Kæru sóttvarnalæknis vísað frá Landsrétti Kjartan Kjartansson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 7. apríl 2021 18:02 Landsréttur Vísir/Vilhelm Landsréttur vísaði frá kæru sóttvarnalæknis á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um lögmæti skyldudvalar í sóttkvíarhóteli. Sóttvarnalækni var talinn skorta lögvarða hagsmuni í málinu og tók Landsréttur ekki efnislega afstöðu til lögmætis skyldudvalarinnar. Héraðdómur úrskurðaði að ekki mætti skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli um páskana. Reglugerð um það skorti jafnframt stoð í lögum. Sóttvarnalæknir kærði úrskurðinn til Landsréttar í samráði við heilbrigðisráðuneytið. Frávísunin þýðir að úrskurðurinn um ólögmæti sóttvarnaaðgerðarinnar stendur. Þrír dómarar Landsréttar sem vísuðu kæru sóttvarnalæknis frá sögðu hann skorta lögvarða hagsmuni af því að dómurinn leysti úr kröfunni. Rök þeirra voru þau að heilbrigðisráðuneytið hefði brugðist við úrskurði héraðsdóms með því að leyfa fólki á sóttkvíarhótelinu að yfirgefa það ef það hefði aðstöðu til að ljúka sóttkví annars staðar. Þá hefðu einstaklingarnir sem kærðu skyldudvöl sína á hótelinu þegar fengið neikvætt úr seinni sýnatöku og dvöl þeirra á hótelinu hefði því hvort eð er verið lokið nú. Landsréttur tók því ekki afstöðu til þess hvort að skyldudvöl í sóttvarnahúsi samræmist lögum. Álit dómaranna á kröfu sóttvarnalæknis kom fram í úrskurðum í fjórum málum sem voru nær samhljóða fyrir utan aðstæður hvers og eins kæranda til héraðsdóms. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagðist í dag ekki ætla að veita viðbrögð við niðurstöðu Landsréttar. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður hans, segir að sóttvarnayfirvöld ætli að nýta kvöldið til þess að gaumgæfa frávísunina og finna út næstu skref. Í viðtali á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni áður en Landsréttur vísaði kærunni frá í dag sagði Þórólfur að finna yrði úrræði til þess að lágmarka smit sem koma inn í landið innan þess lagaramma sem er til staðar yrði úrskurður héraðsdóms staðfestur. Hann sagðist telja að það veiktu sóttvarnir hér á landi verulega. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sóttvarnalækni hafa gengið lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð sem heilbrigðisráðuneytið gaf út lagastoð. Þórólfur hefur sagt að hann hafi lagt fram tillögu um að skikka ferðalanga sem koma frá löndum sem eru skilgreind með mikla útbreiðslu kórónuveirusmita í sóttkví á sérstöku sóttkvíarhóteli vegna tilfella þar sem fólk sem átti að vera í sóttkví heima hjá sér eftir komu til landsins hafi rofið sóttkvína. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
Héraðdómur úrskurðaði að ekki mætti skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli um páskana. Reglugerð um það skorti jafnframt stoð í lögum. Sóttvarnalæknir kærði úrskurðinn til Landsréttar í samráði við heilbrigðisráðuneytið. Frávísunin þýðir að úrskurðurinn um ólögmæti sóttvarnaaðgerðarinnar stendur. Þrír dómarar Landsréttar sem vísuðu kæru sóttvarnalæknis frá sögðu hann skorta lögvarða hagsmuni af því að dómurinn leysti úr kröfunni. Rök þeirra voru þau að heilbrigðisráðuneytið hefði brugðist við úrskurði héraðsdóms með því að leyfa fólki á sóttkvíarhótelinu að yfirgefa það ef það hefði aðstöðu til að ljúka sóttkví annars staðar. Þá hefðu einstaklingarnir sem kærðu skyldudvöl sína á hótelinu þegar fengið neikvætt úr seinni sýnatöku og dvöl þeirra á hótelinu hefði því hvort eð er verið lokið nú. Landsréttur tók því ekki afstöðu til þess hvort að skyldudvöl í sóttvarnahúsi samræmist lögum. Álit dómaranna á kröfu sóttvarnalæknis kom fram í úrskurðum í fjórum málum sem voru nær samhljóða fyrir utan aðstæður hvers og eins kæranda til héraðsdóms. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagðist í dag ekki ætla að veita viðbrögð við niðurstöðu Landsréttar. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður hans, segir að sóttvarnayfirvöld ætli að nýta kvöldið til þess að gaumgæfa frávísunina og finna út næstu skref. Í viðtali á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni áður en Landsréttur vísaði kærunni frá í dag sagði Þórólfur að finna yrði úrræði til þess að lágmarka smit sem koma inn í landið innan þess lagaramma sem er til staðar yrði úrskurður héraðsdóms staðfestur. Hann sagðist telja að það veiktu sóttvarnir hér á landi verulega. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sóttvarnalækni hafa gengið lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð sem heilbrigðisráðuneytið gaf út lagastoð. Þórólfur hefur sagt að hann hafi lagt fram tillögu um að skikka ferðalanga sem koma frá löndum sem eru skilgreind með mikla útbreiðslu kórónuveirusmita í sóttkví á sérstöku sóttkvíarhóteli vegna tilfella þar sem fólk sem átti að vera í sóttkví heima hjá sér eftir komu til landsins hafi rofið sóttkvína. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira