Væri hægt að manna stöður með landvörðum og fólki á vegum atvinnuátaks stjórnvalda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. apríl 2021 13:49 Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Vísir/Egill Frá því fyrst tók að gjósa í Geldingadölum, föstudagskvöldið 19. mars, hafa björgunarsveitir á Suðurnesjum staðið vaktina á gosslóðum og verið göngufólki innan handar; vaktað, leiðbeint og í sumum tilfellum, bjargað. Nú þegar tæpur mánuður er liðinn frá upphafi goss þykir ljóst að fyrirkomulagið gengur ekki til lengdar og hafa bæjaryfirvöld í Grindavík leitað lausna til að leysa björgunarsveitir af hólmi. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir margar hugmyndir þar að lútandi hafa verið settar fram. Efst á blaði er að ráða landverði til að vera göngufólki innan handar. „Við höfum verið að horfa til úrræðisins sem ríkisstjórnin hefur boðið upp á sem heitir „Hefjum störf“ og Vinnumálastofnun er með tengingu við það. Við sjáum fyrir okkur að hægt væri að ráða fólk á þessum forsendum, fólk sem hefur kannski misst vinnuna og kemur til dæmis úr ferðaþjónustu. Það er vant því að leiðbeina og hafa eftirlit með komufarþegum.“ Björgunarsveitirnar hafa staðið vaktina við gosstöðvarnar í öllum veðrum og sinnt hinum ýmsu og fjölbreyttu verkefnum sem upp hafa komið frá því fyrst tók að gjósa í Geldingadölum.Vísir/Vilhelm Einnig er til skoðunar að ráða landverði til að manna stöður. Þá stendur til að ráða framhalds- og háskólanema, sem ekki hafa fengið sumarvinnu, til að aðstoða við stígagerð og fleira. „Líkt og við höfum sagt Umhverfisstofnun eru landverðirnir vanir þessum aðstæðum. Þeir gætu líka komið til aðstoðar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að fá ráðleggingar um hvernig best er að velja til þessara starfa. […] Þannig væri hægt að mynda öflugt teymi sem tæki við af björgunarsveitunum sem myndu eftir sem áður vera þeir aðilar sem koma til aðstoðar ef eitthvað kemur upp á á gönguleiðinni. Aðrir gætu sinnt venjulegri gæslu og leiðbeint.“ Í hádeginu komu viðbragðsaðilar sér fyrir á gosslóðum en þá var opnað fyrir almenningi. Í dag berst gasmengun líklega yfir vestanverðan Reykjanesskaga, yfir svæðið frá Vogum og vestur að Höfnum. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að svæðið sé ekki fyrir lítil börn, þau séu viðkvæm og nær jörðinni en hinir eldri og því útsettari fyrir skaðlegum lofttegundum. Svæðinu verður lokað klukkan níu í kvöld. Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Fólk á eigin ábyrgð á gossvæðinu fyrir hádegi Lögregla og björgunarsveitir verða með vakt á gossvæðinu á Reykjanesi frá hádegi til miðnættis í dag en því verður lokað klukkan níu í kvöld. Ný gossprunga opnaðist á svæðinu í nótt en talið er að fleiri gætu opnast fyrirvaralaust. Svæðið er opið í dag en þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi er sagðir gera það á eigin ábyrgð. 10. apríl 2021 08:57 Þyrla Gæslunnar sótti veikan mann að gosstöðvum Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fyrr í kvöld miðaldra karlmann sem missti meðvitund eftir að hafa gengið að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann var kominn niður frá gosstöðvunum og var á bílastæðinu á svæðinu þegar hann féll niður. 10. apríl 2021 23:05 Tíu illa klæddum vísað frá gosstöðvunum Yfirlögregluþjónn segir fólk fara langt inn á skilgreint hættusvæði á Reykjanesskaga þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli um annað. Sumir taki tilsögn viðbragðsaðila ekki vel. 11. apríl 2021 20:01 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Nú þegar tæpur mánuður er liðinn frá upphafi goss þykir ljóst að fyrirkomulagið gengur ekki til lengdar og hafa bæjaryfirvöld í Grindavík leitað lausna til að leysa björgunarsveitir af hólmi. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir margar hugmyndir þar að lútandi hafa verið settar fram. Efst á blaði er að ráða landverði til að vera göngufólki innan handar. „Við höfum verið að horfa til úrræðisins sem ríkisstjórnin hefur boðið upp á sem heitir „Hefjum störf“ og Vinnumálastofnun er með tengingu við það. Við sjáum fyrir okkur að hægt væri að ráða fólk á þessum forsendum, fólk sem hefur kannski misst vinnuna og kemur til dæmis úr ferðaþjónustu. Það er vant því að leiðbeina og hafa eftirlit með komufarþegum.“ Björgunarsveitirnar hafa staðið vaktina við gosstöðvarnar í öllum veðrum og sinnt hinum ýmsu og fjölbreyttu verkefnum sem upp hafa komið frá því fyrst tók að gjósa í Geldingadölum.Vísir/Vilhelm Einnig er til skoðunar að ráða landverði til að manna stöður. Þá stendur til að ráða framhalds- og háskólanema, sem ekki hafa fengið sumarvinnu, til að aðstoða við stígagerð og fleira. „Líkt og við höfum sagt Umhverfisstofnun eru landverðirnir vanir þessum aðstæðum. Þeir gætu líka komið til aðstoðar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að fá ráðleggingar um hvernig best er að velja til þessara starfa. […] Þannig væri hægt að mynda öflugt teymi sem tæki við af björgunarsveitunum sem myndu eftir sem áður vera þeir aðilar sem koma til aðstoðar ef eitthvað kemur upp á á gönguleiðinni. Aðrir gætu sinnt venjulegri gæslu og leiðbeint.“ Í hádeginu komu viðbragðsaðilar sér fyrir á gosslóðum en þá var opnað fyrir almenningi. Í dag berst gasmengun líklega yfir vestanverðan Reykjanesskaga, yfir svæðið frá Vogum og vestur að Höfnum. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að svæðið sé ekki fyrir lítil börn, þau séu viðkvæm og nær jörðinni en hinir eldri og því útsettari fyrir skaðlegum lofttegundum. Svæðinu verður lokað klukkan níu í kvöld.
Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Fólk á eigin ábyrgð á gossvæðinu fyrir hádegi Lögregla og björgunarsveitir verða með vakt á gossvæðinu á Reykjanesi frá hádegi til miðnættis í dag en því verður lokað klukkan níu í kvöld. Ný gossprunga opnaðist á svæðinu í nótt en talið er að fleiri gætu opnast fyrirvaralaust. Svæðið er opið í dag en þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi er sagðir gera það á eigin ábyrgð. 10. apríl 2021 08:57 Þyrla Gæslunnar sótti veikan mann að gosstöðvum Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fyrr í kvöld miðaldra karlmann sem missti meðvitund eftir að hafa gengið að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann var kominn niður frá gosstöðvunum og var á bílastæðinu á svæðinu þegar hann féll niður. 10. apríl 2021 23:05 Tíu illa klæddum vísað frá gosstöðvunum Yfirlögregluþjónn segir fólk fara langt inn á skilgreint hættusvæði á Reykjanesskaga þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli um annað. Sumir taki tilsögn viðbragðsaðila ekki vel. 11. apríl 2021 20:01 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Fólk á eigin ábyrgð á gossvæðinu fyrir hádegi Lögregla og björgunarsveitir verða með vakt á gossvæðinu á Reykjanesi frá hádegi til miðnættis í dag en því verður lokað klukkan níu í kvöld. Ný gossprunga opnaðist á svæðinu í nótt en talið er að fleiri gætu opnast fyrirvaralaust. Svæðið er opið í dag en þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi er sagðir gera það á eigin ábyrgð. 10. apríl 2021 08:57
Þyrla Gæslunnar sótti veikan mann að gosstöðvum Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fyrr í kvöld miðaldra karlmann sem missti meðvitund eftir að hafa gengið að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann var kominn niður frá gosstöðvunum og var á bílastæðinu á svæðinu þegar hann féll niður. 10. apríl 2021 23:05
Tíu illa klæddum vísað frá gosstöðvunum Yfirlögregluþjónn segir fólk fara langt inn á skilgreint hættusvæði á Reykjanesskaga þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli um annað. Sumir taki tilsögn viðbragðsaðila ekki vel. 11. apríl 2021 20:01
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?