Segist hafa verið sviptur húsnæði og peningagreiðslum þegar hann neitaði að fara í Covid próf Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 11. apríl 2021 19:30 Mohammed gisti eina nótt í Gistiskýlinu á Lindargötu en fékk ekki að gista þar fleiri nætur þar sem hann er ekki með íslenska kennitölu að sögn lögmanns mannsins. STÖÐ2 Hælisleitandi segist hafa verið sviptur húsnæði og peningagreiðslum þegar hann neitaði að undirgangast Covid próf. Lögmaður mannsins segir að um sé að ræða óbeina þvingun. Mohammad Karimi er hælisleitandi frá Afghanistan sem verður að óbreyttu vísað úr landi og til Svíþjóðar á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Þegar brottvísanir eru framkvæmdar á tímum faraldurs kórónuveirunnar gera ríki þá kröfu að aðilar undirgangist líkamsrannsókn sem felst í því að viðkomandi þarf að fara í covid sýnatöku áður en honum er vísað úr landi. Segir að um óbeina þvingun sé að ræða Muhammed neitaði að fara í sýnatökuna og sama dag var hann sviptur húsnæði og peningagreiðslum að sögn lögmanns mannsins. Lögmaður mannsins segir að aðilar eigi rétt á því að neita að gangast undir slíka líkamsrannsókn og hafa stjórnvöld virt það. „En hafa hins vegar gripið til afskaplega harðra þvingunaraðgerða sem felast í því að sama dag og aðili neitar að taka Covid próf, og höfum það í huga að þetta er ekki í tengslum við það að viðkomandi sé með einkenni eða lýðheilsusjónarmið heldur er þetta hluti af brottvísunarferlinu,“ sagði Magnús D. Norðdahl, lögmaður Mohammad. „En sama dag og viðkomandi neitar því að undirgangast slíka líkamsrannsókn þá missir hann húsnæðið, honum er vísað út á götu og þá missir viðkomandi jafnframt það lífsviðurværi sem hann hefur haft sem felst í vikulegum greiðslum til að geta keypt mat upp á tíu þúsund krónur þannig að einstaklingum er einfaldlega vísað út á götu.“ Magnús Norðdahl lögmaður.SIGURJÓN ÓLASON Magnús segir þessar óbeinu þvinganir harðneskjulegar og ómannúðlegar. Koma alls staðar að lokuðum dyrum „Við höfum leitað til félagsþjónustunnar í Reykjavík, við höfum leitað til félagsþjónustunnar í Hafnarfirði en við komum alls staðar að lokuðum dyrum. Það er eins og að þessi hópur hælisleitenda eigi bara að dveljast utandyra og vera heimilislausir. Það er óásættanlegt.“ „Ég er áhyggjufullur og stressaður. Ég get ekki farið til baka og ég vil ekki fara til baka,“ sagði Mohammad Jan Karimi, hælisleitandi. Mohammed gisti eina nótt í Gistiskýlinu á Lindargötu en fékk að sögn Magnúsar ekki að gista þar fleiri nætur þar sem hann er ekki með íslenska kennitölu. „Þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt og það er von okkar sem störfum á þessu sviði að stjórnvöld grípi inn í og láti af þessu framferði sínu,“ sagði Magnús. Til skoðunar að fara með málið fyrir dómstóla Að minnsta kosti tvö tilvik hafa komið upp þar sem aðilar neita að fara í Covid sýnatöku að sögn upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar. „Það er til skoðunar að fara með mál hans fyrir dóm og það kann að gerast á næstu vikum en það frestar ekki þeirri brottvísun sem er fyrirhuguð. Uppfært klukkan 19:50: Í athugasemd frá Útlendingastofnun um fréttina segir að þjónusta við Mohammad hafi verið felld niður á grundvelli 2. mgr. 23. gr. reglugerðar um útlendinga. Þar segir að þjónusta falli niður 14 dögum frá birtingu ákvörðunar um að beita einstaklingi vernd, þremur dögum eftir að hann hafi dregið umsókn sína til baka eða á þeim degi þegar ákvörðun um að umsækjandi um alþjóðlega vernd skuli yfirgefa landið kemur til framkvæmdar, samanber 35. gr. laga um útlendinga. Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Mohammad Karimi er hælisleitandi frá Afghanistan sem verður að óbreyttu vísað úr landi og til Svíþjóðar á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Þegar brottvísanir eru framkvæmdar á tímum faraldurs kórónuveirunnar gera ríki þá kröfu að aðilar undirgangist líkamsrannsókn sem felst í því að viðkomandi þarf að fara í covid sýnatöku áður en honum er vísað úr landi. Segir að um óbeina þvingun sé að ræða Muhammed neitaði að fara í sýnatökuna og sama dag var hann sviptur húsnæði og peningagreiðslum að sögn lögmanns mannsins. Lögmaður mannsins segir að aðilar eigi rétt á því að neita að gangast undir slíka líkamsrannsókn og hafa stjórnvöld virt það. „En hafa hins vegar gripið til afskaplega harðra þvingunaraðgerða sem felast í því að sama dag og aðili neitar að taka Covid próf, og höfum það í huga að þetta er ekki í tengslum við það að viðkomandi sé með einkenni eða lýðheilsusjónarmið heldur er þetta hluti af brottvísunarferlinu,“ sagði Magnús D. Norðdahl, lögmaður Mohammad. „En sama dag og viðkomandi neitar því að undirgangast slíka líkamsrannsókn þá missir hann húsnæðið, honum er vísað út á götu og þá missir viðkomandi jafnframt það lífsviðurværi sem hann hefur haft sem felst í vikulegum greiðslum til að geta keypt mat upp á tíu þúsund krónur þannig að einstaklingum er einfaldlega vísað út á götu.“ Magnús Norðdahl lögmaður.SIGURJÓN ÓLASON Magnús segir þessar óbeinu þvinganir harðneskjulegar og ómannúðlegar. Koma alls staðar að lokuðum dyrum „Við höfum leitað til félagsþjónustunnar í Reykjavík, við höfum leitað til félagsþjónustunnar í Hafnarfirði en við komum alls staðar að lokuðum dyrum. Það er eins og að þessi hópur hælisleitenda eigi bara að dveljast utandyra og vera heimilislausir. Það er óásættanlegt.“ „Ég er áhyggjufullur og stressaður. Ég get ekki farið til baka og ég vil ekki fara til baka,“ sagði Mohammad Jan Karimi, hælisleitandi. Mohammed gisti eina nótt í Gistiskýlinu á Lindargötu en fékk að sögn Magnúsar ekki að gista þar fleiri nætur þar sem hann er ekki með íslenska kennitölu. „Þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt og það er von okkar sem störfum á þessu sviði að stjórnvöld grípi inn í og láti af þessu framferði sínu,“ sagði Magnús. Til skoðunar að fara með málið fyrir dómstóla Að minnsta kosti tvö tilvik hafa komið upp þar sem aðilar neita að fara í Covid sýnatöku að sögn upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar. „Það er til skoðunar að fara með mál hans fyrir dóm og það kann að gerast á næstu vikum en það frestar ekki þeirri brottvísun sem er fyrirhuguð. Uppfært klukkan 19:50: Í athugasemd frá Útlendingastofnun um fréttina segir að þjónusta við Mohammad hafi verið felld niður á grundvelli 2. mgr. 23. gr. reglugerðar um útlendinga. Þar segir að þjónusta falli niður 14 dögum frá birtingu ákvörðunar um að beita einstaklingi vernd, þremur dögum eftir að hann hafi dregið umsókn sína til baka eða á þeim degi þegar ákvörðun um að umsækjandi um alþjóðlega vernd skuli yfirgefa landið kemur til framkvæmdar, samanber 35. gr. laga um útlendinga.
Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent