Er um að ræða fjórar mismunandi vörur en Matvælastofnun tilkynnti fyrr í dag að innköllun væri hafin á tveimur þeirra eftir að þrjú dauðsföll í Danmörku og fjöldi salmonellusýkinga voru rakin til neyslu fæðubótarefnanna. Minnst nítján hafa verið lagðir inn á sjúkrahús þar í landi eftir að hafa tekið þau inn og minnst 33 veikst.
Ekki selt framleiðslulotuna hér á landi
Fram kemur í tilkynningu frá Lyfjaveri að framleiðslulotan sem um ræðir hafi ekki verið til sölu hér á landi á vegum Lyfjavers. Framleiðandinn ORKLA Health AS hafi þó ákveðið að innkalla allar vörur sínar að svo stöddu sem fyrirbyggjandi aðgerð. Salmonella getur valdið niðurgangi, kviðverkjum, ógleði, hita og uppköstum.
Ef einstaklingur hefur keypt HUSK í verslun Lyfjavers, Netapóteki Lyfjavers eða Heilsuveri er viðkomandi beðinn um að hætta notkun hennar strax og skila henni inn svo fljótt sem auðið er.
Vörurnar sem um ræðir:
-Husk náttúrulegar trefjar (Naturlig fiber), duft 150 gr – Allar lotur og dagsetningar
-Husk náttúrulegar trefjar (Naturlig fiber) 225 hylki – Allar lotur og dagsetningar
-Husk Trefjar + Mjólkursýrugerlar (Naturlig fiber + Melkesyre bakterier), duft 28 x 5 gr – Allar lotur og dagsetningar
-Husk Trefjar + Mjólkursýrugerlar (Naturlig fiber + Melkesyre bakterier) 200 gr – Allar lotur og dagsetningar