„Veirufrítt samfélag“ bratt, óraunhæft og kostnaðarsamt Sylvía Hall skrifar 8. apríl 2021 23:33 Sigríður Andersen telur sóttvarnaaðgerðir geta haft heilsufarsleg áhrif á þjóðina til lengri tíma. Þá sé óraunhæft að stefna að veirufríu samfélagi. Vísir/Vilhelm „Ég er bara eins og aðrir, að lesa um þetta í fréttum af þessum fundi í morgun, þar sem Þórólfur lýsir þessu sem sinni skoðun,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um það markmið sóttvarnalæknis að stefna að veirufríu samfélagi. Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi dagsins að markmiðin með sóttvarnaaðgerðum væru nokkuð ljós; stefnan væri sett á veirufrítt samfélag áður en ráðist yrði í tilslakanir. Það sjónarmið væri meðal annars byggt á upplýsingum um breska afbrigðið sem væri í útbreiðslu um alla heimsálfuna. Sigríður lýsti þeirri skoðun sinni í Reykjavík síðdegis í dag að sóttvarnayfirvöld þyrftu að hafa heildarmyndina í huga. Í síðustu viku hefðu bæði forsætisráðherra og ferðamálaskoðun sagt veirufrítt samfélag óraunhæft markmið og hún væri sammála því. „Hann kynnir þetta svona en ég held að það væri áhugavert að heyra hvað þeir sem ætla að sigla þessari skútu segja. Hvort þeir taki undir þetta markmið. Mér finnst þetta bratt markmið, og ég held að það sé algjörlega óraunhæft og ég held að þetta kosti alltof mikið,“ segir Sigríður. „Heilsufarsleg áhrif á alla þjóðina til lengri tíma“ Að hennar mati þurfi að taka fleiri þætti inn í myndina og ekki aðeins líta á aðgerðir út frá „þröngum lýðheilsuvinkli“. Hún skildi þó afstöðu sóttvarnalæknis, sem væri að reyna að stöðva útbreiðslu faraldursins á skilvirkan hátt, en ráðamenn þyrftu að líta til fleiri þátta. „Það hefur auðvitað heilsufarsleg áhrif á alla þjóðina til lengri tíma. Það er ekki víst að allir munu tengja við það eftir tvö ár þegar menn kannski ganga inn á spítalann og hefðu mátt búast við betri þjónustu heldur en þeir fá þá, af því það hefur ekki verið hægt að efla hann með sama hætti og menn höfðu áform um áður en veiran kom.“ Aðspurð hvort hún myndi styðja lagabreytingar til þess að renna stoðum undir þá reglugerð sem var dæmd ólögmæt af Héraðsdómi Reykjavíkur sagðist Sigríður ekki gera það. „Nei, og heilbrigðisráðherra sjálfur hafði ekki hug á því þegar hún lagði sjálf fram frumvarpið. Ef við hefðum samþykkt frumvarp heilbrigðisráðherra óbreytt, þá var þessi lagaheimild ekki til staðar. Hún hefði ekki verið lagagrundvöllur, sú lagabreyting, fyrir þessari reglugerð.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. 8. apríl 2021 19:20 Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36 Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi dagsins að markmiðin með sóttvarnaaðgerðum væru nokkuð ljós; stefnan væri sett á veirufrítt samfélag áður en ráðist yrði í tilslakanir. Það sjónarmið væri meðal annars byggt á upplýsingum um breska afbrigðið sem væri í útbreiðslu um alla heimsálfuna. Sigríður lýsti þeirri skoðun sinni í Reykjavík síðdegis í dag að sóttvarnayfirvöld þyrftu að hafa heildarmyndina í huga. Í síðustu viku hefðu bæði forsætisráðherra og ferðamálaskoðun sagt veirufrítt samfélag óraunhæft markmið og hún væri sammála því. „Hann kynnir þetta svona en ég held að það væri áhugavert að heyra hvað þeir sem ætla að sigla þessari skútu segja. Hvort þeir taki undir þetta markmið. Mér finnst þetta bratt markmið, og ég held að það sé algjörlega óraunhæft og ég held að þetta kosti alltof mikið,“ segir Sigríður. „Heilsufarsleg áhrif á alla þjóðina til lengri tíma“ Að hennar mati þurfi að taka fleiri þætti inn í myndina og ekki aðeins líta á aðgerðir út frá „þröngum lýðheilsuvinkli“. Hún skildi þó afstöðu sóttvarnalæknis, sem væri að reyna að stöðva útbreiðslu faraldursins á skilvirkan hátt, en ráðamenn þyrftu að líta til fleiri þátta. „Það hefur auðvitað heilsufarsleg áhrif á alla þjóðina til lengri tíma. Það er ekki víst að allir munu tengja við það eftir tvö ár þegar menn kannski ganga inn á spítalann og hefðu mátt búast við betri þjónustu heldur en þeir fá þá, af því það hefur ekki verið hægt að efla hann með sama hætti og menn höfðu áform um áður en veiran kom.“ Aðspurð hvort hún myndi styðja lagabreytingar til þess að renna stoðum undir þá reglugerð sem var dæmd ólögmæt af Héraðsdómi Reykjavíkur sagðist Sigríður ekki gera það. „Nei, og heilbrigðisráðherra sjálfur hafði ekki hug á því þegar hún lagði sjálf fram frumvarpið. Ef við hefðum samþykkt frumvarp heilbrigðisráðherra óbreytt, þá var þessi lagaheimild ekki til staðar. Hún hefði ekki verið lagagrundvöllur, sú lagabreyting, fyrir þessari reglugerð.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. 8. apríl 2021 19:20 Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36 Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. 8. apríl 2021 19:20
Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36
Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?