Fyrrum varnarmaður Liverpool ráðinn aðalþjálfari HB Köge Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2021 12:32 Lars Jacobsen [t.v.] verður aðstoðarþjálfari Daniel Agger [t.h.] en sá síðarnefndi var í gær ráðinn aðalþjálfari HB Köge í dönsku B-deildinni í knattspyrnu. Danski miðvörðurinn Daniel Agger var nokkuð óvænt tilkynntur sem nýr þjálfari danska b-deildarliðsins HB Köge í dag. Agger lagði skóna á hilluna árið 2016 eftir að hafa glímt við meiðsli til fjölda ára. Þetta er hans fyrsta starf í þjálfun. Unnendur enska boltans muna eflaust eftir Agger frá tíma hans með Liverpool en þar lék hann 232 leiki frá árunum 2006 til 2014. Hann var þekktur fyrir að vera harður í horn að taka, með góðan vinstri fót og fyrir að skarta húðflúrum frá toppi til táar. Agger lék einnig með danska stórveldinu Bröndby á ferlinum ásamt því að leika alls 75 A-landsleiki og skora í þeim 11 mörk. Agger glímdi lengi vel við erfið meiðsli og lagði á endanum skóna á hilluna árið 2016, þá aðeins 31 árs gamall. Fimm árum síðar er hann orðinn aðalþjálfari HB Köge en það er um leið hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. New Chapter #hbkøge #capellisport pic.twitter.com/lcBhyZSeT8— Daniel Agger (@DanielAgger) March 31, 2021 „Köge er hinn fullkomni staður fyrir mig til að hefja þjálfaraferil minn,“ sagði Agger er hann skrifaði undir. Samningurinn gildir til sumarsins 2024. „Félagið er með góð gildi og góðan grunn. Ég hlakka til að byrja og ég hlakka til að vera undir pressu á nýjan leik,“ sagði Agger að lokum. HB Köge endaði í 6. sæti dönsku B-deildarinnar og þó svo að liðið sé nú hluti af þeim sex liðum sem fara í umspil um að komast í úrvalsdeildina er of langt í toppliðin. Köge er með 30 stig eftir 22 leiki en Viborg trónir á toppnum með 56 og þar á eftir kemur Silkeborg með 49 stig. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
Unnendur enska boltans muna eflaust eftir Agger frá tíma hans með Liverpool en þar lék hann 232 leiki frá árunum 2006 til 2014. Hann var þekktur fyrir að vera harður í horn að taka, með góðan vinstri fót og fyrir að skarta húðflúrum frá toppi til táar. Agger lék einnig með danska stórveldinu Bröndby á ferlinum ásamt því að leika alls 75 A-landsleiki og skora í þeim 11 mörk. Agger glímdi lengi vel við erfið meiðsli og lagði á endanum skóna á hilluna árið 2016, þá aðeins 31 árs gamall. Fimm árum síðar er hann orðinn aðalþjálfari HB Köge en það er um leið hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. New Chapter #hbkøge #capellisport pic.twitter.com/lcBhyZSeT8— Daniel Agger (@DanielAgger) March 31, 2021 „Köge er hinn fullkomni staður fyrir mig til að hefja þjálfaraferil minn,“ sagði Agger er hann skrifaði undir. Samningurinn gildir til sumarsins 2024. „Félagið er með góð gildi og góðan grunn. Ég hlakka til að byrja og ég hlakka til að vera undir pressu á nýjan leik,“ sagði Agger að lokum. HB Köge endaði í 6. sæti dönsku B-deildarinnar og þó svo að liðið sé nú hluti af þeim sex liðum sem fara í umspil um að komast í úrvalsdeildina er of langt í toppliðin. Köge er með 30 stig eftir 22 leiki en Viborg trónir á toppnum með 56 og þar á eftir kemur Silkeborg með 49 stig.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira