Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2021 23:49 Aðstandendur konu sem lést úr Covid-19 syrgja hana í kirkjugarði í Río de Janeiro. Brasilíumenn falla nú í hrönnum af völdum veirunnar. Vísir/EPA Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. Fjöldi dauðsfalla á einum degi fór í fyrsta skipti yfir fjögur þúsund manns samkvæmt opinberum tölum í Brasilíu í dag. Heilbrigðiskerfi landsins er sagt á heljaþröm vegna álagsins. Hröð fjölgun smita þýðir að mannskaðinn gæti farið fram úr meti sem var sett í Bandaríkjunum í janúar. Þrátt fyrir að íbúafjöldi í Brasilíu sé aðeins tveir þriðju af íbúafjölda Bandaríkjanna segja sérfræðingar við Reuters-fréttastofuna að Suður-Ameríkulandið gæti tekið fram úr í fjölda dauðsfalla von bráðar. Nú þegar hafa 337.000 manns látið lífið í Brasilíu. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist í faraldrinum til þessa, um 555.000 manns. „Þetta er kjarnaofn sem hefur komið af stað keðjuverkun og er stjórnlaus. Þetta er líffræðilegt Fukushima,“ segir Miguel Nicolelis, brasilískur læknir og prófessor við Duke-háskóla í Bandaríkjunum, við Reuters. Vísar hann þar til kjarnorkuslyssins í Fukushima í Japan eftir náttúruhamfararnir miklu árið 2011 sem Japanir súpa enn seyði af áratug síðar. Met hafa verið slegin um daglegan fjölda dauðsfalla í Brasilíu í hverri viku frá því í febrúar. Nýtt og meira smitandi afbrigði sem er nú kennt við Brasilíu hefur farið sem eldur í sinu um samfélagið. Slakar sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda og almennings hafa lítið gert til að hefta útbreiðsluna. Reuters segir að eitt af hverjum fjórum dauðsföllum í kórónuveirufaraldrinum í heiminum verði nú í Brasilíu. Horfur eru á því að Brasilía taki fram úr Bandaríkjunum í sjö daga meðaltali dauðsfalla strax í næstu viku. Mest létust 3.285 manns á daga á sjö daga tímabili í Bandaríkjunum í janúar. Bolsonaro forseti hefur persónulega tekið þátt í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnar sinnar.AP/Eraldo Peres Ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta hefur að miklu leyti verið í afneitun og hann hefur farið í gegnum heilbrigðisráðherra eins og óhreina sokka á undanförnum misserum. Bolsonaro hefur jafnframt grafið undan þeim ámátlegu sóttvarnaaðgerðum brasilískra stjórnvalda, þar á meðal grímunotkun almennings og samkomutakmörkunum. Brasilískir embættismenn halda því enn fram að líf gæti færst aftur í eðlilegri horfur strax á næstu mánuðum á sama tíma og smituðum og látnum fjölgar ört. AP-fréttastofan segir að fjöldi ríkisstjóra, borgarstjóra og dómara slaki nú á aðgerðum þrátt fyrir að heilbrigðiskerfið sé þegar sprungið víða um landið. „Borarstjórum og ríkisstjórum er pólitískt bannað að herða á félagsforðunaraðgerðum vegna þess að þeir vita að stuðningsmenn forsetans, þar á meðal leiðtogar atvinnulífsins, munu skemma fyrir þeim,“ segir Miguel Lago, forstjóri rannsóknastofnunar í heilbrigðismálum sem veitir opinberum heilbrigðisstarfsmönnum ráðgjöf. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Fjöldi dauðsfalla á einum degi fór í fyrsta skipti yfir fjögur þúsund manns samkvæmt opinberum tölum í Brasilíu í dag. Heilbrigðiskerfi landsins er sagt á heljaþröm vegna álagsins. Hröð fjölgun smita þýðir að mannskaðinn gæti farið fram úr meti sem var sett í Bandaríkjunum í janúar. Þrátt fyrir að íbúafjöldi í Brasilíu sé aðeins tveir þriðju af íbúafjölda Bandaríkjanna segja sérfræðingar við Reuters-fréttastofuna að Suður-Ameríkulandið gæti tekið fram úr í fjölda dauðsfalla von bráðar. Nú þegar hafa 337.000 manns látið lífið í Brasilíu. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist í faraldrinum til þessa, um 555.000 manns. „Þetta er kjarnaofn sem hefur komið af stað keðjuverkun og er stjórnlaus. Þetta er líffræðilegt Fukushima,“ segir Miguel Nicolelis, brasilískur læknir og prófessor við Duke-háskóla í Bandaríkjunum, við Reuters. Vísar hann þar til kjarnorkuslyssins í Fukushima í Japan eftir náttúruhamfararnir miklu árið 2011 sem Japanir súpa enn seyði af áratug síðar. Met hafa verið slegin um daglegan fjölda dauðsfalla í Brasilíu í hverri viku frá því í febrúar. Nýtt og meira smitandi afbrigði sem er nú kennt við Brasilíu hefur farið sem eldur í sinu um samfélagið. Slakar sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda og almennings hafa lítið gert til að hefta útbreiðsluna. Reuters segir að eitt af hverjum fjórum dauðsföllum í kórónuveirufaraldrinum í heiminum verði nú í Brasilíu. Horfur eru á því að Brasilía taki fram úr Bandaríkjunum í sjö daga meðaltali dauðsfalla strax í næstu viku. Mest létust 3.285 manns á daga á sjö daga tímabili í Bandaríkjunum í janúar. Bolsonaro forseti hefur persónulega tekið þátt í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnar sinnar.AP/Eraldo Peres Ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta hefur að miklu leyti verið í afneitun og hann hefur farið í gegnum heilbrigðisráðherra eins og óhreina sokka á undanförnum misserum. Bolsonaro hefur jafnframt grafið undan þeim ámátlegu sóttvarnaaðgerðum brasilískra stjórnvalda, þar á meðal grímunotkun almennings og samkomutakmörkunum. Brasilískir embættismenn halda því enn fram að líf gæti færst aftur í eðlilegri horfur strax á næstu mánuðum á sama tíma og smituðum og látnum fjölgar ört. AP-fréttastofan segir að fjöldi ríkisstjóra, borgarstjóra og dómara slaki nú á aðgerðum þrátt fyrir að heilbrigðiskerfið sé þegar sprungið víða um landið. „Borarstjórum og ríkisstjórum er pólitískt bannað að herða á félagsforðunaraðgerðum vegna þess að þeir vita að stuðningsmenn forsetans, þar á meðal leiðtogar atvinnulífsins, munu skemma fyrir þeim,“ segir Miguel Lago, forstjóri rannsóknastofnunar í heilbrigðismálum sem veitir opinberum heilbrigðisstarfsmönnum ráðgjöf.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira