Fengu frábæran leikmann en misstu allan takt: „Skil ekki hvað Borche var að pæla“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2021 16:30 Zvonko Buljan tekur frákasti á undan Collin Anthony Pryor í sigurleik á móti Hetti. Buljan var með 16 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar í þeim leik. Einu leikirnir sem ÍR hefur unnið með Buljan innanborðs er þegar hann hefur gefið fleiri en fjórar stoðsendingar á félaga sína. Vísir/Vilhelm Domino´s Körfuboltakvöldi ræddi tímabilið til þessa hjá ÍR og Val sem eru lið sem eru á leið í þveröfuga átt. Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex neðstu sæti deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í sjöunda og áttunda sæti. Liðin í sjöunda og áttunda sæti Domino´s deildarinnar eru Reykjavíkurliðin ÍR og Valur sem eru leiðinni í sitthvora áttina. Valsmenn eru að komast á flug á meðan ÍR-ingar hafa misst flugið að undanförnu. „Liðið sem er í síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni hefur ekki verið í takt upp á síðkastið. Það eru ÍR-ingar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, í upphafi umræðunnar um ÍR-inga sem eru í áttunda sæti eftir sextán fyrstu umferðirnar. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frammistöðumat á ÍR og Val eftir sextán umferðir Umræðan var um Zvonko Buljan sem kom inn í ÍR-liðið á miðju tímabili. „Ég er ekkert svakalega hrifinn af honum inn í þetta ÍR-lið af því mér finnst hann taka alltof mikið til sín. Þarna eru leikmenn innan ÍR-liðsins eins og Everage, Singletary, Sigvaldi, Pryor og Danero. Þetta eru leikmenn sem þurfa að fá að spila sinn leik. Það er búið að taka svolítið taktinn úr ÍR-liðinu með komu Buljan því hann tekur svakalega mikið. Hann er ekki bara að gera eitthvað undir körfunni því hann er að negla þristum og er að hluti sem mér finnst maður í hans stöðu eigi ekki að vera að gera,“ sagði Hermann Hauksson. „ÍR hefur misst taktinn eftir að hann kom og mér finnst þeir ekki eins sannfærandi,“ sagði Hermann og tölfræðin sýnir þetta því ÍR hefur tapað sex af átta leikjum sínum síðan að Zvonko Buljan kom í Breiðholtið. „Ég er búinn að koma inn á þetta áður því ég skil bara ekki hvað Borche (Ilievski, þjálfari ÍR) var að pæla. Hann var með nóg af mönnum til að skora enda var liðið að skora 90 og eitthvað stig í leik. Þeir eru ennþá að því að það er ekki eins og hann sé að bæta við tuttugu stigum í leik. Þeir eru að skora jafnmikið og það eru einhverjir aðrir að skora minna,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Vörnin veikist því mér fannst þeir betri varnarlega með Colin Pryor í fimmunni. Þá var erfiðara að spila á móti þeim. Ég hef ekkert á móti þessum leikmanni enda frábær leikmaður sem getur skorað og á alveg sendingar. Hann er ekki meðalmaður í vörn en frábær sóknarmaður,“ sagði Benedikt. Hér fyrir ofan má sjá umfjöllunina um ÍR og Vals og frammistöðu þeirra til þessa á tímabilinu. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld ÍR Valur Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex neðstu sæti deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í sjöunda og áttunda sæti. Liðin í sjöunda og áttunda sæti Domino´s deildarinnar eru Reykjavíkurliðin ÍR og Valur sem eru leiðinni í sitthvora áttina. Valsmenn eru að komast á flug á meðan ÍR-ingar hafa misst flugið að undanförnu. „Liðið sem er í síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni hefur ekki verið í takt upp á síðkastið. Það eru ÍR-ingar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, í upphafi umræðunnar um ÍR-inga sem eru í áttunda sæti eftir sextán fyrstu umferðirnar. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frammistöðumat á ÍR og Val eftir sextán umferðir Umræðan var um Zvonko Buljan sem kom inn í ÍR-liðið á miðju tímabili. „Ég er ekkert svakalega hrifinn af honum inn í þetta ÍR-lið af því mér finnst hann taka alltof mikið til sín. Þarna eru leikmenn innan ÍR-liðsins eins og Everage, Singletary, Sigvaldi, Pryor og Danero. Þetta eru leikmenn sem þurfa að fá að spila sinn leik. Það er búið að taka svolítið taktinn úr ÍR-liðinu með komu Buljan því hann tekur svakalega mikið. Hann er ekki bara að gera eitthvað undir körfunni því hann er að negla þristum og er að hluti sem mér finnst maður í hans stöðu eigi ekki að vera að gera,“ sagði Hermann Hauksson. „ÍR hefur misst taktinn eftir að hann kom og mér finnst þeir ekki eins sannfærandi,“ sagði Hermann og tölfræðin sýnir þetta því ÍR hefur tapað sex af átta leikjum sínum síðan að Zvonko Buljan kom í Breiðholtið. „Ég er búinn að koma inn á þetta áður því ég skil bara ekki hvað Borche (Ilievski, þjálfari ÍR) var að pæla. Hann var með nóg af mönnum til að skora enda var liðið að skora 90 og eitthvað stig í leik. Þeir eru ennþá að því að það er ekki eins og hann sé að bæta við tuttugu stigum í leik. Þeir eru að skora jafnmikið og það eru einhverjir aðrir að skora minna,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Vörnin veikist því mér fannst þeir betri varnarlega með Colin Pryor í fimmunni. Þá var erfiðara að spila á móti þeim. Ég hef ekkert á móti þessum leikmanni enda frábær leikmaður sem getur skorað og á alveg sendingar. Hann er ekki meðalmaður í vörn en frábær sóknarmaður,“ sagði Benedikt. Hér fyrir ofan má sjá umfjöllunina um ÍR og Vals og frammistöðu þeirra til þessa á tímabilinu.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld ÍR Valur Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira