Lingard sjóðandi heitur og West Ham í fjórða sætið Anton Ingi Leifsson skrifar 11. apríl 2021 15:01 Lingard hefur verið magnaður í búningi West Ham. John Walton/Getty West Ham vann sigur á Leicester í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en lokatölur urðu 3-2 sigur Hamranna á Ólympíuleikvanginum. Jesse Lingard kom West Ham yfir á 29. mínútu með góðu skoti eftir fyrirgjöf Vladimar Coufal og Lingard var ekki hættur. Hann skoraði einnig annað mark West Ham. Markið kom á 44. mínútu eftir undirbúning Jarrod Bowen en þannig stóðu leikar í hálfleik. Jesse Lingard has equalled his personal best of 8️⃣ goals in a #PL season, after only 9️⃣ matches for @WestHam! 👏#WHULEI | @JesseLingard pic.twitter.com/jCKtwPxjBY— Premier League (@premierleague) April 11, 2021 Lingard verið magnaður síðan að hann kom til félagsins en eftir að hafa lagt upp annað markið skoraði Jarrod Bowen það þriðja. West Ham hélt veislunni áfram en á 54. mínútu skoraði Issa Diop fjórða markið en það var dæmt af vegna rangstöðu eftir skoðun VARsjánnar. Kelechi Iheanacho minnkaði muninn fyrir gestina á 70. mínútu og á 92. mínútu minnkaði Iheanacho muninn í 3-2 en nær komust gestirnir ekki. Lokatölur 3-2. West Ham er í fjórða sætinu með 55 stig en Leicester er sæti ofar með 56 stig. Chelsea er í fimmta sætinu með 54 stig og Liverpool er í sjötta sætinu með 52 stig. FT: West Ham 3-2 Leicester It's becoming a familiar tale for #WHU - go 3-0 up and then things get nervy!They've held on though for another big win. David Moyes' side move into the top four. Reaction:— BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2021 Enski boltinn
West Ham vann sigur á Leicester í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en lokatölur urðu 3-2 sigur Hamranna á Ólympíuleikvanginum. Jesse Lingard kom West Ham yfir á 29. mínútu með góðu skoti eftir fyrirgjöf Vladimar Coufal og Lingard var ekki hættur. Hann skoraði einnig annað mark West Ham. Markið kom á 44. mínútu eftir undirbúning Jarrod Bowen en þannig stóðu leikar í hálfleik. Jesse Lingard has equalled his personal best of 8️⃣ goals in a #PL season, after only 9️⃣ matches for @WestHam! 👏#WHULEI | @JesseLingard pic.twitter.com/jCKtwPxjBY— Premier League (@premierleague) April 11, 2021 Lingard verið magnaður síðan að hann kom til félagsins en eftir að hafa lagt upp annað markið skoraði Jarrod Bowen það þriðja. West Ham hélt veislunni áfram en á 54. mínútu skoraði Issa Diop fjórða markið en það var dæmt af vegna rangstöðu eftir skoðun VARsjánnar. Kelechi Iheanacho minnkaði muninn fyrir gestina á 70. mínútu og á 92. mínútu minnkaði Iheanacho muninn í 3-2 en nær komust gestirnir ekki. Lokatölur 3-2. West Ham er í fjórða sætinu með 55 stig en Leicester er sæti ofar með 56 stig. Chelsea er í fimmta sætinu með 54 stig og Liverpool er í sjötta sætinu með 52 stig. FT: West Ham 3-2 Leicester It's becoming a familiar tale for #WHU - go 3-0 up and then things get nervy!They've held on though for another big win. David Moyes' side move into the top four. Reaction:— BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2021
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti