Inter gæti þurft að selja Lukaku vegna bágrar fjárhagsstöðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2021 12:00 Lukaku kann vel við sig hjá Inter en gæti verið seldur í sumar vegna fjárhagsstöðu félagsins. Chris Ricco/Getty Images Inter Milan virðist loks vera búið að stöðva einokun Juventus á ítalska meistaratitlinum. Fátt virðist geta stöðvað liðið sem trónir nú á toppi Serie A-deildarinnar en slæm fjárhagsstaða liðsins gæti þýtt að bestu menn þess séu til sölu í sumar. Þar á meðal er belgíski markahrókurinn Romelu Lukaku sem hefur verið frábær síðan hann gekk í raðir Inter sumarið 2019. Ítalski miðillinn Corriere dello Sport greindi frá. Antonio Conte, þjálfari Inter, hefur sótt hvern leikmanninn á fætur öðrum síðan hann tók við og nú loksins virðist sem 11 ára bið félagsins sé á enda. Meistaratitillinn er í augsýn en ef marka má fregnir frá meginlandinu verður erfitt fyrir Inter að berjast um titilinn á næsta ári. Kórónufaraldurinn hefur haft slæmt áhrif á félagið sem er talið koma út úr núverandi leiktíð rúmar 120 til 140 milljónir evra í mínus. Kínverskir eigendur Inter þurftu að leggja niður liðið sem þeir áttu í heimalandinu, og það aðeins þremur mánuðum eftir að það varð meistari þar í landi. Til að bæta gráu ofan á svart þá ku Inter enn skulda Manchester United 43 punda fyrir Lukaku og því gæti eina lausnin verið selja hinn 27 ára gamla framherja. Talið er að Inter vilji 120 milljónir evra í sinn vasa en eins og staðan er í dag er erfitt að sjá hvaða lið ætti að punga út þeirri upphæð. Lukaku er ekki eini leikmaður Inter sem er orðaður við önnur félög en varnarmaðurinn Milan Skriniar er sífellt orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni. Lautaro Martinez, hinn framherji Inter, var orðaður við Barcelona síðasta sumar en fór á endanum ekki fet og gerir það eflaust ekki í sumar þar sem Börsungar eru á barmi gjaldþrots. Þá var Daninn Christian Eriksen orðaður frá félaginu en hann hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og virðist í plönum Conte í dag. Lukaku hefur sjálfur sagt að hann hafi engan áhuga á því að fara. Hann njóti sín hjá Inter og vilji vera þar áfram. Belginn hefur skorað 19 mörk í Serie á leiktíðinni ásamt því að leggja upp sjö mörk til viðbótar. Þá er hann orðinn markahæsti leikmaður belgíska landsliðsins frá upphafi. Inter Milan heimsækir Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Þar á meðal er belgíski markahrókurinn Romelu Lukaku sem hefur verið frábær síðan hann gekk í raðir Inter sumarið 2019. Ítalski miðillinn Corriere dello Sport greindi frá. Antonio Conte, þjálfari Inter, hefur sótt hvern leikmanninn á fætur öðrum síðan hann tók við og nú loksins virðist sem 11 ára bið félagsins sé á enda. Meistaratitillinn er í augsýn en ef marka má fregnir frá meginlandinu verður erfitt fyrir Inter að berjast um titilinn á næsta ári. Kórónufaraldurinn hefur haft slæmt áhrif á félagið sem er talið koma út úr núverandi leiktíð rúmar 120 til 140 milljónir evra í mínus. Kínverskir eigendur Inter þurftu að leggja niður liðið sem þeir áttu í heimalandinu, og það aðeins þremur mánuðum eftir að það varð meistari þar í landi. Til að bæta gráu ofan á svart þá ku Inter enn skulda Manchester United 43 punda fyrir Lukaku og því gæti eina lausnin verið selja hinn 27 ára gamla framherja. Talið er að Inter vilji 120 milljónir evra í sinn vasa en eins og staðan er í dag er erfitt að sjá hvaða lið ætti að punga út þeirri upphæð. Lukaku er ekki eini leikmaður Inter sem er orðaður við önnur félög en varnarmaðurinn Milan Skriniar er sífellt orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni. Lautaro Martinez, hinn framherji Inter, var orðaður við Barcelona síðasta sumar en fór á endanum ekki fet og gerir það eflaust ekki í sumar þar sem Börsungar eru á barmi gjaldþrots. Þá var Daninn Christian Eriksen orðaður frá félaginu en hann hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og virðist í plönum Conte í dag. Lukaku hefur sjálfur sagt að hann hafi engan áhuga á því að fara. Hann njóti sín hjá Inter og vilji vera þar áfram. Belginn hefur skorað 19 mörk í Serie á leiktíðinni ásamt því að leggja upp sjö mörk til viðbótar. Þá er hann orðinn markahæsti leikmaður belgíska landsliðsins frá upphafi. Inter Milan heimsækir Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira