Brýnt fjárfestingarátak Ólafur Ísleifsson skrifar 5. apríl 2021 09:01 Nú þegar grillir í ljós við endann á göngunum í veirufárinu þarf stefnu um endurreisn þjóðarbúsins til að uppræta atvinnuleysi og efla hagsæld í landinu. Fyrirheitin gengu ekki eftir Fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að auka opinberar framkvæmdir sem hagstjórnaraðgerð vegna farsóttarinnar sýnast ekki hafa gengið eftir ef marka má tölur Hagstofu Íslands um opinbera fjárfestingu. Hún dróst saman um 9,3% á árinu 2020. Þetta er annað árið í röð sem opinber fjárfesting minnkar, en samdrátturinn var 10,8% á árinu 2019. Hagsjá Landsbankans ályktar af þessum tölum Hagstofunnar að þessi niðurstaða skjóti verulega skökku við sé litið til samþykkta um aukin útgjöld til fjárfestinga í fjárlögum og fjáraukalögum og yfirlýsinga ráðamanna allt frá upphafi ársins 2019 um að ríkissjóður myndi nú taka öflugan þátt í fjárfestingum á sama tíma og fjárfesting atvinnuveganna hefði dregist mikið saman. Segir í hagsjánni að opinber fjárfesting hafi nú farið minnkandi miðað við fyrra ár í sex ársfjórðunga í röð. Ljóst sé að áform stjórnvalda um stórfelld fjárfestingarátök hafi ekki gengið eftir. Í ljósi þessara efnda á fyrirheitum sýnist kannski í ódýrara kantinum hjá einstökum ráðherrum að kynna nú miklar framkvæmdir. Brettum upp ermar! Við svo búið má ekki standa. Bretta þarf upp ermar og ráðast í nauðsynlegar aðgerðir með það að markmiði að styrkja innviði, eyða atvinnuleysi og bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins. Þannig verður lagður traustur grunnur að hagsæld þjóðarinnar á komandi tímum. Brýn verkefni Fjölmargar nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni hafa af ýmsum ástæðum setið á hakanum um of langt skeið. Ferðamannastraumurinn sýndi að vegakerfið stenst ekki kröfur um burðargetu og öryggi. Treysta þarf flugvelli, vegi, hafnir. Fráveitu- og sorpmál eru víða í ólestri og ógna umhverfi og lýðheilsu. Stór verkefni bíða í orkuvinnslu og orkuflutningum. Hitaveitur og vatnsveitur þarfnast víða endurbóta. Sama á við um fasteignir af ýmsu tagi, skóla og sjúkrahús, og hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Viðhald, endurbætur og nýframkvæmdir Höfundar hagsjár Landsbankans leggja til að byrja að vinna á mikilli uppsafnaðri viðhaldsþörf sem myndast hefur á síðustu árum. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins (SI) um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi frá febrúar á þessu ári kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða hér á landi umtalsverð. Þörfin er áætluð um 420 ma.kr. eða 14,2% af landsframleiðslu ársins 2020. Þessi upphæð nemur rúmlega fjórfaldri opinberri fjárfestingu ársins 2020. Viðhaldi innviða hefur að dómi SI verið verulega ábótavant í vegagerð, fasteignum ríkisins, fráveitum og orkuflutningum. Víða um land eru hættulegir vegarkaflar og á hringveginum eru enn hátt í 40 einbreiðar brýr. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru kapítuli út af fyrir sig. Þar þarf að styrkja stofnbrautir, koma upp mislægum gatnamótum, beita ljósastýringu og leggja Sundabraut. Umtalsverð raforka nýtist ekki sökum þess að flutningskerfi raforku er ófullkomið. Þetta kallar á fjárfestingar í uppbyggingu meginflutningskerfis til að tryggja nægt framboð raforku um land allt. Skortur er á hjúkrunarheimilum. Uppræta þarf myglu í fjölmörgum opinberum byggingum. Skynsamleg fjármögnun framkvæmda Innlendir jafnt sem erlendir fjárfestar eru áhugasamir um innviðauppbyggingu hér á landi. Hefur byggst upp í landinu þekking á rekstri slíkra verkefna. Til að fjármagna framkvæmdir af þessu tagi má sjá fyrir sér að ríkið stofni félag sem nýtir þekkingu og hugvit. Slíkt félag gæti leitað til almennings og boðið lífeyrissjóðum áhugaverða fjárfestingarkosti sem féllu vel að eignasöfnum þeirra. Með þessu væri komið til móts við nauðsyn sjóðanna á að ávaxta ráðstöfunarfé til langs tíma til hagsbóta fyrir sjóðfélaga. Verkefnin eru arðsöm og geta staðið undir vænlegri ávöxtun til þeirra sem leggja fjármagn til framkvæmda. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar grillir í ljós við endann á göngunum í veirufárinu þarf stefnu um endurreisn þjóðarbúsins til að uppræta atvinnuleysi og efla hagsæld í landinu. Fyrirheitin gengu ekki eftir Fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að auka opinberar framkvæmdir sem hagstjórnaraðgerð vegna farsóttarinnar sýnast ekki hafa gengið eftir ef marka má tölur Hagstofu Íslands um opinbera fjárfestingu. Hún dróst saman um 9,3% á árinu 2020. Þetta er annað árið í röð sem opinber fjárfesting minnkar, en samdrátturinn var 10,8% á árinu 2019. Hagsjá Landsbankans ályktar af þessum tölum Hagstofunnar að þessi niðurstaða skjóti verulega skökku við sé litið til samþykkta um aukin útgjöld til fjárfestinga í fjárlögum og fjáraukalögum og yfirlýsinga ráðamanna allt frá upphafi ársins 2019 um að ríkissjóður myndi nú taka öflugan þátt í fjárfestingum á sama tíma og fjárfesting atvinnuveganna hefði dregist mikið saman. Segir í hagsjánni að opinber fjárfesting hafi nú farið minnkandi miðað við fyrra ár í sex ársfjórðunga í röð. Ljóst sé að áform stjórnvalda um stórfelld fjárfestingarátök hafi ekki gengið eftir. Í ljósi þessara efnda á fyrirheitum sýnist kannski í ódýrara kantinum hjá einstökum ráðherrum að kynna nú miklar framkvæmdir. Brettum upp ermar! Við svo búið má ekki standa. Bretta þarf upp ermar og ráðast í nauðsynlegar aðgerðir með það að markmiði að styrkja innviði, eyða atvinnuleysi og bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins. Þannig verður lagður traustur grunnur að hagsæld þjóðarinnar á komandi tímum. Brýn verkefni Fjölmargar nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni hafa af ýmsum ástæðum setið á hakanum um of langt skeið. Ferðamannastraumurinn sýndi að vegakerfið stenst ekki kröfur um burðargetu og öryggi. Treysta þarf flugvelli, vegi, hafnir. Fráveitu- og sorpmál eru víða í ólestri og ógna umhverfi og lýðheilsu. Stór verkefni bíða í orkuvinnslu og orkuflutningum. Hitaveitur og vatnsveitur þarfnast víða endurbóta. Sama á við um fasteignir af ýmsu tagi, skóla og sjúkrahús, og hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Viðhald, endurbætur og nýframkvæmdir Höfundar hagsjár Landsbankans leggja til að byrja að vinna á mikilli uppsafnaðri viðhaldsþörf sem myndast hefur á síðustu árum. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins (SI) um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi frá febrúar á þessu ári kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða hér á landi umtalsverð. Þörfin er áætluð um 420 ma.kr. eða 14,2% af landsframleiðslu ársins 2020. Þessi upphæð nemur rúmlega fjórfaldri opinberri fjárfestingu ársins 2020. Viðhaldi innviða hefur að dómi SI verið verulega ábótavant í vegagerð, fasteignum ríkisins, fráveitum og orkuflutningum. Víða um land eru hættulegir vegarkaflar og á hringveginum eru enn hátt í 40 einbreiðar brýr. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru kapítuli út af fyrir sig. Þar þarf að styrkja stofnbrautir, koma upp mislægum gatnamótum, beita ljósastýringu og leggja Sundabraut. Umtalsverð raforka nýtist ekki sökum þess að flutningskerfi raforku er ófullkomið. Þetta kallar á fjárfestingar í uppbyggingu meginflutningskerfis til að tryggja nægt framboð raforku um land allt. Skortur er á hjúkrunarheimilum. Uppræta þarf myglu í fjölmörgum opinberum byggingum. Skynsamleg fjármögnun framkvæmda Innlendir jafnt sem erlendir fjárfestar eru áhugasamir um innviðauppbyggingu hér á landi. Hefur byggst upp í landinu þekking á rekstri slíkra verkefna. Til að fjármagna framkvæmdir af þessu tagi má sjá fyrir sér að ríkið stofni félag sem nýtir þekkingu og hugvit. Slíkt félag gæti leitað til almennings og boðið lífeyrissjóðum áhugaverða fjárfestingarkosti sem féllu vel að eignasöfnum þeirra. Með þessu væri komið til móts við nauðsyn sjóðanna á að ávaxta ráðstöfunarfé til langs tíma til hagsbóta fyrir sjóðfélaga. Verkefnin eru arðsöm og geta staðið undir vænlegri ávöxtun til þeirra sem leggja fjármagn til framkvæmda. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun