Telja virkni kínverskra bóluefna gegn veirunni litla Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2021 08:04 Starfsmaður meðhöndlar pakka með bóluefni kínverska ríkisfyrirtækisins Sinopharm. AP/Mark Schifelbein Æðsti embættismaður sóttvarna í Kína viðurkennir að virkni bóluefna sem hafa verið þróuð þar gegn kórónuveirunni sé lítil. Yfirvöld íhugi af þessum sökum að blanda efnunum saman til þess að freista þess að auka virknina. Ummælin lét Gao Fu, forstöðumaður Sóttvarnastofnunar Kína, falla á ráðstefnu í borginni Chengdu í suðvesturhluta Kína í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Fátítt er að kínversk yfirvöld gangist við veikleikum sem þessum. Yfirvöld í Peking hafa til þessa dreift hundruð milljónum skammta af kínverskum bóluefnum til annarra landa og hafa auk þess reynt að grafa undan trú á bóluefnum vestrænna ríkja. Engin vestræn bóluefni hafa fengið markaðsleyfi í Kína til þessa. Sinovac, eitt kínversku bóluefnanna, reyndist aðeins hafa 50,4% virkni í að koma í veg fyrir smit með einkennum í rannsókn sem var gerð í Brasilíu. Til samanburðar er bóluefni Pfizer talið hafa 97% virkni. Kínverskir ríkisfjölmiðlar hafa ítrekað sett spurningamerki við virkni Pfizer-bóluefnisins og öryggi þess. „Það er nú til formlegrar íhugunar hvort að við ættum að nota mismunandi bóluefni úr mismundandi framleiðslu við bólusetningar“ sagði Gao. Í byrjun þessa mánaðar höfðu 34 milljónir manna fengið tvo skammta af kínverskum bóluefnum og 65 milljónir höfðu fengið fyrri skammt. Sérfræðingar telja hugsanlega að auka virkni bólusetninga með því að blanda saman ólíkum bóluefnum. Í Bretlandi rannsaka vísindamenn meðal annars möguleikann á að gefa bóluefni Pfizer og AstraZeneca saman. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýndi mikla misskiptingu í aðgengi að bóluefni í heiminum. Um einn af hverjum fjórum íbúum ríkra landa hafa nú verið bólusettir en aðeins einn af hverjum fimm hundruð í þróunarríkjum. Þá hefur afhending á bóluefni til snauðustu ríkja heims nær stöðvast undanfarna daga. Talað er um að þau ríki gætu því þurft að leita á náðir Kínverja eða Rússa um bóluefni. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. 10. apríl 2021 21:39 Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Ummælin lét Gao Fu, forstöðumaður Sóttvarnastofnunar Kína, falla á ráðstefnu í borginni Chengdu í suðvesturhluta Kína í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Fátítt er að kínversk yfirvöld gangist við veikleikum sem þessum. Yfirvöld í Peking hafa til þessa dreift hundruð milljónum skammta af kínverskum bóluefnum til annarra landa og hafa auk þess reynt að grafa undan trú á bóluefnum vestrænna ríkja. Engin vestræn bóluefni hafa fengið markaðsleyfi í Kína til þessa. Sinovac, eitt kínversku bóluefnanna, reyndist aðeins hafa 50,4% virkni í að koma í veg fyrir smit með einkennum í rannsókn sem var gerð í Brasilíu. Til samanburðar er bóluefni Pfizer talið hafa 97% virkni. Kínverskir ríkisfjölmiðlar hafa ítrekað sett spurningamerki við virkni Pfizer-bóluefnisins og öryggi þess. „Það er nú til formlegrar íhugunar hvort að við ættum að nota mismunandi bóluefni úr mismundandi framleiðslu við bólusetningar“ sagði Gao. Í byrjun þessa mánaðar höfðu 34 milljónir manna fengið tvo skammta af kínverskum bóluefnum og 65 milljónir höfðu fengið fyrri skammt. Sérfræðingar telja hugsanlega að auka virkni bólusetninga með því að blanda saman ólíkum bóluefnum. Í Bretlandi rannsaka vísindamenn meðal annars möguleikann á að gefa bóluefni Pfizer og AstraZeneca saman. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýndi mikla misskiptingu í aðgengi að bóluefni í heiminum. Um einn af hverjum fjórum íbúum ríkra landa hafa nú verið bólusettir en aðeins einn af hverjum fimm hundruð í þróunarríkjum. Þá hefur afhending á bóluefni til snauðustu ríkja heims nær stöðvast undanfarna daga. Talað er um að þau ríki gætu því þurft að leita á náðir Kínverja eða Rússa um bóluefni.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. 10. apríl 2021 21:39 Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
„Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. 10. apríl 2021 21:39
Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02