„Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér?“ Snorri Másson skrifar 12. apríl 2021 13:18 Heilbrigðisstarfsmönnum utan ríkisstofnana býðst að koma í bólusetningu en þeir eru hvattir til þess að gera það ekki ef þeir eru ekki að sinna sjúklingum. Mætingin hefur verið um 60% hjá hópnum. Bólusetningar standa yfir um þessar mundir á um 20.000 manna hópi hér á landi, sem eru heilbrigðisstarfsmenn utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Þessi hópur er á undan fólki með undirliggjandi sjúkdóma í forgangsröðinni en samt er ljóst að fjölmargir innan hans hafa ekki eins brýna þörf á vörn og veikt, eldra fólk. Þannig kann fyrrverandi sjúkraþjálfari að hafa fengið bóluefni um helgina vegna starfsleyfis sem enn er gilt, á meðan fólk sem hefur verið að glíma við krabbamein er á meðal þess sem enn bíður bólusetningar. Dæmi úr raunveruleikanum: „Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér? Þú ert miklu yngri. Ertu með undirliggjandi sjúkdóm?“ spyr einn annan í athugasemd við bólusetningarfærslu hans á Facebook. Svarið: „Ég veit ekki, hlýði bara Víði og allt það og var boðaður og hlýddi, en eftir á að hyggja held ég að ég hafi verið boðaður vegna þess að ég er sjúkraliði, þó svo að ég hafi ekki unnið við það lengi… Sennilegasta skýringin.“ Auk sjúkraliða fær til dæmis einnig fjöldi menntaðra lækna, hjúkrunarfræðinga og þroskaþjálfa boð í bólusetningu, jafnvel þótt þeir hafi horfið til annarra starfa og vinni ekki með sjúklingum. Sumir undrandi á að fá boð Þegar þessi stóri hópur var boðaður í bólusetningu á grundvelli starfsleyfaskrá fylgdi ekki boðinu árétting um að þeir sem ekki sinntu sjúklingum ættu helst ekki að þiggja boðið. Tilmæli sóttvarnalæknis eru á þá leið, en þau bárust ekki fyrr en eftir á. Þau voru gefin út í tilkynningu á vef Landlæknis 6. apríl og flugu ekki hátt. Margir sem ekki þurftu augljóslega á þessum forgangi að halda sáu því enga ástæðu til að hafna honum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að vissulega hefði mátt fylgja boðinu þessi fyrirvari en af tæknilegum ástæðum hefði það verið flókið. Sjálfur þáði hann ekki bólusetningu sem læknir, enda ekki að sinna sjúklingum. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur mætingin í bólusetningar hjá hópnum verið um 60% hingað til, samanborið við almenna mætingu upp á 85% í bólusetningu í aldursröð. Líklegt verður að teljast að ekki hafi öll 60% hópsins þó þurft á efninu að halda af klínískum ástæðum en þó er lægra hlutfall til marks um að tilmæli sóttvarnalæknis hafi skilað sér til nokkurs fjölda. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að eftir morgundaginn verði stærstur hluti umrædds hóps bólusettur, alltént sá hluti hans sem ákveður að þiggja bólusetninguna. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Ragnheiður segir að sumir hafi verið undrandi á að fá boð í bólusetningu en að útskýrt hafi verið fyrir því fólki að eina leiðin hafi verið að senda boð út á grundvelli starfsleyfaskrár. „Auðvitað hafa ekki allir séð þessi tilmæli frá Þórólfi og þá getur líka verið að það komi í góðri trú og fái svo samviskubit eftir á. Við viljum það ekki, því að þetta fólk er auðvitað bara að hlýða kallinu. Við viljum líka leggja áherslu á það núna að það eigi ekki að skipta öllu máli hvort maður fái bólusetningu í apríl, maí eða júní,“ segir Ragnheiður. Bólusetning er þegar hafin hjá fólki 60 ára og eldra með undirliggjandi sjúkdóma og eftir þann hóp er farið í þann aldurshóp nema án undirliggjandi sjúkdóma. Hópar 6 og 7 í forgangsröðinni renna þannig saman. 33 stéttir teljast til heilbrigðisstarfsmanna, samkvæmt vef Landlæknis. Sumar eru aðeins taldar einu sinni hér en mynda sérstétt þegar um sérfræðileyfi er að ræða. Stéttirnar eru þessar: Áfengis- og vímuefnaráðgjafar, félagsráðgjafar, fótaaðgerðafræðingar, geislafræðingar, heilbrigðisgagnafræðingar, heyrnarfræðingar, hjúkrunarfræðingar, hnykkjar/kírópraktorar, iðjuþjálfar, lífeindafræðingar, ljósmæður, lyfjafræðingar, lyfjatæknar, læknar, matartæknar, matvælafræðingar, náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu, næringarfræðingar, næringarráðgjafar, næringarrekstrarfræðingar, osteópatar, sálfræðingar, sjóntækjafræðingar, sjúkraflutningamenn og bráðatæknar, sjúkraliðar, sjúkranuddarar, sjúkraþjálfarar, stoðtækjafræðingar, talmeinafræðingar, tannfræðingar, tannlæknar, tannsmiðir, tanntæknar og þroskaþjálfar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Tugir þúsunda bóluefnaskammta væntanlegir Von er á tæplega 65.300 bóluefnaskömmtum frá fjórum framleiðendum til landsins í þessum mánuði. Mánaðarleg afhending á bóluefni eykst um 160% í þessum mánuði borið saman við fyrstu þrjá mánuði ársins. 6. apríl 2021 17:25 Gera ráð fyrir að geta fullbólusett 130 þúsund fyrir júnílok miðað við áætlun Pfizer Bólusetningar gegn Covid-19 ganga vel, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnlæknis, og verða 15 þúsund manns bólusettir í þessari viku. Vegna aukinnar framleiðslugetu Pfizer gera yfirvöld nú ráð fyrir að fullbólusetja 130 þúsund manns fyrir júnílok. 6. apríl 2021 12:04 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Þannig kann fyrrverandi sjúkraþjálfari að hafa fengið bóluefni um helgina vegna starfsleyfis sem enn er gilt, á meðan fólk sem hefur verið að glíma við krabbamein er á meðal þess sem enn bíður bólusetningar. Dæmi úr raunveruleikanum: „Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér? Þú ert miklu yngri. Ertu með undirliggjandi sjúkdóm?“ spyr einn annan í athugasemd við bólusetningarfærslu hans á Facebook. Svarið: „Ég veit ekki, hlýði bara Víði og allt það og var boðaður og hlýddi, en eftir á að hyggja held ég að ég hafi verið boðaður vegna þess að ég er sjúkraliði, þó svo að ég hafi ekki unnið við það lengi… Sennilegasta skýringin.“ Auk sjúkraliða fær til dæmis einnig fjöldi menntaðra lækna, hjúkrunarfræðinga og þroskaþjálfa boð í bólusetningu, jafnvel þótt þeir hafi horfið til annarra starfa og vinni ekki með sjúklingum. Sumir undrandi á að fá boð Þegar þessi stóri hópur var boðaður í bólusetningu á grundvelli starfsleyfaskrá fylgdi ekki boðinu árétting um að þeir sem ekki sinntu sjúklingum ættu helst ekki að þiggja boðið. Tilmæli sóttvarnalæknis eru á þá leið, en þau bárust ekki fyrr en eftir á. Þau voru gefin út í tilkynningu á vef Landlæknis 6. apríl og flugu ekki hátt. Margir sem ekki þurftu augljóslega á þessum forgangi að halda sáu því enga ástæðu til að hafna honum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að vissulega hefði mátt fylgja boðinu þessi fyrirvari en af tæknilegum ástæðum hefði það verið flókið. Sjálfur þáði hann ekki bólusetningu sem læknir, enda ekki að sinna sjúklingum. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur mætingin í bólusetningar hjá hópnum verið um 60% hingað til, samanborið við almenna mætingu upp á 85% í bólusetningu í aldursröð. Líklegt verður að teljast að ekki hafi öll 60% hópsins þó þurft á efninu að halda af klínískum ástæðum en þó er lægra hlutfall til marks um að tilmæli sóttvarnalæknis hafi skilað sér til nokkurs fjölda. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að eftir morgundaginn verði stærstur hluti umrædds hóps bólusettur, alltént sá hluti hans sem ákveður að þiggja bólusetninguna. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Ragnheiður segir að sumir hafi verið undrandi á að fá boð í bólusetningu en að útskýrt hafi verið fyrir því fólki að eina leiðin hafi verið að senda boð út á grundvelli starfsleyfaskrár. „Auðvitað hafa ekki allir séð þessi tilmæli frá Þórólfi og þá getur líka verið að það komi í góðri trú og fái svo samviskubit eftir á. Við viljum það ekki, því að þetta fólk er auðvitað bara að hlýða kallinu. Við viljum líka leggja áherslu á það núna að það eigi ekki að skipta öllu máli hvort maður fái bólusetningu í apríl, maí eða júní,“ segir Ragnheiður. Bólusetning er þegar hafin hjá fólki 60 ára og eldra með undirliggjandi sjúkdóma og eftir þann hóp er farið í þann aldurshóp nema án undirliggjandi sjúkdóma. Hópar 6 og 7 í forgangsröðinni renna þannig saman. 33 stéttir teljast til heilbrigðisstarfsmanna, samkvæmt vef Landlæknis. Sumar eru aðeins taldar einu sinni hér en mynda sérstétt þegar um sérfræðileyfi er að ræða. Stéttirnar eru þessar: Áfengis- og vímuefnaráðgjafar, félagsráðgjafar, fótaaðgerðafræðingar, geislafræðingar, heilbrigðisgagnafræðingar, heyrnarfræðingar, hjúkrunarfræðingar, hnykkjar/kírópraktorar, iðjuþjálfar, lífeindafræðingar, ljósmæður, lyfjafræðingar, lyfjatæknar, læknar, matartæknar, matvælafræðingar, náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu, næringarfræðingar, næringarráðgjafar, næringarrekstrarfræðingar, osteópatar, sálfræðingar, sjóntækjafræðingar, sjúkraflutningamenn og bráðatæknar, sjúkraliðar, sjúkranuddarar, sjúkraþjálfarar, stoðtækjafræðingar, talmeinafræðingar, tannfræðingar, tannlæknar, tannsmiðir, tanntæknar og þroskaþjálfar.
33 stéttir teljast til heilbrigðisstarfsmanna, samkvæmt vef Landlæknis. Sumar eru aðeins taldar einu sinni hér en mynda sérstétt þegar um sérfræðileyfi er að ræða. Stéttirnar eru þessar: Áfengis- og vímuefnaráðgjafar, félagsráðgjafar, fótaaðgerðafræðingar, geislafræðingar, heilbrigðisgagnafræðingar, heyrnarfræðingar, hjúkrunarfræðingar, hnykkjar/kírópraktorar, iðjuþjálfar, lífeindafræðingar, ljósmæður, lyfjafræðingar, lyfjatæknar, læknar, matartæknar, matvælafræðingar, náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu, næringarfræðingar, næringarráðgjafar, næringarrekstrarfræðingar, osteópatar, sálfræðingar, sjóntækjafræðingar, sjúkraflutningamenn og bráðatæknar, sjúkraliðar, sjúkranuddarar, sjúkraþjálfarar, stoðtækjafræðingar, talmeinafræðingar, tannfræðingar, tannlæknar, tannsmiðir, tanntæknar og þroskaþjálfar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Tugir þúsunda bóluefnaskammta væntanlegir Von er á tæplega 65.300 bóluefnaskömmtum frá fjórum framleiðendum til landsins í þessum mánuði. Mánaðarleg afhending á bóluefni eykst um 160% í þessum mánuði borið saman við fyrstu þrjá mánuði ársins. 6. apríl 2021 17:25 Gera ráð fyrir að geta fullbólusett 130 þúsund fyrir júnílok miðað við áætlun Pfizer Bólusetningar gegn Covid-19 ganga vel, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnlæknis, og verða 15 þúsund manns bólusettir í þessari viku. Vegna aukinnar framleiðslugetu Pfizer gera yfirvöld nú ráð fyrir að fullbólusetja 130 þúsund manns fyrir júnílok. 6. apríl 2021 12:04 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Tugir þúsunda bóluefnaskammta væntanlegir Von er á tæplega 65.300 bóluefnaskömmtum frá fjórum framleiðendum til landsins í þessum mánuði. Mánaðarleg afhending á bóluefni eykst um 160% í þessum mánuði borið saman við fyrstu þrjá mánuði ársins. 6. apríl 2021 17:25
Gera ráð fyrir að geta fullbólusett 130 þúsund fyrir júnílok miðað við áætlun Pfizer Bólusetningar gegn Covid-19 ganga vel, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnlæknis, og verða 15 þúsund manns bólusettir í þessari viku. Vegna aukinnar framleiðslugetu Pfizer gera yfirvöld nú ráð fyrir að fullbólusetja 130 þúsund manns fyrir júnílok. 6. apríl 2021 12:04