Sveitarstjóri hættir eftir nærri tíu ára starf Atli Ísleifsson skrifar 15. apríl 2021 08:03 Kristófer Tómasson tók við starfi sveitarstjóra í Skeiða- og Gnúpverjahreppi árið 2012. Skeiðgnúp Kristófer Tómasson hefur sagt starfi sínu lausu sem sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hann tilkynnti um ákvörðun sína á fundi sveitarstjórnar í gær, en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2012. Í bókun frá Kristófer segir hann að ástæður uppsagnarinnar séu fleiri en ein. Ein þeirra sé að hann hafi um nokkurt skeið bent á að breytingar þurfi að eiga sér stað í rekstri sveitarfélagsins og miði að því að bæta afkomu þess. „Þar má nefna þörf á að leggja á leikskólagjöld, hækka gjaldskrá sorpþjónustu, hækka álagshlutfall fasteignagjalda í A flokki, hætta rekstri Skeiðalaugar, svo nokkuð sé nefnt. Enn sem komið er hafa þær ábendingar ekki náð fram að ganga,“ segir Kristófer. Sömuleiðis hafi verið horft til þess að ná niður rekstrarkostnaði leik- og grunnskóla, en það hafi reynst erfitt. Verulegt tap annað árið í röð Sveitarstjórinn fráfarandi segir að þegar horft sé til þess að rekstrarniðurstaða ársins 2020 sé verulegt tap, annað árið í röð, verði ekki hjá því komist að ráðast í aðgerðir til að bæta reksturinn. „Ég tek það mjög nærri mér að staðreyndin um afkomu sveitarfélagsins sé með þessum hætti. Hér er verið að sýsla með almannafé og brýnt að á því sé vel haldið. Það er að langt frá því að ég fyrri mig ábyrgð á því hvernig staðan er. Það má eflaust finna dæmi, fleiri en eitt sem ég hefði betur hagað málum með öðrum hætti en raun ber vitni. En að mínu mati hefði niðurstaðan orðið betri ef samstaða hefði verið um að fara þær leiðir sem ég hef lagt til á síðustu misserum,“ segir Kristófer í bókun sinni. Mun koma niður á pyngju íbúa Hann segir að kostnaður hafi aukist mjög mikið, ekki síst launakostnaður, og megi sveitarstjórn búast við að þurfa að taka ákvarðanir sem geti komið niður á pyngju íbúa í sveitarfélaginu. Annar möguleiki sé að minnka þjónustu. „Ég þakka sveitarstjórn og samstarfsfólki fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Þó að leiðir skilji á þessum vettvangi, þá er ekki tilefni frá minni hálfu til að eftir standi sárindi eða kali. Ég hefði gjarnan viljað láta af störfum við jákvæðari aðstæður, en engu að síður er ég þakklátur fyrir það tækifæri sem ég hef fengið til að gegna jafn umfangsmiklu og lærdómsríku starfi. Ég vona að þessi ár mín í starfi hjá sveitarfélaginu skilji eftir eitthvað gagn fyrir samfélagið. Ég óska sveitarstjórn og íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps alls hins besta,“ segir Kristófer að lokum. Sveitarstjórn fái tíma til að meðtaka stöðuna Næsti fundur sveitarstjórnar fer fram 21. apríl, þar sem ákvörðun verður tekin um ráðningarferli fyrir nýjan sveitarstjóra. Í bókun frá fulltrúum í sveitarstjórn segir að þeir harmi þá stöðu sem upp sé komin í sveitarfélaginu. „Lýsum við mikilli ánægju með það samstarf sem við höfum átt við Kristófer. Óskum við eftir því að það ráðningarferli sem þarf að eiga sér stað verði frestað til næsta fundar svo sveitarstjórn fá smá tíma til að meðtaka þá stöðu sem upp er komin og vinna úr málum með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi,“ segir í bókuninni. Vistaskipti Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Í bókun frá Kristófer segir hann að ástæður uppsagnarinnar séu fleiri en ein. Ein þeirra sé að hann hafi um nokkurt skeið bent á að breytingar þurfi að eiga sér stað í rekstri sveitarfélagsins og miði að því að bæta afkomu þess. „Þar má nefna þörf á að leggja á leikskólagjöld, hækka gjaldskrá sorpþjónustu, hækka álagshlutfall fasteignagjalda í A flokki, hætta rekstri Skeiðalaugar, svo nokkuð sé nefnt. Enn sem komið er hafa þær ábendingar ekki náð fram að ganga,“ segir Kristófer. Sömuleiðis hafi verið horft til þess að ná niður rekstrarkostnaði leik- og grunnskóla, en það hafi reynst erfitt. Verulegt tap annað árið í röð Sveitarstjórinn fráfarandi segir að þegar horft sé til þess að rekstrarniðurstaða ársins 2020 sé verulegt tap, annað árið í röð, verði ekki hjá því komist að ráðast í aðgerðir til að bæta reksturinn. „Ég tek það mjög nærri mér að staðreyndin um afkomu sveitarfélagsins sé með þessum hætti. Hér er verið að sýsla með almannafé og brýnt að á því sé vel haldið. Það er að langt frá því að ég fyrri mig ábyrgð á því hvernig staðan er. Það má eflaust finna dæmi, fleiri en eitt sem ég hefði betur hagað málum með öðrum hætti en raun ber vitni. En að mínu mati hefði niðurstaðan orðið betri ef samstaða hefði verið um að fara þær leiðir sem ég hef lagt til á síðustu misserum,“ segir Kristófer í bókun sinni. Mun koma niður á pyngju íbúa Hann segir að kostnaður hafi aukist mjög mikið, ekki síst launakostnaður, og megi sveitarstjórn búast við að þurfa að taka ákvarðanir sem geti komið niður á pyngju íbúa í sveitarfélaginu. Annar möguleiki sé að minnka þjónustu. „Ég þakka sveitarstjórn og samstarfsfólki fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Þó að leiðir skilji á þessum vettvangi, þá er ekki tilefni frá minni hálfu til að eftir standi sárindi eða kali. Ég hefði gjarnan viljað láta af störfum við jákvæðari aðstæður, en engu að síður er ég þakklátur fyrir það tækifæri sem ég hef fengið til að gegna jafn umfangsmiklu og lærdómsríku starfi. Ég vona að þessi ár mín í starfi hjá sveitarfélaginu skilji eftir eitthvað gagn fyrir samfélagið. Ég óska sveitarstjórn og íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps alls hins besta,“ segir Kristófer að lokum. Sveitarstjórn fái tíma til að meðtaka stöðuna Næsti fundur sveitarstjórnar fer fram 21. apríl, þar sem ákvörðun verður tekin um ráðningarferli fyrir nýjan sveitarstjóra. Í bókun frá fulltrúum í sveitarstjórn segir að þeir harmi þá stöðu sem upp sé komin í sveitarfélaginu. „Lýsum við mikilli ánægju með það samstarf sem við höfum átt við Kristófer. Óskum við eftir því að það ráðningarferli sem þarf að eiga sér stað verði frestað til næsta fundar svo sveitarstjórn fá smá tíma til að meðtaka þá stöðu sem upp er komin og vinna úr málum með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi,“ segir í bókuninni.
Vistaskipti Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira