Gular viðvaranir um Páskahelgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2021 19:16 Gular viðvaranir verða í gildi víðast hvar á landinu yfir helgina. Veðurstofa Íslands Gul veðurviðvörun verður í gildi á nær öllu landinu á morgun og sunnudag og verður fólk sem er á ferðinni í tilefni Páska því að fara varlega á ferðalögum sínum um landið. Viðvörunin gildir á Faxaflóa, Ströndum og Norðvesturlandi, Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi. Viðvararnir taka gildi klukkan sex í fyrramálið og gilda til tólf á miðnætti. Þá taka þær aftur gildi klukkan sex á sunnudagsmorgun og gilda til klukkan tólf á miðnætti á sunnudag. Á Suðausturlandi má búast við norðvestan átt, 18 til 25 metrum á sekúndu og vindhviðum upp í allt að 35 til 45 metra á sekúndu á sunnudag. Ökumenn eru beðnir um að fara varlega, einkum ef ökutæki taka á sig mikinn vind. Þá má búast við norðvestanhríð á Austurlandi og Austfjörðum á sunnudagskvöld, 15-25 metrum á sekúndu, éljagangi eða skafrenning og hvassast syðst á fjörðunum. Vindhviður gætu verið á bilinu 25 til 45 metrar á sekúndu sunnan til. Lítið skyggni með köflum og erfið akstursskilyrði. Á Norðurlandi eystra má búast við suðvestan stormi fyrri hluta morgundags, með 15 til 23 metrum á sekúndu og hvassast á Tröllaskaga. Reikna má með að vindhviður nái upp í allt að 35 til 45 metra á sekúndu við vestanverðan Eyjafjörð. Fólk er beðið um að tryggja lausamuni utandyra og aki samkvæmt aðstæðum. Annað kvöld verður norðanhríð á Norðurlandi eystra, norðan 10 til 15 metrar á sekúndu og snjókoma eða stafrenningur. Ört kólnandi veður og líklega mikil hálka. Ökumenn eru beðnir um að fara varlega ekki síst á fjallvegum. Á ströndum og Norðurlandi vestra verður suðvestan stormur fyrri hluta morgundags, suðvestan 15 til 23 metrar á sekúndu en hvassast á Tröllaskaga og í Skagafirði. Reikna má með vindhviðum að 35 metrum á sekúndum þar. Þá verður norðanhríð annað kvöld, 10 til 15 metrar á sekúndu og snjókoma eða skafrenningur. Veður fer ört kólnandi og líklega verður mikil hálka. Ökumenn eru beðnir að fara varlega, ekki síst á fjallvegum. Við Faxaflóa mun ganga í suðvestan og síðan vestan 15 til 23 metra á sekúndu með rigningu eða súld síðdegis á morgun. Búast má við lélegu skyggni á gosstöðvum og ekki er ferðaveður þar. Veður Páskar Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Viðvararnir taka gildi klukkan sex í fyrramálið og gilda til tólf á miðnætti. Þá taka þær aftur gildi klukkan sex á sunnudagsmorgun og gilda til klukkan tólf á miðnætti á sunnudag. Á Suðausturlandi má búast við norðvestan átt, 18 til 25 metrum á sekúndu og vindhviðum upp í allt að 35 til 45 metra á sekúndu á sunnudag. Ökumenn eru beðnir um að fara varlega, einkum ef ökutæki taka á sig mikinn vind. Þá má búast við norðvestanhríð á Austurlandi og Austfjörðum á sunnudagskvöld, 15-25 metrum á sekúndu, éljagangi eða skafrenning og hvassast syðst á fjörðunum. Vindhviður gætu verið á bilinu 25 til 45 metrar á sekúndu sunnan til. Lítið skyggni með köflum og erfið akstursskilyrði. Á Norðurlandi eystra má búast við suðvestan stormi fyrri hluta morgundags, með 15 til 23 metrum á sekúndu og hvassast á Tröllaskaga. Reikna má með að vindhviður nái upp í allt að 35 til 45 metra á sekúndu við vestanverðan Eyjafjörð. Fólk er beðið um að tryggja lausamuni utandyra og aki samkvæmt aðstæðum. Annað kvöld verður norðanhríð á Norðurlandi eystra, norðan 10 til 15 metrar á sekúndu og snjókoma eða stafrenningur. Ört kólnandi veður og líklega mikil hálka. Ökumenn eru beðnir um að fara varlega ekki síst á fjallvegum. Á ströndum og Norðurlandi vestra verður suðvestan stormur fyrri hluta morgundags, suðvestan 15 til 23 metrar á sekúndu en hvassast á Tröllaskaga og í Skagafirði. Reikna má með vindhviðum að 35 metrum á sekúndum þar. Þá verður norðanhríð annað kvöld, 10 til 15 metrar á sekúndu og snjókoma eða skafrenningur. Veður fer ört kólnandi og líklega verður mikil hálka. Ökumenn eru beðnir að fara varlega, ekki síst á fjallvegum. Við Faxaflóa mun ganga í suðvestan og síðan vestan 15 til 23 metra á sekúndu með rigningu eða súld síðdegis á morgun. Búast má við lélegu skyggni á gosstöðvum og ekki er ferðaveður þar.
Veður Páskar Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent