Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í vikunni þá ákvörðun að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Það ætlar hann að gera án þess að setja talibönum skilyrði. Ákvörðunin gæti reynst íbúum landsins afdrifarík. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa einnig tekið þá ákvörðun að kalla hermenn heim og á brottflutningur hermanna að hefjast áður en apríl er úti. Biden er fjórði forseti Bandaríkjanna síðan ráðist var inn í Afganistan og segir hann ekki koma til greina í hans huga að færa ábyrgðina yfir á þann fimmta. Ákvörðun Bidens hefur verið gagnrýnd og sögð færa allt vald til talibana. Biden sagðist skilja þá gagnrýni en ítrekaði að Bandaríkin hefðu reynt að hafa áhrif á talibana í áratug og það hefði engum árangri skilað. Hvorki þegar Bandaríkin voru með um hundrað þúsund hermenn í Afganistan né þegar þeir voru með nokkur þúsund hermenn þar. Þá hét forsetinn því að Bandaríkin myndu áfram standa við bakið á ríkisstjórn og her Afganistan og koma að viðræðum við talibana. Markmiðin breyttust fljótt Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York borg, þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en talibanar, sem ríktu þá í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti. Bandarískir hermenn sitja undir fána sem reistur var í herstöð þeirra í Kunar-héraði árið 2011, til að marka tíu ára afmæli árásarinnar á tvíburaturnana.AP/David Goldman Ríkisstjórn talibana féll tiltölulega fljótt og Bandaríkin náðu markmiði sínu; að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn notuðu Afganistan sem bækistöð til að gera árásir á Bandaríkin innan nokkurra mánaða. Leiðtogar al-Qaeda voru flestir felldir eða þeir handsamaðir en sumir flúðu frá Afganistan. George W. Bush, sem var þá forseti Bandaríkjanna, lýsti því þó yfir að markmiðin hefðu breyst. Bandaríkin myndu hjálpa bandamönnum sínum í Afganistan að byggja upp nútíma lýðræðisríki. „Við munum vera í Afganistan þar til markmiðunum er náð,“ sagði Bush, án þess þó að útskýra nánar hver þau markmið væru. Hér að neðan má sjá ræðu Bush þegar hann tilkynnti að innrás Bandaríkjanna væri hafin. Við tók skæruhernaður sem hefur staðið yfir í nærri því tuttugu ár. Stríðið í Afganistan er það lengsta í sögu Bandaríkjanna. Undanfarin ár hefur talibönum vaxið ásmegin og stjórna þeir nú stórum hluta Afganistan. Í rauninni hefur staða þeirra ekki verið jafn sterk frá því þeim var komið frá völdum í kjölfar innrásarinnar. Í stuttu máli sagt má lýsa stöðunni þannig að ríkisstjórn Afganistan stjórnar borgum og stórum bæjum landsins en talibanar eru með yfirráð í dreifðari byggðum. Hermenn hlífa öðrum hermönnum sem særðust þegar þeir óku brynvörðum bíl þeirra yfir sprengju talibana í Wardak-héraði 2009.AP/David Goldman NATO getur ekki haldið áfram án Bandaríkjanna Bandaríki Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu hafa einnig tekið þátt í stríðinu í Afganistan. Fimmta grein stofnsáttmála NATO segir til um að árás á eitt aðildarríki sé árás á þau öll og reyndi fyrst á hana í sögu bandalagsins eftir árásina á tvíburaturnana. Um það bil sjö þúsund hermenn frá aðildarríkjum NATO, og öðrum, eru í Afganistan. Bandaríkin eru með um 2.500 hermenn í landinu, og allt að þúsund sérsveitarmenn þar að auki, en þegar mest var, árið 2011, voru hermennirnir rúmlega hundrað þúsund. Fáni lagður fyrir lík tveggja hermanna sem féllu í sprengjuárás í Kandaharhéraði 2010.AP/Brennan Linsley Allir utanaðkomandi hermenn í Afganistan reiða sig þó á stuðning Bandaríkjanna í lofti og birgðanet ríkisins í Afganistan. Án viðveru Bandaríkjanna er svo gott sem ómögulegt fyrir önnur ríki að halda hermönnum þar, án umfangsmikillar hernaðaruppbyggingar. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ferðaðist til Brussel í vikunni þar sem hann seldi Evrópumönnum þá hugmynd að binda loks enda á stríðið í Afganistan. Hann fór einnig til Afganistan þar sem hann tjáði ráðamönnum að Bandaríkin myndu ekki hætta stuðningi sínum við ríkið. Antony Blinken, utanríksráðherra Bandaríkjanna, og Ashraf Ghani, forseti Afganistan, á fundi þeirra í vikunni.AP/Forsetaembætti Afganistan Ríkisstjórn Afganistans, sem leidd er af Ashraf Ghani, er ekki saklaus. Störf hennar hafa einkennst af mikilli spillingu og pólitík sem þykir sundrandi. Bakhjarlar Afganistan hafa áhyggjur af stöðu Ghanis og spillingu í Afganistan. Er hann talinn fátækur af bandamönnum, valdamiklum mönnum í Afganistan, og sömuleiðis séu tengsl han við þingið veik og jafnvel Bandaríkin. Stjórnarher Afganistan hefur sömuleiðis verið sakaður um spillingu og að kúga fé úr almennum borgurum, svo eitthvað sé nefnt. Talibanar stóðu ekki við skilyrðin Donald Trump, forveri Bidens, hafði gert samkomulag við talibana um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Afganistan fyrir 1. maí. Talibanar hafa hótað því að fjölga skæruárásum í Afganstan í kjölfar ákvörðunar Bidens að seinka brottför hermanna. Þeir kalla eftir því að hann standi við samkomulagið sem þeir gerðu við Trump. Því samkomulagi fylgdu ýmiss skilyrði sem talibanar hafa ekki staðið við. Langt því frá. Forsvarsmenn talibana hafa til að mynda ekki slitið tengsl sín við al-Qaeda og önnur hryðjuverkasamtök. Þá hafa talibanar hingað til ekki viljað ræða af alvöru um mögulegan frið við ríkisstjórn landsins. Þeir telja sig þegar hafa unnið stríðið gegn Bandaríkjunum. Nú þurfi þeir bara að bíða og ganga frá stjórnarhernum. Barn fylgist með brynvörðum farartækjum bandarískra hermanna í Kandahar-héraði árið 2009.AP/Emilio Morenatti Vilja sjaríalög og ekkert annað Talibanar í Afganistan kalla sig í raun „Íslamska emírsdæmi Afganistan“ sem er sama nafn og þeir notuðu áður en þeim var komið frá völdum. Á yfirráðasvæðum þeirra hafa þeir komið fyrir embættismönnum og stjórnkerfi. Blaðamenn BBC heimsóttu nýverið yfirráðasvæði þeirra í norðurhluta Afganistan og ræddu við stjórnanda Balkh-héraðs. Hann og aðrir viðmælendur BBC sögðu talibana hafa brugðist reiða við því að Biden stóð ekki við samkomulagið sem þeir höfðu gert við Trump og í kjölfarið væru þeir tilbúnir fyrir hvort sem væri, frið eða nýtt stríð. „Við viljum íslamska ríkisstjórn þar sem farið verður eftir sjaríalögum. Við munum halda heilögu stríði okkar áfram þar til kröfur okkar verða samþykktar,“ sagði stjórnandinn Haji Hekmat. Hann sagði einnig að lítill sem enginn munur yrði á mögulegri nýrri ríkisstjórn talibana og þeirri gömlu. Þetta væru að mestu sömu mennirnir. Bandarískur landgönguliði í Helmand-héraði árið 2011.AP/Anja Niedringhaus BBC-liðar voru færðir í skóla þar sem þeim voru sýndar kennslustofur þar sem sjá mátti bæði drengi og stúlkur. Á árum áður bönnuðu talibanar konum að mennta sig.Viðmælendur BBC sögðu að stúlkur mættu sækja skóla svo lengi sem þær fylgdu sjaríalögum. Blaðamenn BBC segja augljóst að talibanar hafi reynt að sýna sig í jákvæðu ljósi í heimsókn þeirra. Áhyggjur séu uppi af afstöðu talibana í garð kvenna. Konur spila ekkert hlutverk innan stjórnkerfis Talibana og á árum áður meinuðu þeir konum að sækja vinnu utan heimilisins. Blaðamennirnir náðu eingöngu að ræða við einn íbúa, án þess að vera í fylgd talibana. Sá sagði talibana vera mun strangari en þeir viðurkenndu opinberlega. Menn væru barðir fyrir að raka skegg sín og mættu til að mynda ekki hlusta á tónlist. Þá sagði hann íbúa hrædda og að talibanar gengu í skrokk á fólki við minnsta tilefni. Afganskir sérsveitarmenn, þjálfaðir af NATO.EPA/JALIL REZAYEE Árásum á borgara hefur fjölgað Árásum talibana á almenna borgara hefur fjölgað á undanförnu ári og þá sérstaklega gegn konum og börnum, ef marka má skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var á miðvikudaginn. Þar kemur fram að á fyrsta fjórðungi ársins hafi dauðsföllum kvenna í árásum talibana og annarra hryðjuverkasamtaka fjölgað um 37 prósent á milli ára og dauðsföllum barna um 23 prósent. Rúmlega 1.700 almennir borgarar féllu eða særðust í þessum árásum. Sjá einnig: Fyrsta leikstýra Afganistan skotin Í samtali við Guardian segir Basireh Safa Theri, sem opnaði skóla fyrir stúlkur í Kabúl í kjölfar innrásar Bandaríkjanna, að stúlkurnar þar óttist að geta bara menntað sig í nokkra mánuði til viðbótar. Stúlkurnar reyni að læra meira á þeim litla tíma sem þær telji sig hafa. Bandarískir landgönguliðar skjóta á talibana nærri bænum Garmser í Helmand-héraði árið 2008.AP/David Guttenfelder Búast ekki við að geta klárað nám Nokkrar konur fyrir utan háskólann í Kabúl töluðu á svipuðum nótum þegar rætt var við þær á miðvikudaginn. Ein hafði áhyggjur af því að fá ekki að klára nám sitt því hún taldi að talibanar myndu brátt ná völdum í Afganistan. Önnur vildi ítreka fyrir umheiminum að talibanar væru að plata umheiminn. Þeir hefðu ekkert breyst frá því fyrir tuttugu árum síðan. „Ég mun tapa menntun minni og Bandaríkin bera auðvitað ábyrgð á því, ekki talibanar. Þetta er bara í eðli talibana,“ sagði hún. Móttökurnar fylgja flokkslínum Heima fyrir hafa móttökur við ákvörðun Bidens að mestu fylgt flokkslínum. Demókratar hafa fagnað henni og Repúblikanar mótmælt henni. Meðal þeirra sem hafa mótmælt henni er Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings. Hann segir að með ákvörðun sinni sé Biden að pakka Afganistan inn og færa talibönum landið í aðdraganda afmælis árásarinnar á Tvíburaturnana. Foreign terrorists will not leave the U.S. alone simply because our politicians have grown tired of taking the fight to them. The President needs to explain to the American people how abandoning our partners and retreating in the face of the Taliban will make America safer.— Leader McConnell (@LeaderMcConnell) April 13, 2021 Margir hafa sett ákvörðunina í samhengi við ákvörðun Baracks Obama, fyrrverandi forseta, að kalla bandaríska hermenn heim frá Írak árið 2011. Það hafi sömuleiðis verið gert án tillits til aðstæðna í landinu sjálfu og að endingu hafi Bandaríkin þurft að snúa aftur til Íraks og berjast þar við Íslamska ríkið, sem reis úr ösku al-Qaeda í Írak. Sjá einnig: Hvernig bandarískir hermenn duttu í „lukkupottinn“ Þeirra á meðal er öldungadeildarþingmaðurinn Lindsay Graham. Í ávarpi hans í vikunni virtist hann gera ráð fyrir því að talibanar myndu ná aftur völdum í Afganistan og sagðist ekki treysta þeim til að hafa eftirlit með og halda aftur af al-Qaeda og Íslamska ríkinu í Afganistan. Graham sagði að það þyrfti tvo til að binda enda á stríð og að talibanar væru svo sannarlega ekki hættir. David Petraeus, fyrrverandi hershöfðingi og fyrrverandi yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, hefur einnig gagnrýnt ákvörðunina og segir hana mistök. Hann telur að innan nokkurra ára muni Bandaríkjamenn sjá eftir henni og að hið „endalausa stríð“ sem talað er um vestanhafs muni einungis versna. „Ég skil vel gremjuna sem leiddi til þessarar ákvörðunar,“ hefur miðillinn Defense One eftir Petreus. Hann sagði að þó Bandaríkin drægu sig frá þessu stríði þýddi það ekki endalok stríðsins. Það þýddi eingöngu endalok aðkomu Bandaríkjanna að því. „Ég óttast að þetta stríð muni versna.“ Patraeus sagðist óttast það að talibönum myndi vaxa ásmegin og að hryðjuverkasamtök myndu nota versnandi ástand og óstöðugleika í Afganistan sér í hag. Þar að auki myndu Bandaríkin missa töluverða getu til aðgerða gegn hryðjuverkasamtökum í Mið-Austurlöndum. Hann sagðist hugsi yfir því hvort ekki hefði verið hægt að finna lausn þar sem Bandaríkin drægju úr viðveru en gengu í senn úr skugga um að al-Qaeda og ISIS nái ekki fótfestu í Afganistan. Afganskir hermenn hafa staðið í ströngu síðan Bandaríkin og NATO hættu að taka beinan þátt í átökum í Afganistan.EPA/GHULAMULLAH HABIBI Segjast hafa lært sína lexíu Ráðamenn í Washington ætla sér þó að reyna að koma í veg fyrir sambærilega atburðarás og í Írak með því að senda fámennari herlið til nágrannaríkja Afganistan. New York Times segir að til greina komi að koma upp litlum herstöðvum í ríkjum eins Tadsíkistan, Kasakstan og Úsbekistan. Verði af því gætu þær herstöðvar, auk flugmóðurskipa og langdrægra flugvéla frá öðrum stöðvum, verið notaðar til að herja á hryðjuverkamenn í Afganistan. Biden ítrekaði í ávarpi sínu í vikunni að ríkisstjórn hans myndi ekki taka augun af ógninni frá hryðjuverkasamtökum. Áhersla verður lögð á að fá talibana og stjórnvöld Afganistan til að semja um frið og eru miklar vonir bundnar við ráðstefnu sem hefst í Tyrklandi þann 24. apríl. Enn er óvíst um þátttöku talibana en þeir segjast ekki ætla að mæta svo lengi sem erlendir hermenn séu í Afganistan. Fátt gott í stöðunni Hvort sem áhrifamenn vestan hafs eru fylgjandi ákvörðun Bidens eða ekki virðast flestir sammála um tvennt. Annars vegar að fátt gott hafi verið í stöðunni fyrir Bandaríkin og hins vegar að ákvörðunin muni koma sér vel fyrir talibana og illa fyrir almenna borgara í stærri byggðum Afganistan. Heimafólk sem hefur vanist ákveðnum réttindum og lýðræði á undanförnum áratugum. Afganistan Bandaríkin Joe Biden NATO Fréttaskýringar Hernaður Tengdar fréttir Bandalagsríki NATO kalla herinn heim frá Afganistan Danir ætla að kalla herafla sinn heim frá Afganistan í skrefum fram til 11. september næstkomandi, samhliða því sem NATO og Bandaríkin hyggjast draga úr umsvifum sínum í landinu. Danir sendu fyrstu hermennina til Afganistan í janúar 2002 og hafa tekið þátt í stríðinu síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson segir að nú hefjist nýr kafli í samskiptum NATO og Afganistan. 14. apríl 2021 20:26 Ætla að kalla hermenn heim fyrir ellefta september Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar að kalla alla bandaríska hermenn í Afganistan heim fyrir 11. september. Þá verða tuttugu ár liðin frá árásinni á Tvíburaturnanna svokölluðu, sem leiddi til innrásar Bandaríkjanna í Afganistan. Stríðið er það lengsta í sögu Bandaríkjanna. 13. apríl 2021 16:43 Friðarviðræður í hættu og útlit fyrir umfangsmikla sókn Talibana Ríkisstjórn Afganistan og öryggissveitir hennar eru undir miklu álagi vegna mikils fjölda árása Talibana í landinu. Vígamenn Talibana hafa komið sér fyrir nærri mörgum borgum landsins og hertekið mikilvægar umferðaræðir. 17. febrúar 2021 10:01 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent
Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa einnig tekið þá ákvörðun að kalla hermenn heim og á brottflutningur hermanna að hefjast áður en apríl er úti. Biden er fjórði forseti Bandaríkjanna síðan ráðist var inn í Afganistan og segir hann ekki koma til greina í hans huga að færa ábyrgðina yfir á þann fimmta. Ákvörðun Bidens hefur verið gagnrýnd og sögð færa allt vald til talibana. Biden sagðist skilja þá gagnrýni en ítrekaði að Bandaríkin hefðu reynt að hafa áhrif á talibana í áratug og það hefði engum árangri skilað. Hvorki þegar Bandaríkin voru með um hundrað þúsund hermenn í Afganistan né þegar þeir voru með nokkur þúsund hermenn þar. Þá hét forsetinn því að Bandaríkin myndu áfram standa við bakið á ríkisstjórn og her Afganistan og koma að viðræðum við talibana. Markmiðin breyttust fljótt Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York borg, þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en talibanar, sem ríktu þá í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti. Bandarískir hermenn sitja undir fána sem reistur var í herstöð þeirra í Kunar-héraði árið 2011, til að marka tíu ára afmæli árásarinnar á tvíburaturnana.AP/David Goldman Ríkisstjórn talibana féll tiltölulega fljótt og Bandaríkin náðu markmiði sínu; að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn notuðu Afganistan sem bækistöð til að gera árásir á Bandaríkin innan nokkurra mánaða. Leiðtogar al-Qaeda voru flestir felldir eða þeir handsamaðir en sumir flúðu frá Afganistan. George W. Bush, sem var þá forseti Bandaríkjanna, lýsti því þó yfir að markmiðin hefðu breyst. Bandaríkin myndu hjálpa bandamönnum sínum í Afganistan að byggja upp nútíma lýðræðisríki. „Við munum vera í Afganistan þar til markmiðunum er náð,“ sagði Bush, án þess þó að útskýra nánar hver þau markmið væru. Hér að neðan má sjá ræðu Bush þegar hann tilkynnti að innrás Bandaríkjanna væri hafin. Við tók skæruhernaður sem hefur staðið yfir í nærri því tuttugu ár. Stríðið í Afganistan er það lengsta í sögu Bandaríkjanna. Undanfarin ár hefur talibönum vaxið ásmegin og stjórna þeir nú stórum hluta Afganistan. Í rauninni hefur staða þeirra ekki verið jafn sterk frá því þeim var komið frá völdum í kjölfar innrásarinnar. Í stuttu máli sagt má lýsa stöðunni þannig að ríkisstjórn Afganistan stjórnar borgum og stórum bæjum landsins en talibanar eru með yfirráð í dreifðari byggðum. Hermenn hlífa öðrum hermönnum sem særðust þegar þeir óku brynvörðum bíl þeirra yfir sprengju talibana í Wardak-héraði 2009.AP/David Goldman NATO getur ekki haldið áfram án Bandaríkjanna Bandaríki Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu hafa einnig tekið þátt í stríðinu í Afganistan. Fimmta grein stofnsáttmála NATO segir til um að árás á eitt aðildarríki sé árás á þau öll og reyndi fyrst á hana í sögu bandalagsins eftir árásina á tvíburaturnana. Um það bil sjö þúsund hermenn frá aðildarríkjum NATO, og öðrum, eru í Afganistan. Bandaríkin eru með um 2.500 hermenn í landinu, og allt að þúsund sérsveitarmenn þar að auki, en þegar mest var, árið 2011, voru hermennirnir rúmlega hundrað þúsund. Fáni lagður fyrir lík tveggja hermanna sem féllu í sprengjuárás í Kandaharhéraði 2010.AP/Brennan Linsley Allir utanaðkomandi hermenn í Afganistan reiða sig þó á stuðning Bandaríkjanna í lofti og birgðanet ríkisins í Afganistan. Án viðveru Bandaríkjanna er svo gott sem ómögulegt fyrir önnur ríki að halda hermönnum þar, án umfangsmikillar hernaðaruppbyggingar. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ferðaðist til Brussel í vikunni þar sem hann seldi Evrópumönnum þá hugmynd að binda loks enda á stríðið í Afganistan. Hann fór einnig til Afganistan þar sem hann tjáði ráðamönnum að Bandaríkin myndu ekki hætta stuðningi sínum við ríkið. Antony Blinken, utanríksráðherra Bandaríkjanna, og Ashraf Ghani, forseti Afganistan, á fundi þeirra í vikunni.AP/Forsetaembætti Afganistan Ríkisstjórn Afganistans, sem leidd er af Ashraf Ghani, er ekki saklaus. Störf hennar hafa einkennst af mikilli spillingu og pólitík sem þykir sundrandi. Bakhjarlar Afganistan hafa áhyggjur af stöðu Ghanis og spillingu í Afganistan. Er hann talinn fátækur af bandamönnum, valdamiklum mönnum í Afganistan, og sömuleiðis séu tengsl han við þingið veik og jafnvel Bandaríkin. Stjórnarher Afganistan hefur sömuleiðis verið sakaður um spillingu og að kúga fé úr almennum borgurum, svo eitthvað sé nefnt. Talibanar stóðu ekki við skilyrðin Donald Trump, forveri Bidens, hafði gert samkomulag við talibana um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Afganistan fyrir 1. maí. Talibanar hafa hótað því að fjölga skæruárásum í Afganstan í kjölfar ákvörðunar Bidens að seinka brottför hermanna. Þeir kalla eftir því að hann standi við samkomulagið sem þeir gerðu við Trump. Því samkomulagi fylgdu ýmiss skilyrði sem talibanar hafa ekki staðið við. Langt því frá. Forsvarsmenn talibana hafa til að mynda ekki slitið tengsl sín við al-Qaeda og önnur hryðjuverkasamtök. Þá hafa talibanar hingað til ekki viljað ræða af alvöru um mögulegan frið við ríkisstjórn landsins. Þeir telja sig þegar hafa unnið stríðið gegn Bandaríkjunum. Nú þurfi þeir bara að bíða og ganga frá stjórnarhernum. Barn fylgist með brynvörðum farartækjum bandarískra hermanna í Kandahar-héraði árið 2009.AP/Emilio Morenatti Vilja sjaríalög og ekkert annað Talibanar í Afganistan kalla sig í raun „Íslamska emírsdæmi Afganistan“ sem er sama nafn og þeir notuðu áður en þeim var komið frá völdum. Á yfirráðasvæðum þeirra hafa þeir komið fyrir embættismönnum og stjórnkerfi. Blaðamenn BBC heimsóttu nýverið yfirráðasvæði þeirra í norðurhluta Afganistan og ræddu við stjórnanda Balkh-héraðs. Hann og aðrir viðmælendur BBC sögðu talibana hafa brugðist reiða við því að Biden stóð ekki við samkomulagið sem þeir höfðu gert við Trump og í kjölfarið væru þeir tilbúnir fyrir hvort sem væri, frið eða nýtt stríð. „Við viljum íslamska ríkisstjórn þar sem farið verður eftir sjaríalögum. Við munum halda heilögu stríði okkar áfram þar til kröfur okkar verða samþykktar,“ sagði stjórnandinn Haji Hekmat. Hann sagði einnig að lítill sem enginn munur yrði á mögulegri nýrri ríkisstjórn talibana og þeirri gömlu. Þetta væru að mestu sömu mennirnir. Bandarískur landgönguliði í Helmand-héraði árið 2011.AP/Anja Niedringhaus BBC-liðar voru færðir í skóla þar sem þeim voru sýndar kennslustofur þar sem sjá mátti bæði drengi og stúlkur. Á árum áður bönnuðu talibanar konum að mennta sig.Viðmælendur BBC sögðu að stúlkur mættu sækja skóla svo lengi sem þær fylgdu sjaríalögum. Blaðamenn BBC segja augljóst að talibanar hafi reynt að sýna sig í jákvæðu ljósi í heimsókn þeirra. Áhyggjur séu uppi af afstöðu talibana í garð kvenna. Konur spila ekkert hlutverk innan stjórnkerfis Talibana og á árum áður meinuðu þeir konum að sækja vinnu utan heimilisins. Blaðamennirnir náðu eingöngu að ræða við einn íbúa, án þess að vera í fylgd talibana. Sá sagði talibana vera mun strangari en þeir viðurkenndu opinberlega. Menn væru barðir fyrir að raka skegg sín og mættu til að mynda ekki hlusta á tónlist. Þá sagði hann íbúa hrædda og að talibanar gengu í skrokk á fólki við minnsta tilefni. Afganskir sérsveitarmenn, þjálfaðir af NATO.EPA/JALIL REZAYEE Árásum á borgara hefur fjölgað Árásum talibana á almenna borgara hefur fjölgað á undanförnu ári og þá sérstaklega gegn konum og börnum, ef marka má skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var á miðvikudaginn. Þar kemur fram að á fyrsta fjórðungi ársins hafi dauðsföllum kvenna í árásum talibana og annarra hryðjuverkasamtaka fjölgað um 37 prósent á milli ára og dauðsföllum barna um 23 prósent. Rúmlega 1.700 almennir borgarar féllu eða særðust í þessum árásum. Sjá einnig: Fyrsta leikstýra Afganistan skotin Í samtali við Guardian segir Basireh Safa Theri, sem opnaði skóla fyrir stúlkur í Kabúl í kjölfar innrásar Bandaríkjanna, að stúlkurnar þar óttist að geta bara menntað sig í nokkra mánuði til viðbótar. Stúlkurnar reyni að læra meira á þeim litla tíma sem þær telji sig hafa. Bandarískir landgönguliðar skjóta á talibana nærri bænum Garmser í Helmand-héraði árið 2008.AP/David Guttenfelder Búast ekki við að geta klárað nám Nokkrar konur fyrir utan háskólann í Kabúl töluðu á svipuðum nótum þegar rætt var við þær á miðvikudaginn. Ein hafði áhyggjur af því að fá ekki að klára nám sitt því hún taldi að talibanar myndu brátt ná völdum í Afganistan. Önnur vildi ítreka fyrir umheiminum að talibanar væru að plata umheiminn. Þeir hefðu ekkert breyst frá því fyrir tuttugu árum síðan. „Ég mun tapa menntun minni og Bandaríkin bera auðvitað ábyrgð á því, ekki talibanar. Þetta er bara í eðli talibana,“ sagði hún. Móttökurnar fylgja flokkslínum Heima fyrir hafa móttökur við ákvörðun Bidens að mestu fylgt flokkslínum. Demókratar hafa fagnað henni og Repúblikanar mótmælt henni. Meðal þeirra sem hafa mótmælt henni er Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings. Hann segir að með ákvörðun sinni sé Biden að pakka Afganistan inn og færa talibönum landið í aðdraganda afmælis árásarinnar á Tvíburaturnana. Foreign terrorists will not leave the U.S. alone simply because our politicians have grown tired of taking the fight to them. The President needs to explain to the American people how abandoning our partners and retreating in the face of the Taliban will make America safer.— Leader McConnell (@LeaderMcConnell) April 13, 2021 Margir hafa sett ákvörðunina í samhengi við ákvörðun Baracks Obama, fyrrverandi forseta, að kalla bandaríska hermenn heim frá Írak árið 2011. Það hafi sömuleiðis verið gert án tillits til aðstæðna í landinu sjálfu og að endingu hafi Bandaríkin þurft að snúa aftur til Íraks og berjast þar við Íslamska ríkið, sem reis úr ösku al-Qaeda í Írak. Sjá einnig: Hvernig bandarískir hermenn duttu í „lukkupottinn“ Þeirra á meðal er öldungadeildarþingmaðurinn Lindsay Graham. Í ávarpi hans í vikunni virtist hann gera ráð fyrir því að talibanar myndu ná aftur völdum í Afganistan og sagðist ekki treysta þeim til að hafa eftirlit með og halda aftur af al-Qaeda og Íslamska ríkinu í Afganistan. Graham sagði að það þyrfti tvo til að binda enda á stríð og að talibanar væru svo sannarlega ekki hættir. David Petraeus, fyrrverandi hershöfðingi og fyrrverandi yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, hefur einnig gagnrýnt ákvörðunina og segir hana mistök. Hann telur að innan nokkurra ára muni Bandaríkjamenn sjá eftir henni og að hið „endalausa stríð“ sem talað er um vestanhafs muni einungis versna. „Ég skil vel gremjuna sem leiddi til þessarar ákvörðunar,“ hefur miðillinn Defense One eftir Petreus. Hann sagði að þó Bandaríkin drægu sig frá þessu stríði þýddi það ekki endalok stríðsins. Það þýddi eingöngu endalok aðkomu Bandaríkjanna að því. „Ég óttast að þetta stríð muni versna.“ Patraeus sagðist óttast það að talibönum myndi vaxa ásmegin og að hryðjuverkasamtök myndu nota versnandi ástand og óstöðugleika í Afganistan sér í hag. Þar að auki myndu Bandaríkin missa töluverða getu til aðgerða gegn hryðjuverkasamtökum í Mið-Austurlöndum. Hann sagðist hugsi yfir því hvort ekki hefði verið hægt að finna lausn þar sem Bandaríkin drægju úr viðveru en gengu í senn úr skugga um að al-Qaeda og ISIS nái ekki fótfestu í Afganistan. Afganskir hermenn hafa staðið í ströngu síðan Bandaríkin og NATO hættu að taka beinan þátt í átökum í Afganistan.EPA/GHULAMULLAH HABIBI Segjast hafa lært sína lexíu Ráðamenn í Washington ætla sér þó að reyna að koma í veg fyrir sambærilega atburðarás og í Írak með því að senda fámennari herlið til nágrannaríkja Afganistan. New York Times segir að til greina komi að koma upp litlum herstöðvum í ríkjum eins Tadsíkistan, Kasakstan og Úsbekistan. Verði af því gætu þær herstöðvar, auk flugmóðurskipa og langdrægra flugvéla frá öðrum stöðvum, verið notaðar til að herja á hryðjuverkamenn í Afganistan. Biden ítrekaði í ávarpi sínu í vikunni að ríkisstjórn hans myndi ekki taka augun af ógninni frá hryðjuverkasamtökum. Áhersla verður lögð á að fá talibana og stjórnvöld Afganistan til að semja um frið og eru miklar vonir bundnar við ráðstefnu sem hefst í Tyrklandi þann 24. apríl. Enn er óvíst um þátttöku talibana en þeir segjast ekki ætla að mæta svo lengi sem erlendir hermenn séu í Afganistan. Fátt gott í stöðunni Hvort sem áhrifamenn vestan hafs eru fylgjandi ákvörðun Bidens eða ekki virðast flestir sammála um tvennt. Annars vegar að fátt gott hafi verið í stöðunni fyrir Bandaríkin og hins vegar að ákvörðunin muni koma sér vel fyrir talibana og illa fyrir almenna borgara í stærri byggðum Afganistan. Heimafólk sem hefur vanist ákveðnum réttindum og lýðræði á undanförnum áratugum.
Bandalagsríki NATO kalla herinn heim frá Afganistan Danir ætla að kalla herafla sinn heim frá Afganistan í skrefum fram til 11. september næstkomandi, samhliða því sem NATO og Bandaríkin hyggjast draga úr umsvifum sínum í landinu. Danir sendu fyrstu hermennina til Afganistan í janúar 2002 og hafa tekið þátt í stríðinu síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson segir að nú hefjist nýr kafli í samskiptum NATO og Afganistan. 14. apríl 2021 20:26
Ætla að kalla hermenn heim fyrir ellefta september Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar að kalla alla bandaríska hermenn í Afganistan heim fyrir 11. september. Þá verða tuttugu ár liðin frá árásinni á Tvíburaturnanna svokölluðu, sem leiddi til innrásar Bandaríkjanna í Afganistan. Stríðið er það lengsta í sögu Bandaríkjanna. 13. apríl 2021 16:43
Friðarviðræður í hættu og útlit fyrir umfangsmikla sókn Talibana Ríkisstjórn Afganistan og öryggissveitir hennar eru undir miklu álagi vegna mikils fjölda árása Talibana í landinu. Vígamenn Talibana hafa komið sér fyrir nærri mörgum borgum landsins og hertekið mikilvægar umferðaræðir. 17. febrúar 2021 10:01