Platan sem kemur út þann 23. apríl næstkomandi ber heitið Surface Sounds.
Í dag kom út myndband af lifandi flutning Jökuls Júlíussonar forsprakka Kaleo af laginu sem tekið var upp í Geldingadal við Fagradalsfjall aðeins nokkrum dögum eftir að þar byrjaði eldgos.
Lag og texti eru eftir Jökul og flytur hann lagið í myndbandinu einn síns liðs.
Hér að neðan má sjá myndbandið.