„Við erum að opna Hótel Baron þessa stundina,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins.
Á hótelinu eru 120 herbergi.
„Við erum því vel sett með herbergi, að minnsta kosti það sem af er degi en svo sjáum við það á eftir hvernig framhaldið verður.“
Flugvél EasyJet frá London lenti á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Von er á sjö flugvélum til landsins í dag en óvíst er hve margir farþegar komi með vélunum.