Spennt að sjá hvað Sveindís Jane hefur fram að færa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2021 07:00 Það er búist við miklu af Sveindísi Jane í Svíþjóð. vísir/vilhelm Það styttist í að sænska úrvalsdeildin í knattspyrnu fari af stað og það er ljóst að sparkspekingar þar í landi geta vart beðið eftir að sjá Sveindísi Jane Jónsdóttur spila sinn fyrsta leik í deildinni. Sveindís Jane samdi við þýska stórliðið Wolfsburg að loknu síðasta tímabili en verður á láni hjá Kristianstad á þessari leiktíð. Hanna Marklund lék á sínum tíma 118 leiki fyrir sænska landsliðið, í dag starfar hún meðal annars sérfræðingur fótboltamiðilsins Fotbollskanalen. Hún spáir Kristianstad 3. sæti – líkt og í fyrra – og býst í raun við mjög svipuðu liði og þá. Hún býst við miklu frá Sveindísi á komandi leiktíð. Marklunds allsvenska tips - Kristianstad : "Wolfsburg-värvningen är väldigt spännande".https://t.co/GjXR8aSftF pic.twitter.com/iAcaIJWIF9— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) April 6, 2021 „Ég held að Sveindís muni passa einkar vel inn í lið Kristianstad, sérstaklega vegna löngu innkastanna hennar. Sænska landsliðið varð fyrir barðinu á þeim í leik gegn Íslandi á síðasta ári. Þessi 19 ára framherji hefur alla burði til að verða lykilmaður í liði Kristianstad og mun vera í mikilvægu hlutverki hjá liðinu. Marklund segir Kristianstad hins vegar vanta framherja. Nefnir hún sem dæmi að miðjumaðurinn Mia Carlsson hafi meðal annars leikið á miðjunni í æfingaleikjum liðsins. Hver veit nema Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins, komi öllum að óvörum og stilli Sveindísi Jane einfaldlega upp í fremstu víglínu. Marklund nefnir einnig Elísabetu í pistli sínum enda verður þetta tólfta tímabil Betu sem aðalþjálfara liðsins. „Uppgangur liðsins er að miklu leyti henni að þakka. Við höfum talað um hana áður en þegar þú talar um Kristianstad kemstu í raun ekki hjá því að nefna Elísabetu í leiðinni.“ Landsliðsmiðvörðurinn Sif Atladóttir er einnig nefnd en Marklund telur liðið græða mikið á því að fá hana til baka. Sif missti af öllu síðasta tímabili vegna barneigna en er nú klár í slaginn. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Sjá meira
Sveindís Jane samdi við þýska stórliðið Wolfsburg að loknu síðasta tímabili en verður á láni hjá Kristianstad á þessari leiktíð. Hanna Marklund lék á sínum tíma 118 leiki fyrir sænska landsliðið, í dag starfar hún meðal annars sérfræðingur fótboltamiðilsins Fotbollskanalen. Hún spáir Kristianstad 3. sæti – líkt og í fyrra – og býst í raun við mjög svipuðu liði og þá. Hún býst við miklu frá Sveindísi á komandi leiktíð. Marklunds allsvenska tips - Kristianstad : "Wolfsburg-värvningen är väldigt spännande".https://t.co/GjXR8aSftF pic.twitter.com/iAcaIJWIF9— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) April 6, 2021 „Ég held að Sveindís muni passa einkar vel inn í lið Kristianstad, sérstaklega vegna löngu innkastanna hennar. Sænska landsliðið varð fyrir barðinu á þeim í leik gegn Íslandi á síðasta ári. Þessi 19 ára framherji hefur alla burði til að verða lykilmaður í liði Kristianstad og mun vera í mikilvægu hlutverki hjá liðinu. Marklund segir Kristianstad hins vegar vanta framherja. Nefnir hún sem dæmi að miðjumaðurinn Mia Carlsson hafi meðal annars leikið á miðjunni í æfingaleikjum liðsins. Hver veit nema Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins, komi öllum að óvörum og stilli Sveindísi Jane einfaldlega upp í fremstu víglínu. Marklund nefnir einnig Elísabetu í pistli sínum enda verður þetta tólfta tímabil Betu sem aðalþjálfara liðsins. „Uppgangur liðsins er að miklu leyti henni að þakka. Við höfum talað um hana áður en þegar þú talar um Kristianstad kemstu í raun ekki hjá því að nefna Elísabetu í leiðinni.“ Landsliðsmiðvörðurinn Sif Atladóttir er einnig nefnd en Marklund telur liðið græða mikið á því að fá hana til baka. Sif missti af öllu síðasta tímabili vegna barneigna en er nú klár í slaginn.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Sjá meira