Slæmt ef pólitískur ágreiningur ríkir um nauðsynlegar aðgerðir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. apríl 2021 12:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Mál sóttvarnarhótela er nú meðferðar í Landsrétti og von er á niðurstöðu í fyrsta lagi síðdegis í dag. Óeining er um næstu skref innan þingsins en þingmaður Viðreisnar segir skorta upplýsingar um nauðsyn aðgerðanna. Samkvæmt upplýsingum frá Landsrétti er málið nú til meðferðar og frestur til þess að skila greinargerðum rennur út klukkan þrjú í dag. Þrír dómarar munu síðan kveða upp úrskurð og talið er að það verði í fyrsta lagi síðdegis í dag. Skyldudvöl fólks á sóttkvíarhóteli er ólögmæt og reglugerð heilbrigðisráðherra sem kveður á um hana skortir lagastoð samkvæmt úrskurði héraðsdóms sem var kærður til Landsréttar. Sóttvarnarlæknir skoraði í gær á stjórnvöld að treysta lagagrundvöll aðgerðanna. Þórólfur Guðnason segist nú bíða niðurstöðunnar og að næstu skref markist af henni. „Ef sú niðurstaða verður á sama veg þurfum við að sjá hvort við getum sniðið reglugerðir og aðgerðir að þeim lagaramma sem er fyrir hendi, ef ekki er vilji til þess að breyta honum,“ segir Þórólfur. Sóttvarnaraðgerðir á landamærunum eru til meðferðar í Landsrétti í dag.vísir/Vilhelm Hann segir ekki tímabært að gefa upp hvað gæti falist í því. „Það þarf að skoða alla möguleika innan þess lagaramma sem fyrir er en það er ríkisstjórnarinnar að taka endanlega ákvörðun. Ég er svona að hugleiða mínar næstu tillögur í því,“ segir hann. Ekki er eining á þingi um næstu skref og skiptar skoðanir eru bæði meðal þingmanna meiri- og minnihluta. Þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks hafa sagst ekki munu samþykkja frumvarp þess efnis og Píratar hafa einnig sagst vilja skoða aðrar leiðir. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í velferðarnefnd, sem fjallaði um málið í gær, segir nefndina hafa óskað eftir frekari gögnum. „Það er að segja gögnin sem varða setningu þessarar reglugerðar og þær upplýsingar sem liggja þar undir, sem sýna fram á þörfina fyrir að grípa til svona íþyngjandi aðgerða en ekki annarra aðgerða sem eru minna íþyngjandi en gætu náð sömu markmiðum,“ segir Hanna og bætir við að nú þurfi að bíða niðurstöðu Landsréttar. „Ef hann staðfestir úrskurðinn ímynda ég mér að næsta skref verði að heilbrigðisráðherra leggi fram frumvarp til breytinga á lögum og þá hljóta þessar upplýsingar að vera það sem slík breyting grundvallast á,“ segir Hanna. Þórólfur segir ekki gott ef samstaða um sóttvarnaraðgerðir brestur í pólitíkinni. „Mér finnst það nú bara frekar slæmt ef það er pólitískur ágreiningur um þær sóttvarnir sem við erum að reyna grípa til. Ef það er pólitískur ágreinigur um heimildirnar til þess að grípa til þeirra sóttvarnaráðstafana sem við teljum að þurfi til þess að lágmarka áhættuna af frekara smiti,“ segir hann. „Við höfum verið að biðla til allra að sýna samstöðu, bæði á pólitíska sviðinu og eins bara til almennings. Og það er ekki gott ef það fer eitthvað að bresta í pólitíkinni,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Landsrétti er málið nú til meðferðar og frestur til þess að skila greinargerðum rennur út klukkan þrjú í dag. Þrír dómarar munu síðan kveða upp úrskurð og talið er að það verði í fyrsta lagi síðdegis í dag. Skyldudvöl fólks á sóttkvíarhóteli er ólögmæt og reglugerð heilbrigðisráðherra sem kveður á um hana skortir lagastoð samkvæmt úrskurði héraðsdóms sem var kærður til Landsréttar. Sóttvarnarlæknir skoraði í gær á stjórnvöld að treysta lagagrundvöll aðgerðanna. Þórólfur Guðnason segist nú bíða niðurstöðunnar og að næstu skref markist af henni. „Ef sú niðurstaða verður á sama veg þurfum við að sjá hvort við getum sniðið reglugerðir og aðgerðir að þeim lagaramma sem er fyrir hendi, ef ekki er vilji til þess að breyta honum,“ segir Þórólfur. Sóttvarnaraðgerðir á landamærunum eru til meðferðar í Landsrétti í dag.vísir/Vilhelm Hann segir ekki tímabært að gefa upp hvað gæti falist í því. „Það þarf að skoða alla möguleika innan þess lagaramma sem fyrir er en það er ríkisstjórnarinnar að taka endanlega ákvörðun. Ég er svona að hugleiða mínar næstu tillögur í því,“ segir hann. Ekki er eining á þingi um næstu skref og skiptar skoðanir eru bæði meðal þingmanna meiri- og minnihluta. Þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks hafa sagst ekki munu samþykkja frumvarp þess efnis og Píratar hafa einnig sagst vilja skoða aðrar leiðir. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í velferðarnefnd, sem fjallaði um málið í gær, segir nefndina hafa óskað eftir frekari gögnum. „Það er að segja gögnin sem varða setningu þessarar reglugerðar og þær upplýsingar sem liggja þar undir, sem sýna fram á þörfina fyrir að grípa til svona íþyngjandi aðgerða en ekki annarra aðgerða sem eru minna íþyngjandi en gætu náð sömu markmiðum,“ segir Hanna og bætir við að nú þurfi að bíða niðurstöðu Landsréttar. „Ef hann staðfestir úrskurðinn ímynda ég mér að næsta skref verði að heilbrigðisráðherra leggi fram frumvarp til breytinga á lögum og þá hljóta þessar upplýsingar að vera það sem slík breyting grundvallast á,“ segir Hanna. Þórólfur segir ekki gott ef samstaða um sóttvarnaraðgerðir brestur í pólitíkinni. „Mér finnst það nú bara frekar slæmt ef það er pólitískur ágreiningur um þær sóttvarnir sem við erum að reyna grípa til. Ef það er pólitískur ágreinigur um heimildirnar til þess að grípa til þeirra sóttvarnaráðstafana sem við teljum að þurfi til þess að lágmarka áhættuna af frekara smiti,“ segir hann. „Við höfum verið að biðla til allra að sýna samstöðu, bæði á pólitíska sviðinu og eins bara til almennings. Og það er ekki gott ef það fer eitthvað að bresta í pólitíkinni,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira