Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2021 12:48 Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún var opnað í morgun. Rauði krossinn Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. Samkvæmt nýjum reglum um skimanir og sóttkví skulu allir sem koma til landsins frá dökkrauðum eða gráuum ríkjum, sem svo eru skilgreind samkvæmt upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópu, sæta sóttkví á sóttkvíarhóteli milli skimana, að þeim undanskyldum sem framvísa gildu vottorði um fyrri sýkingu eða bólsetningu. Sóttvarnalæknir mun jafnframt reglulega birta lista yfir þau svæði sem falla undir ákvæðið. Rauði krossinn hefur umsjón með sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún.Rauði krossinn Samkvæmt tilkynningu frá Rauða krossinum kom fyrsta flugvél til landsins klukkan átta í morgun og í kjölfarið voru fyrstu gestir sóttkvíarhótelsins við Þórunnartún fluttir þangað og innritaðir. „Síðar í dag eru fimm vélar væntanlegar til landsins, þar af þrjár frá dökkrauðum löndum, og mun gestum í Þórunnartúni því fjölga jafnt og þétt í dag og næstu daga. Á næstunni verða svo fleiri sóttkvíarhótel opnuð, meðal annars á Austurlandi,“ segir í tilkynningunni. Áslaug Ellen Yngvadóttir og Örvar Rafnsson hafa umsjón með sóttkvíarhótelinu en þau eru bæði menntuð á sviði átaka- og öryggisfræða og hafa undanfarið starfað í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg. Fyrsta flugið kom til landsins klukkan átta í morgun og voru farþegar fluttir beint á hótelið þar sem þeir voru innritaðir.Rauði krossinn „Við erum stolt af því hve hratt og vel uppsetning sóttkvíarhótelsins gekk. Fyrsti dagurinn fer rólega af stað en við erum tilbúin fyrir komandi gesti sem mun að öllum líkindum fjölga hratt. Ég er ánægð með hótelið sem hentar þessari breyttu starfsemi vel og við erum heppin með öflugan og góðan hóp starfsfólks,“ er haft eftir Áslaugu Ellen í tilkynningu. „Ég held við séum bara eins vel undirbúin og hægt er í þessum aðstæðum og munum gera okkar allra besta til að gera dvöl allra okkar gesta hér sem þægilegasta.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Kostnaður vegna reglna á landamærum íþyngjandi fyrir námsmenn: „Þetta getur hlaupið á hundrað þúsund kalli“ Kostnaður vegna sóttvarnaaðgerða á landamærum getur verið verulega íþyngjandi fyrir íslenska námsmenn erlendis sem hyggjast koma heim að mati Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Samtökin vonast til að eiga samtal við heilbrigðisráðuneytið um leiðir til að draga úr kostnaði fyrir þá sem standa verr fjárhagslega. 1. apríl 2021 12:00 Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Samkvæmt nýjum reglum um skimanir og sóttkví skulu allir sem koma til landsins frá dökkrauðum eða gráuum ríkjum, sem svo eru skilgreind samkvæmt upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópu, sæta sóttkví á sóttkvíarhóteli milli skimana, að þeim undanskyldum sem framvísa gildu vottorði um fyrri sýkingu eða bólsetningu. Sóttvarnalæknir mun jafnframt reglulega birta lista yfir þau svæði sem falla undir ákvæðið. Rauði krossinn hefur umsjón með sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún.Rauði krossinn Samkvæmt tilkynningu frá Rauða krossinum kom fyrsta flugvél til landsins klukkan átta í morgun og í kjölfarið voru fyrstu gestir sóttkvíarhótelsins við Þórunnartún fluttir þangað og innritaðir. „Síðar í dag eru fimm vélar væntanlegar til landsins, þar af þrjár frá dökkrauðum löndum, og mun gestum í Þórunnartúni því fjölga jafnt og þétt í dag og næstu daga. Á næstunni verða svo fleiri sóttkvíarhótel opnuð, meðal annars á Austurlandi,“ segir í tilkynningunni. Áslaug Ellen Yngvadóttir og Örvar Rafnsson hafa umsjón með sóttkvíarhótelinu en þau eru bæði menntuð á sviði átaka- og öryggisfræða og hafa undanfarið starfað í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg. Fyrsta flugið kom til landsins klukkan átta í morgun og voru farþegar fluttir beint á hótelið þar sem þeir voru innritaðir.Rauði krossinn „Við erum stolt af því hve hratt og vel uppsetning sóttkvíarhótelsins gekk. Fyrsti dagurinn fer rólega af stað en við erum tilbúin fyrir komandi gesti sem mun að öllum líkindum fjölga hratt. Ég er ánægð með hótelið sem hentar þessari breyttu starfsemi vel og við erum heppin með öflugan og góðan hóp starfsfólks,“ er haft eftir Áslaugu Ellen í tilkynningu. „Ég held við séum bara eins vel undirbúin og hægt er í þessum aðstæðum og munum gera okkar allra besta til að gera dvöl allra okkar gesta hér sem þægilegasta.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Kostnaður vegna reglna á landamærum íþyngjandi fyrir námsmenn: „Þetta getur hlaupið á hundrað þúsund kalli“ Kostnaður vegna sóttvarnaaðgerða á landamærum getur verið verulega íþyngjandi fyrir íslenska námsmenn erlendis sem hyggjast koma heim að mati Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Samtökin vonast til að eiga samtal við heilbrigðisráðuneytið um leiðir til að draga úr kostnaði fyrir þá sem standa verr fjárhagslega. 1. apríl 2021 12:00 Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Kostnaður vegna reglna á landamærum íþyngjandi fyrir námsmenn: „Þetta getur hlaupið á hundrað þúsund kalli“ Kostnaður vegna sóttvarnaaðgerða á landamærum getur verið verulega íþyngjandi fyrir íslenska námsmenn erlendis sem hyggjast koma heim að mati Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Samtökin vonast til að eiga samtal við heilbrigðisráðuneytið um leiðir til að draga úr kostnaði fyrir þá sem standa verr fjárhagslega. 1. apríl 2021 12:00
Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59