Verktakinn byrjar þverun Þorskafjarðar í næstu viku Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2021 19:52 Dofri Eysteinsson, eigandi Suðurverks, og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri olnboga verksamninginn að lokinni undirritun. KMU Verksamningur milli Vegagerðarinnar og Suðurverks um þverun Þorskafjarðar var undirritaður í dag. Vegamálastjóri segir þetta lið í gríðarlegum samgöngubótum á Vestfjörðum sem stytti leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fimmtíu kílómetra. Verkið tekur til 2,7 kílómetra langs kafla og er liður í endurbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Þvera á Þorskafjörð með 260 metra langri steinsteyptri brú sem tengd verður við land með vegi á uppfyllingu. Suðurverk átti lægsta boð, upp á liðlega 2,2 milljarða króna, en í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá verksamninginn undirritaðan í hádeginu. En hvenær hefjast framkvæmdir? „Bara fljótlega í næstu viku,“ svarar Dofri Eysteinsson, eigandi og framkvæmdastjóri Suðurverks. Brúin yfir Þorskafjörð á að vera tilbúin sumarið 2024.Vegagerðin Suðurverksmenn eru nýbúnir að klára Dýrafjarðargöng en hafa einnig reynslu af því að þvera vestfirska firði. „Við þveruðum Kjálkafjörð og Mjóafjörð á sínum tíma.“ Þverun Þorskafjarðar ein og sér styttir Vestfjarðaveg um níu kílómetra en íbúar fjórðungsins sjá fram á miklar samgöngubætur. „Gríðarlegar samgöngubætur. Við erum að horfa á, með Dýrafjarðargöngum og þessari framkvæmd, þegar hún verður fullfrágengin, þá erum við að stytta leiðina Ísafjörður-Reykjavík um fimmtíu kílómetra. Og það náttúrlega hefðu einhvern tímann þótt tíðindi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Samningurinn er einn sá stærsti sem Vegagerðin gerir í ár en verkið kallar á mikinn mannskap. „Þetta geta verið svona 35-40 manns meðan allt er á fullu, brúarbyggingin og það allt saman,“ segir Dofri en Eykt smíðar sjálfa brúna sem undirverktaki. Frá Gröf í Þorskafirði. Ósamið er við eigendur jarðarinnar um land undir fyrirhugaðan veg.Egill Aðalsteinsson Áætlað er að Þorskafjarðarbrúin verði opnuð umferð eftir rúm þrjú ár, sumarið 2024. Mesta spennan ríkir þó um annan verkþátt, sem framundan er að bjóða út; þann sem liggur um Teigsskóg, en samningum við landeigendur er ólokið. En stefnir þar í eignarnám? „Það er bara ekki komin niðurstaða í það. Meðan við erum að semja þá erum við að semja og horfum bara björt inn í það,“ svarar Bergþóra vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Reykhólahreppur Dýrafjarðargöng Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45 Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. 7. janúar 2021 22:44 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. 10. nóvember 2020 19:46 Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Verkið tekur til 2,7 kílómetra langs kafla og er liður í endurbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Þvera á Þorskafjörð með 260 metra langri steinsteyptri brú sem tengd verður við land með vegi á uppfyllingu. Suðurverk átti lægsta boð, upp á liðlega 2,2 milljarða króna, en í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá verksamninginn undirritaðan í hádeginu. En hvenær hefjast framkvæmdir? „Bara fljótlega í næstu viku,“ svarar Dofri Eysteinsson, eigandi og framkvæmdastjóri Suðurverks. Brúin yfir Þorskafjörð á að vera tilbúin sumarið 2024.Vegagerðin Suðurverksmenn eru nýbúnir að klára Dýrafjarðargöng en hafa einnig reynslu af því að þvera vestfirska firði. „Við þveruðum Kjálkafjörð og Mjóafjörð á sínum tíma.“ Þverun Þorskafjarðar ein og sér styttir Vestfjarðaveg um níu kílómetra en íbúar fjórðungsins sjá fram á miklar samgöngubætur. „Gríðarlegar samgöngubætur. Við erum að horfa á, með Dýrafjarðargöngum og þessari framkvæmd, þegar hún verður fullfrágengin, þá erum við að stytta leiðina Ísafjörður-Reykjavík um fimmtíu kílómetra. Og það náttúrlega hefðu einhvern tímann þótt tíðindi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Samningurinn er einn sá stærsti sem Vegagerðin gerir í ár en verkið kallar á mikinn mannskap. „Þetta geta verið svona 35-40 manns meðan allt er á fullu, brúarbyggingin og það allt saman,“ segir Dofri en Eykt smíðar sjálfa brúna sem undirverktaki. Frá Gröf í Þorskafirði. Ósamið er við eigendur jarðarinnar um land undir fyrirhugaðan veg.Egill Aðalsteinsson Áætlað er að Þorskafjarðarbrúin verði opnuð umferð eftir rúm þrjú ár, sumarið 2024. Mesta spennan ríkir þó um annan verkþátt, sem framundan er að bjóða út; þann sem liggur um Teigsskóg, en samningum við landeigendur er ólokið. En stefnir þar í eignarnám? „Það er bara ekki komin niðurstaða í það. Meðan við erum að semja þá erum við að semja og horfum bara björt inn í það,“ svarar Bergþóra vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Reykhólahreppur Dýrafjarðargöng Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45 Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. 7. janúar 2021 22:44 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. 10. nóvember 2020 19:46 Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45
Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. 7. janúar 2021 22:44
Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00
Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. 10. nóvember 2020 19:46
Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28