hlutastarf í fyrirtækinu. Einhverfa mín/ADHD og geðklofi kemur ekki í veg fyrir að ég geti starfað að hluta í mínu eigin fyrirtæki sem framkvæmdastjóri. Ef ég get þetta, eru fleiri sem geta þetta líka. Það er til mikils að vinna. Hjálpum einhverfum að stofna sín eigin fyrirtæki. Höfundur er Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, M.A. M.Sc. framkvæmdastjóri Brandugla Translations ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Oft hefur verið talið að Nikola Tesla og Thomas Alfa Edison hafi báðir verið á einhverfurófi. Ekki er hægt að sanna það, en segja má að staðfestur grunur um slíkt sé í gangi. Einhverfir hafa oft uppáhalds áhugamál sem taka huga þeirra allan. Sumir teikna teiknimyndir, aðrir mála, semja tónlist, byggja skip úr legókubbum eða elska tölvur eða þvottavélar. Einhverfir eiga oft erfitt með að fá vinnu hjá öðrum á íslenskum vinnumarkaði. En hver segir að sumir einhverfir geti ekki stofnað sín eigin fyrirtæki? Grunur er um að Bill Gates sjálfur sé á rófinu. Hann stofnaði fyrirtækið Microsoft. Ef einhverfur einstaklingur er mikill teiknari eða listmálari þarf einfaldlega að stofna fyrirtæki í kringum áhugamálið. Sama gildir ef tölvur og forritun eru í fyrsta sæti. Þar er kominn vettvangur fyrir heilt fyrirtæki. En einhverfir eru ekki alltaf manna bestir í mannlegum samskiptum. Þetta þekki ég sjálf, verandi einhverf/ADHD og með snert af geðklofa. Þess vegna þurfa einhverfir hjálp. Þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð einhverfra er það sem koma skal og það sem sárlega skortir. Það þarf að setja upp miðstöð sem getur aðstoðað einhverfa við að stofna sín eigin fyrirtæki utan um sín áhugamál og það þarf sjálfstæða þekkingarmiðstöð sem getur leiðbeint fjölskyldum, aðstandendum og einhverfum sjálfum um þau málefni er einhverfu snerta. Ég sendi forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur erindi um málið fyrir skömmu. Einnig hefur verið rætt við Félagsmálaráðherra. Ég ætla rétt að vona að eitthvað gerist sem fyrst. Í Bretlandi eru um 71% einhverfra á örorku, utan vinnumarkaðar. Ástandið gæti verið svipað hér á Íslandi. Það hefur þó ekki verið rannsakað. Einhverfa er mjög mismunandi og lýsir sér afar einstaklingsbundið. Það eru vissulega margir einhverfir sem þurfa á örorku að halda og munu þurfa hana áfram af ýmsum ástæðum. En það er líka nokkuð stór hópur sem þarf bara þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð til þess að geta komist af örorku og stofnað sín eigin fyrirtæki. Ég er sjálf með 75% örorkumat, en ég starfa líka sem 25% framkvæmdastjóri hins alþjóðlega þýðingafyrirtækis Brandugla Translations ehf. Allar tekjur sem ég hef gef ég upp til TR og til skatts og það er dregið af mér. Fyrirtækið greiðir fulla skatta og skyldur. Ég er með M.A. gráðu í þýðingafræði og er læs á 7 tungumál. Að auki er ég nokkuð góð í íslensku sem skiptir mestu máli. Ég stofnaði sjálf fyrirtækið Brandugla Translations ehf. Við erum með samninga við ýmsar erlendar þýðingastofur og vinnum verkefni eftir því sem við getum og okkur hentar. Maðurinn minn vinnur einnig hlutastarf í fyrirtækinu. Einhverfa mín/ADHD og geðklofi kemur ekki í veg fyrir að ég geti starfað að hluta í mínu eigin fyrirtæki sem framkvæmdastjóri. Ef ég get þetta, eru fleiri sem geta þetta líka. Það er til mikils að vinna. Hjálpum einhverfum að stofna sín eigin fyrirtæki. Höfundur er Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, M.A. M.Sc. framkvæmdastjóri Brandugla Translations ehf.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar