Telur sjómenn hlunnfarna um allt að milljarð á síðustu loðnuvertíð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2021 19:01 Valmundur Valmundarson formaður Sjómannasambands Íslands og Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar. Vísir Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu tvöfalt meira fyrir loðnu til vinnslu af norskum skipum en íslenskum í síðustu loðnuvertíð. Formaður Sjómannasambandsins telur íslenska sjómenn hafa verið hlunnfarna um allt að milljarð. Forstjóri Síldarvinnslunnar segir að sínum sjómönnum hafi verið greitt það sem vantaði upp á þeirra hlut í dag. Eftir þrjú ár án loðnukvóta fannst loks loðna við Íslandsstrendur í ár og fengu íslenskrar útgerðir leyfi til að veiða um 71 þúsund tonn af loðnu. Það er þó umtalsvert minna en árið 2018 þegar þær veiddu um 190 þúsund tonn. Sjávarútvegsfyrirtækin Síldarvinnslan, Eskja, Loðnuvinnslan og Ísfélagið keyptu um 12.500 tonn af loðnu af norskum skipum. Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu greiddu fyrirtækin mun meira fyrir loðnu til bræðslu frá norsku skipunum en þeim íslensku bæði árin. Vísir/Hafþór Þegar kaup á loðnu til vinnslu eru skoðuð sést að í ár var greitt tvöfalt hærra verð fyrir kílóið af norsku útgerðunum. Vísir/Hafþór Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands gerir miklar athugasemdir við þennan verðmun. „Norsku sjómennirnir eru að fá um helmingi hærra verð fyrir loðnuna en íslensku sjómennirnir þannig að það vantar heilmikið þarna uppá,“ segir hann. Sjómenn eiga rétt á þriðjungshlut af afurðaverði aflans samkvæmt samningum. Valmundur telur íslenska sjómenn hlunnfarna. „Okkur sýnist vanta rúman milljarð uppá það í hlut sjómanna miðað við að útflutningverðmætin séu um 25 milljarðar eins og útgerðarmenn hafa sjálfir sagt en mig grunar að verðmætin séu hærri en það,“ segir hann. Hann segir að þetta sé vandamál sem komi upp ár eftir ár. Aðspurður um hvernig hann telji að bæta megi úr þessu svara Valmundur. „Það er búið að selja alla loðnuna núna þannig að við ættum að geta séð uppgjör sjávarútvegsfyrirtækjanna. Við fáum hins vegar ekki að sjá þau. Það er búið að kalla eftir upplýsingum frá þeim en hvort að við náum árangri í því á eftir að koma í ljós. Það þarf að koma þessum hlutum á hreint og taka þann kaleik af sjómönnum að þurfa sjálfir að semja við útgerðirnar um fiskverð. Það þurfa aðrir að gera það til að mynda við hjá Sjómannasambandinu því þetta gengur ekki svona,“ segir Valmundur. Segir norsku skipin fá hærra verð því það skapi vinnu í landi Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunar segir að tölur um útflutningsverðmætin uppá 25 milljarða feli einnig í sér aflavermæti norska aflans og því sé ekki hægt að reikna hlut íslenskra sjómanna út frá þeirri tölu. Hann segir að meira sé greitt fyrir norska aflann því hann komi fyrr en sá íslenski, því norsku skipin byrji fyrr á loðnuveiðum. Það þurfi að skapa vinnu og nýta verksmiðjur. Alls hafi Síldarvinnslan keypt um þrjúþúsund og þrjúhundruð tonn af norskum skipum. „Við erum komin með fullt af fólki að bíða eftir að íslensku skipin byrji að veiða og vinnslurnar og fjárfestingarnar standa ónotaðar þannig teygjum við okkur töluvert lengra í verðum gagnvart norsku skipunum til að koma þessu í nýtingu og fólkið fái vinnu,“ segir Gunnþór. Segir Síldarvinnsluna greiða sjómönnum þriðjungshlut Gunnþór segir að sjómönnum Síldarvinnslunar hafi verið bætt það sem vantaði upp á þriðjungshlut þeirra í dag. Þannig hafi hásetahluturinn hækkað um 800 þúsund krónur. „Við kláruðum samninga um loðnuverð eftir að vertíðinni lauk og í ljós kom að það vantaði áttatíu milljónir í verðmætin fyrir uppsjávarskip Síldarvinnslunnar. Ég fór yfir hverja einustu sölu Síldarvinnslunnar á framleiðslu frá í febrúar með mínu fólki á mánudaginn og hækkaði verðin þar sem það átti við þannig að sjómenn fá sína hlutdeild tryggða úr kökunni,“ segir hann. Hann segir að hásetar hafi verið að fá um 4,9 milljónir króna fyrir sex daga túr og hlutur skipstjóra hafi verið um 14,6 milljónir. Úgerðin fær tvo þriðju af aflaverðmætinu. Aðspurður hver hafi verið hagnaður Síldarvinnslunnar af loðnuvertíðinni svarar Gunnþór: „Það er ekki búið að gera þessa loðnuvertíð upp en ég held að framlegðin í þessari loðnuvertíð sé góð. Hún gekk mjög vel og það veiddist mjög mikið magn á stuttum tíma og þegar ég nefni að laun sjómanna séu góð þá er afkoma Síldarvinnslunnar líka góð. Þannig að þetta fer saman,“ segir Gunnþór. Gunnþór segist ekki hafa upplýsingar um hvað aðrar útgerðir hafi gert gagnvart sínum sjómönnum. Hann segist til í að hitta formann Sjómannasambandsins og sýna honum öll gögn Síldarvinnslunnar. „Ég hef áður boðið formanni Sjómannasambandsins til Neskaupsstaðar. Ég er tilbúinn að hitta hann með þér á fundi til að fara alveg nákvæmlega yfir þessa útreikninga. Í tilfelli Síldarvinnslunnar erum við að greiða sjómönnum einn þriðja af aflaverðmætinu. Við höfum okkar bókhald opið og það er velkomið að sýna það. Það er galopið,“ segir Gunnþór. Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segja halla mjög á Íslendinga í samningum við Norðmenn Forystumenn loðnuútgerða og skipstjórar eru afar ósáttir við hversu hátt hlutfall Norðmenn fá af loðnukvótanum og segja að mjög halli á Íslendinga í skiptisamningi um þorskveiðar í Barentshafi. 30. mars 2021 23:26 Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34 Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00 Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00 Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Eftir þrjú ár án loðnukvóta fannst loks loðna við Íslandsstrendur í ár og fengu íslenskrar útgerðir leyfi til að veiða um 71 þúsund tonn af loðnu. Það er þó umtalsvert minna en árið 2018 þegar þær veiddu um 190 þúsund tonn. Sjávarútvegsfyrirtækin Síldarvinnslan, Eskja, Loðnuvinnslan og Ísfélagið keyptu um 12.500 tonn af loðnu af norskum skipum. Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu greiddu fyrirtækin mun meira fyrir loðnu til bræðslu frá norsku skipunum en þeim íslensku bæði árin. Vísir/Hafþór Þegar kaup á loðnu til vinnslu eru skoðuð sést að í ár var greitt tvöfalt hærra verð fyrir kílóið af norsku útgerðunum. Vísir/Hafþór Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands gerir miklar athugasemdir við þennan verðmun. „Norsku sjómennirnir eru að fá um helmingi hærra verð fyrir loðnuna en íslensku sjómennirnir þannig að það vantar heilmikið þarna uppá,“ segir hann. Sjómenn eiga rétt á þriðjungshlut af afurðaverði aflans samkvæmt samningum. Valmundur telur íslenska sjómenn hlunnfarna. „Okkur sýnist vanta rúman milljarð uppá það í hlut sjómanna miðað við að útflutningverðmætin séu um 25 milljarðar eins og útgerðarmenn hafa sjálfir sagt en mig grunar að verðmætin séu hærri en það,“ segir hann. Hann segir að þetta sé vandamál sem komi upp ár eftir ár. Aðspurður um hvernig hann telji að bæta megi úr þessu svara Valmundur. „Það er búið að selja alla loðnuna núna þannig að við ættum að geta séð uppgjör sjávarútvegsfyrirtækjanna. Við fáum hins vegar ekki að sjá þau. Það er búið að kalla eftir upplýsingum frá þeim en hvort að við náum árangri í því á eftir að koma í ljós. Það þarf að koma þessum hlutum á hreint og taka þann kaleik af sjómönnum að þurfa sjálfir að semja við útgerðirnar um fiskverð. Það þurfa aðrir að gera það til að mynda við hjá Sjómannasambandinu því þetta gengur ekki svona,“ segir Valmundur. Segir norsku skipin fá hærra verð því það skapi vinnu í landi Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunar segir að tölur um útflutningsverðmætin uppá 25 milljarða feli einnig í sér aflavermæti norska aflans og því sé ekki hægt að reikna hlut íslenskra sjómanna út frá þeirri tölu. Hann segir að meira sé greitt fyrir norska aflann því hann komi fyrr en sá íslenski, því norsku skipin byrji fyrr á loðnuveiðum. Það þurfi að skapa vinnu og nýta verksmiðjur. Alls hafi Síldarvinnslan keypt um þrjúþúsund og þrjúhundruð tonn af norskum skipum. „Við erum komin með fullt af fólki að bíða eftir að íslensku skipin byrji að veiða og vinnslurnar og fjárfestingarnar standa ónotaðar þannig teygjum við okkur töluvert lengra í verðum gagnvart norsku skipunum til að koma þessu í nýtingu og fólkið fái vinnu,“ segir Gunnþór. Segir Síldarvinnsluna greiða sjómönnum þriðjungshlut Gunnþór segir að sjómönnum Síldarvinnslunar hafi verið bætt það sem vantaði upp á þriðjungshlut þeirra í dag. Þannig hafi hásetahluturinn hækkað um 800 þúsund krónur. „Við kláruðum samninga um loðnuverð eftir að vertíðinni lauk og í ljós kom að það vantaði áttatíu milljónir í verðmætin fyrir uppsjávarskip Síldarvinnslunnar. Ég fór yfir hverja einustu sölu Síldarvinnslunnar á framleiðslu frá í febrúar með mínu fólki á mánudaginn og hækkaði verðin þar sem það átti við þannig að sjómenn fá sína hlutdeild tryggða úr kökunni,“ segir hann. Hann segir að hásetar hafi verið að fá um 4,9 milljónir króna fyrir sex daga túr og hlutur skipstjóra hafi verið um 14,6 milljónir. Úgerðin fær tvo þriðju af aflaverðmætinu. Aðspurður hver hafi verið hagnaður Síldarvinnslunnar af loðnuvertíðinni svarar Gunnþór: „Það er ekki búið að gera þessa loðnuvertíð upp en ég held að framlegðin í þessari loðnuvertíð sé góð. Hún gekk mjög vel og það veiddist mjög mikið magn á stuttum tíma og þegar ég nefni að laun sjómanna séu góð þá er afkoma Síldarvinnslunnar líka góð. Þannig að þetta fer saman,“ segir Gunnþór. Gunnþór segist ekki hafa upplýsingar um hvað aðrar útgerðir hafi gert gagnvart sínum sjómönnum. Hann segist til í að hitta formann Sjómannasambandsins og sýna honum öll gögn Síldarvinnslunnar. „Ég hef áður boðið formanni Sjómannasambandsins til Neskaupsstaðar. Ég er tilbúinn að hitta hann með þér á fundi til að fara alveg nákvæmlega yfir þessa útreikninga. Í tilfelli Síldarvinnslunnar erum við að greiða sjómönnum einn þriðja af aflaverðmætinu. Við höfum okkar bókhald opið og það er velkomið að sýna það. Það er galopið,“ segir Gunnþór.
Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segja halla mjög á Íslendinga í samningum við Norðmenn Forystumenn loðnuútgerða og skipstjórar eru afar ósáttir við hversu hátt hlutfall Norðmenn fá af loðnukvótanum og segja að mjög halli á Íslendinga í skiptisamningi um þorskveiðar í Barentshafi. 30. mars 2021 23:26 Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34 Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00 Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00 Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Segja halla mjög á Íslendinga í samningum við Norðmenn Forystumenn loðnuútgerða og skipstjórar eru afar ósáttir við hversu hátt hlutfall Norðmenn fá af loðnukvótanum og segja að mjög halli á Íslendinga í skiptisamningi um þorskveiðar í Barentshafi. 30. mars 2021 23:26
Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34
Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00
Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00
Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55